7.8.2017 | 01:50
Tólfmánaðameðalhitinn - staðan um þessar mundir
Við lítum nú rétt einu sinni á stöðu tólfmánaðameðalhitans í Reykjavík. Tíminn líður og líður.
Þessi mynd nær rétt rúm 20 ár aftur í tímann. Ártölin eru sett við lok almanaksárs (janúar til desember). Grái ferillinn sýnir 12-mánaða meðaltölin (12 á ári). Lóðrétti kvarðinn markar hitann. Á þessum 20 árum hefur 12-mánaðahitinn sveiflast frá 4,33 stigum upp í 6,61. Hámarkinu náði hann í september 2002 til ágúst 2003. Upp á síðkastið hefur hann einnig verið í hæstu hæðum, komst í 6,38 stig í mars 2016 til febrúar 2017 og í 6,37 í júní 2016 til maí 2017. Nú í júlílok var hann í 6,21 stigi. Það er líklegt að hann lækki heldur í haust og vetur því hitinn í október 2016 var með þvílíkum ólíkindum að varla er við því að búast að komandi október eigi nokkurn möguleika í að slá hann út.
Rauði ferillinn á myndinni sýnir 120-mánaða meðaltalið (10 ár). Sá ferill er að sjálfsögðu mun jafnari en er lítillega lægri nú en hann var hæstur fyrir 5 árum, ekki munar þó nema 0,13 stigum á stöðunni nú og þá.
Næsta mynd sýnir mun lengra tímabil. Þar er 120-mánaðahitinn grár, en rauði ferillinn sýnir 360-mánaðameðaltalið (30 ár).
Greinilega má sjá hversu óvenjulega tíma við höfum lifað að undanförnu. 120-mánaðahitinn hefur nú lengi verið langt ofan við það sem best gerðist á tuttugustualdarhlýskeiðinu og 360-mánaðahitinn nýlega kominn upp fyrir það, fór í fyrsta sinn yfir 5 stig í lok árs 2016. Hann hækkar ekki mikið á þessu ári vegna þess að árið 1987 var fremur hlýtt en þar á eftir komu fjölmörg mjög köld ár og því er góður möguleiki á frekari hækkun 360-mánaðahitans á næstu árum svo fremi sem ekki kólni niður fyrir meðaltal þeirra köldu ára. Allt ofan við það hækkar 360-mánaðahitann.
Sú spurning vaknar hversu langt sé síðan 360-mánaðahitinn hefur verið jafnhár eða hærri í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska treystir sér ekki til að svara því svo vel sé. Það er hins vegar líklegt að ekki sé alveg jafnlangt síðan 120-mánaðahitinn hefur verið jafnhár eða hærri en nú (hvenær sem það annars hefur verið).
En auðvitað segja þessar myndir ekkert um framhaldið - þær sýna fortíðina. En þungi löngu meðaltalanna er þó mikill. Stærsta sveifla 12-mánaðahitans sem við þekkjum í Reykjavík var frá því í september 1880 þegar hann stóð í 5,55 stigum og var hrapaður niður í 2,08 stig í ágústlok árið eftir. Ef sú atburðarás endurtæki sig nú (varla líklegt) myndi 120-mánaðahitinn ekki lækka nema um 0,3 stig og 360-mánaðahitinn um tæplega 0,1 stig á 12 mánuðum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 257
- Sl. sólarhring: 519
- Sl. viku: 2619
- Frá upphafi: 2410921
Annað
- Innlit í dag: 215
- Innlit sl. viku: 2298
- Gestir í dag: 206
- IP-tölur í dag: 197
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hefurðu séð þessa framsetningu?
https://www.flickr.com/photos/150411108@N06/35471910724/
Matthias (IP-tala skráð) 7.8.2017 kl. 09:43
Það er alltaf gaman að geta glatt sig við gamlar minningar og betri tíma svo sem fyrir 5-15 árum þegar hitinn var í hæstum hæðum hér á landi.
Síðan þá hefur hins vegar kólnað eins og við höfum upplifað annaðhvort ár síðan: 2013, 2015 og nú aftur 2017 eins og allt stefnir í.
Fróðlegt var að sjá hjá þér Trausti spána næstu 10 daga (6.-16. ágúst) þar sem líkur eru á 2-3 stiga lægri meðalhita en meðalhitinn hefur verið síðustu 10 ára eða svo.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 7.8.2017 kl. 13:31
Mjög fróðlegt. Staðfestir þetta ekki enn og aftur að hitinn er í hæstu hæðum og mjög nálægt metárunum fyrir 13-14 árum eða svo. Veit því ekki hvað þú Torfi ert að tala um. Vissulega koma köld ár eða svalari inn á milli en fólki á suðvestur horninu hættir til að jafna allt við metgóðviðrissumrin á fyrsta áratug þessarar aldar. Jafnvel bestu sumarseríur frá landnámi í þeim landshluta. Ef rætt er við fólk t.a.m. á Norðausturlandi er bara allt annað upp á teningnum. Norðaustanáttin sem var ríkjandi að sumarlagi svo árum skipti eftir 2000 var ekki eins gjöful á sól og blíðviðri svo vikum skipti í þeim landshluta og hafa því síðustu sumur verið að jafnaði ekki síðri en sumrin fyrir 10-15 árum. Kannski slær þó ekkert út sumarið 2004, a.m.k. á mínum slóðum á Norðurlandi. Árin í heild hafa jú verið misjöfn en ég man varla eins mildan vetur, bæði hvaða varðar hita og vind eða vindleysi, eins og sl. vetur, jafnvel ekki síðri en bestu vetur eftir 2000 sem voru alveg einstakir nokkrir í röð vel að merkja.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.