Þykktarvik júlímánaðar 2017

Bregðum upp korti sem sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins, þykktarinnar og þykktarvik í júlí 2017.

w-blogg060817a

Mikil flatneskja er við Ísland. Áttin þó frekar suðlæg heldur en eitthvað annað. En allmikil jákvæð þykktarvik með miðju fyrir norðan land teygja sig suður um landið. Hiti í neðri hluta veðrahvolfs yfir meðallagi - og vel það norðurundan. Við sjáum líka kuldapollinn mikla vestan við Grænland - þar sem hiti var -2,5 stigum undir meðallagi í neðri hluta veðrahvolfs. Einnig var mjög kalt yfir Skandinavíu sunnanverðri. 

En fremur hagstætt hjá okkur. 

Spáin næstu tíu daga er öllu kuldalegri - óþarflega kuldaleg satt best að segja:

w-blogg060817b

Hiti í neðri hluta veðrahvolfs almennt 2 til 3 stigum undir meðallagi ágústmánaðar á landinu. Vonandi ekki alveg svo mikið niðri í mannheimum. En upplifun af þessum kulda fer nokkuð eftir veðurlaginu að öðru leyti - sé vindur hægur og nái sól eitthvað að skína verður þetta ekki svo slæmt - en í bleytu og vindi er annað uppi á teningnum.

Svo getum við auðvitað vonað að spáin sé einfaldlega röng - nú eða tautað eitthvað um að verra gæti það verið (sem það svo sannarlega gæti). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú hef ég ekki filkst með seinustu daga en er kuldapollurin sdem er yfir íslandi klofníngur úr öðrum kuldapolli, ?. eflaust verður þettað óþlandi góðviðri skildi skapast aðstæður fyrir haklél kuldin í háloftunum géfur áhveðnar vonir um það. hæðinn yfir grænlandi veldur áhveðnum vandræðum en sjáum til varla er að koma heimsendin sem sumir eru að spá

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 59
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 2506
  • Frá upphafi: 2434616

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2226
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband