15.7.2017 | 20:51
Tíðnidreifing júlíhita í Reykjavík og breytingar á henni
Hér verður litið á tíðnidreifingu sólarhringsmeðalhita í Reykjavík í júlí á ýmsum tímabilum og velt vöngum yfir breytingum. Breytileiki hita frá degi til dags er minni að sumarlagi heldur en á öðrum árstímum - en samt finnum við mjög greinilega fyrir honum.
Við teygjum okkur nokkuð langt í þessum pistli. Töluverð óvissa er í hitamælingum frá fyrri tíð - mánaðameðalhiti er þó öllu betur negldur niður en meðalhiti einstakra daga. En við látum okkur hafa það - skemmtunar og fróðleiks vegna.
Fyrst skulum við líta á meðalhita júlímánaðar í Reykjavík - nokkur ár á bilinu 1854 til 1865 eru þó nánast skáldskapur sem og tölur frá því fyrir 1820. Engin dægurmeðaltöl eru til frá þessum skáldaárum og koma þau því ekki við sögu í þessum pistli nema á þessari einu mynd.
Mislöng köld og hlý tímabil skiptast á með nokkuð áberandi hætti. Heildarleitni er ekki mikil. Stærð hennar er mjög háð vali á byrjunartíma - við gætum komið því þannig fyrir að hún reiknist veruleg.
Hver sem nú reiknuð leitni annars er fer þó varla á milli mála að minna hefur hlýnað í júlí en í flestum öðrum mánuðum ársins. Það væri gagnlegt að vita með vissu hvers vegna það er svo en varla samt tilviljun að hér er um þann mánuð ársins að ræða þar sem landið og sól ráða tiltölulega meiru um veður heldur en flutningur lofts um langar leiðir. Reykjavík er auk þess betur varin fyrir áhrifum kaldsjávar og hafíss heldur en flestir aðrir landshlutar.
Á myndinni hefur árabilið 1949 til 2016 verið afmarkað sérstaklega, en það er efni næstu myndar.
Hún sýnir hvernig júlísólarhringsmeðalhitinn féll á kvarðann á þessu árabili (bláar súlur). Hér er talið þannig að talan 10 vísar til alls bilsins frá og með 10 stigum að 11. Kaldasti júlídagur þessa tímabils var sá 23. árið 1963, sólarhringsmeðalhitinn ekki nema 5,8 stig. Sá hlýjasti var sá 31. árið 1980, meðalhiti 19,2 stig. Meðalhiti júlímánaðar alls á þessu tímabili er 11,1 stig. Taka má eftir því að nærri helming daga (46 prósent) er meðalhitinn annað hvort 10 eða 11 stig og fjóra daga af hverjum fimm er hann frá 9 stigum upp að 13. - aðeins tíundihver dagur er kaldari og tíundihver hlýrri.
Af fyrri myndinni sjáum við að júlímánuðir þessara ára spanna mjög breitt bil, á það falla bæði mjög kaldir og hlýir mánuðir.
Til gamans má líka sjá á myndinni sömu dreifingu - sé meðalhiti 2 stigum hærri, væri þá 13,1 stig en ekki 11,1. Skyldi þetta geta orðið venjulegt í framtíðinni? Hvað sem annars má um það segja er nokkuð ljóst að langt verður þangað til 70 ára meðaltal júlíhita nær 13,1 stigi. Enginn mánuður fortíðar hefur enn með vissu náð slíkum hæðum - tveir, 1991 og 2010 komust að vísu nærri því - meðalhitinn í þeim báðum var 13,0 stig. Svo reiknast meðalhiti í júlí 1829 13,6 stig - en trúlega er það of há tala miðað við staðalaðstæður mælinga nú, 13,0 stig sem reiknast meðalhiti júlí 1838 er heldur trúlegri.
Næst skulum við bera saman þrjú tímabil. Í fyrsta lagi öllum daglegum meðaltölum sem við eigum frá Reykjavík á 19. öld, í öðru lagi lítum við á hlýja tímann frá 1927 til 1960 og að lokum á tímabilið 1997 til 2016.
Bláu súlurnar sýna 19. öldina, þær brúnu hlýskeiðið gamla og þær grænu nýja hlýskeiðið - sem enn stendur. Töluverður munur kemur fram á tímabilunum. Á 19. öld var meðalhiti undir 10 stigum 35 prósent daga, 16 prósent á gamla hlýskeiðinu, en ekki nema 12 prósent á því nýja.
Á 19. öld var meðalhiti meiri en 14 stig um það bil 20. hvern dag (5 prósent), á gamla hlýskeiðinu líka um 5 prósent, en um 8 prósent á nýja hlýskeiðinu.
Þennan mun sjáum við betur á næstu tveimur myndum.
Hér má sjá tíðnimun hita á 19. öld og á nýja hlýskeiðinu. Skiptin eru við 11 stig. Dögum hlýrri en það hefur fjölgað að mun, en þeim kaldari fækkað að sama skapi. Fjöldi mjög hlýrra daga hefur nánast ekkert breyst - þeir hafa alltaf verið sárafáir og tilviljanakenndir. Kaldasti júlídagur sem við vitum um í Reykjavík á 19. öld var sá 6. árið 1840, meðalhiti 4,1 stig, en sá hlýjasti var sá 19. árið 1842, meðalhiti 18,6 stig, ámóta hlýtt var daginn áður og sömuleiðis 2. júlí 1894.
Minni munur er á hlýskeiðunum tveimur, því gamla og nýja.
Hér eru skiptin við 12 stigin. Er þetta hin hnattræna hlýnun? Kaldasti júlídagur gamla hlýskeiðsins var sá 1. 1954, þá var meðalhitinn 6,5 stig. Sá hlýjasti var sá 21. árið 1944, meðalhiti 17,8 stig. Á nýja hlýskeiðinu er kaldasti júlídagurinn sá 23. árið 1998, meðalhiti 7,2 stig, en sá hlýjasti sá 30. árið 2008, meðalhiti 17,5 stig.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 34
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 1083
- Frá upphafi: 2456019
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 981
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Í hvert sinn sem fréttaþulur kemur með óbeina fullyrðingu um hnattræna hlýnun, fæ ég hroll. Þegar ég horfi á fræðimenn velta sér upp úr tölum án fullyrðinga, opnast skilningarvitin. Þessi fyrirfram ákveðnu tímabil sem notast er við þegar reiknuð er út hlýnun eða kólnun er umhugsunarefni fyrir fræðaheiminn. Vísindamenn verða að miðla upplýsingum til almennings, það er óumdeilt. Fróðlegt væri að lesa söguna eftir 300 ár, þegar fræðaheimurinn hefur úr mun meiri og áreiðanlegri gögnum að moða, um ástandið á 20. og 21. öldinni.
Nema gögnin frá þeim tíma dæmd séu ónothæf.
Umhugsunarverður pistill Trausti.
Sindri Karl Sigurðsson, 16.7.2017 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.