Skýjasveipur yfir Austurlandi

Nú í kvöld (fimmtudag 3. ágúst) var skýjasveipur yfir landinu austanverðu - áberandi á gervihnattamyndum.

w-blogg040817a

Mynd af vef Veðurstofunnar frá kl. 21:56. - En á sjávarmálskortum er lítið sem ekkert að sjá. 

w-blogg040817b

Jafnþrýstilínur eru heildregnar á 4 hPa bili - varla línu að finna við landið - 1008 hPa hringar sig þó á Suðurlandi vestanverðu. Rigningarbakki er yfir Vestur-Skaftafellssýslu og teygir sig til norðurs og suðurs. Sjálfvirkar úrkomumælingar staðfesta legu bakkans. 

En þegar litið er upp mitt veðrahvolf sést hvers kyns er.

w-blogg040817ca

Þar má sjá allgerðarlegan kuldapoll - miðja hans og miðja sveipsins á myndinni falla einkar vel saman. Frostið í miðjum pollinum er meira en -24 stig - en hlýrra er til allra átta. 

Pollurinn er hvað öflugastur við veðrahvörfin. Það sést vel á 300 hPa-kortinu, í rúmlega 9 km hæð.

w-blogg040817c

Hér er kerfið orðið hið gerðarlegasta. Hér er 300 hPa-flöturinn ofan veðrahvarfanna og þau hafa dregist niður yfir kuldapollinum - sá niðurdráttur veldur hærri hita í miðju kerfisins en fyrir utan það - einmitt yfir kuldanum sem undir er. Þessi samhverfa pörun kulda og hlýinda veldur því að ekkert þrýstikerfi sést við sjávarmál. - Sama á við mun minni poll við austurströnd Grænlands.

Mikill kuldapollur yfir Norðuríshafi er þessa dagana að verpa hverju kuldaegginu á fætur öðru og skýtur í átt til okkar. Það vil bara svo til að þessar sendingar eru ekki mjög stórar - en alveg nógu stórar ef út í það er farið - og þyngjast sjálfsagt er frá líður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 59
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 2506
  • Frá upphafi: 2434616

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2226
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband