Smámoli um næturkulda

Spurt var hvort kuldi síðastliðna nótt (aðfaranótt 13. ágúst) hefði verið óvenjulegur. Því er til að svara að venjulegur var hann ekki. Frost mældist á 13 veðurstöðvum í byggð (af 107). Ámóta hátt hefur hlutfallið sjaldan orðið síðan rekstur sjálfvirka stöðvakerfisins hófst 1997 - aðeins 2013 og 2014 (tvo daga hvoru sinni, þ. 7. og 12. fyrra árið, en þ.2 og 14. það síðara). Einnig er skylt að geta næturinnar slæmu, 25. júlí 2009 í þessu samhengi. Sú nótt var verri en þessi að því leyti til að kartöfluþroski var mun skemur á veg kominn heldur en nú.

Einnig má nota meðallágmarkshita í byggð sem samanburð. Hann var 4,0 stig nú, var þrisvar lægri í fyrrihluta ágústmánaðar 2013 (þ.6., 7. og 12.) en annars ekki á tíma sjálfvirku stöðvanna. Í eldri gögnum er slatti af lægri meðallágmarkshita, 34 tilvik af 1020 alls, eða nærri 3 prósent - sum sé um annað hvert ár að jafnaði. Að segja annað hvert ár er þó varla rétt því oft eru fleiri en ein slík nótt í sama ágústfyrrihlutanum. t.d. fjórar 1993 en það ár var sú kaldasta, 10. ágúst, meðallágmarkshiti í byggð 2,8 stig. Árin eru 19 af 68 (árið í ár ekki talið með) - við væntum því nætur af þessu tagi í fyrrihluta ágúst þriðja til fjórðahvert ár, en komi ein er líklegt að önnur eða fleiri fylgi með í pakkanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 32
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1500
 • Frá upphafi: 2356105

Annað

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 1405
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband