Enn frá skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar

Skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar og bandaríska veðurstofan hafa undanfarna daga verið að veifa hitabylgjuspám framan í okkur veðurnördin - auðvitað til ánægju. Hins vegar hefur lítt orðið um efndir - hitarnir horfnir á örskotsstund í næstu spárunu. En vegna þess að lítið hefur verið um hitabylgjur upp á síðkastið ylja þær í sýndarheimum manni aðeins um hjartarætur - sérstaklega meðan einhver von er um að eitthvað verði úr þeim.

w-blogg150717i-a

Kortið sýnir spá um hita í 850 hPa-fletinum (litir) og þykktina (heildregnar línur) á fimmtudagskvöld 21. júlí. Hér er þykktin yfir landinu víða meiri en 5580 metrar - dæmigert hæsta gildi sumars (þó við viljum meir) - og í sömu spárunu er þykktinni svo spáð upp fyrir 5620 metra nokkrum dögum síðar og upp í 5650 m við Austur-Grænland. 

Við getum svosem leyft okkur að vona - þar til næsta sýn birtist á tjaldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott nú skulum við vona að þessar tvær lægðir hreinsi loftið og gefi okkur góða hundadaga þó í sjálfu sér hafi þettað ekki verið slæmt sumar að mínu mati hefur ekki verið þurt. miðað við atlanshafspána virðist grænland ekki halda alveg. sem mun þíða meiri hlýindi yfir grænlandi á sumrum en fróðlega verður að fylgjast með kaldblettinum suður af grænlandi hvernig hann mun þróast. ekki mínkar jökullin endalaust fyr eða seitna mun kuldaboli komast að honum með tilheirindi afleiðíngum. svo við skulum njóta hlýindana meðan þau var nog er nú bölsínin í þjóðfélaginu fyrir því 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.7.2017 kl. 07:03

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú bíðum við og sjáum til, en ég verð þó að segja að sumarið hefur bara verið ágætt til þessa.

Ragnhildur Kolka, 16.7.2017 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband