Hlýr júlímánuður (á landsvísu)

Júlímánuður var hlýr á landi hér. Meðalhiti í byggð reiknast 10,9 stig sem er 0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og +0,9 yfir meðallaginu langa 1931 til 2010. Raðast mánuðurinn í 24. sæti á 144ára hlýindalista. 

Landsmeðalhiti í júlímánuði 1874 til 2017

Hér er tíminn frá 1874 sýndur á mynd. Fyrir 1930 er töluverð óvissa í reikningum, en samt má segja að töluvert hafi hlýnað á síðari árum. Tíu ára meðaltalið 2007 til 2016 er merkt inn sem lárétt lína þvert um myndina. Fyrir 30 árum voru fáir júlímánuðir ofan þess meðaltals - en fjöldinn allur síðan. 

Hlýindunum var þó aðeins misskipt að þessu sinni. Hlýjast var um miðbik Norðurlands, en kaldast á Reykjanesskaganum en þar náði hiti ekki meðallagi júlímánaða undangengins áratugar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 127
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1701
  • Frá upphafi: 2350328

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 1525
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband