7.7.2017 | 23:21
Óþreyju gætir
Kuldapollurinn mikli sem plagaði Vestur-Grænland fyrr í vikunni er enn á sveimi. Hann verpti kuldaeggi sem er um það bil að fara til austurs rétt fyrir sunnan land þegar þetta er skrifað (föstudagskvöldið 7. júlí). Ekki er hægt að segja að mikil grimmd hafi verið í því - en olli samt staðbundnum skúradembum og svölu veðri - sérstaklega um landið sunnanvert.
Við að skjóta eggi til austur hrökk meginhluti kuldapollsins í öfuga átt - til vesturs - og hörfaði mesti kuldinn þar með frá Vestur-Grænlandi. Nú virðist annað varp vera að eiga sér stað - og enn verður til lítill kuldapollur sem fer til austurs í stefnu á okkur. - Hálfgert örverpi að vísu - en nægilegur samt til þess að tefja hlýnun hér á landi um að minnsta kosti nokkra daga.
Við lítum á stöðuna eins og evrópureiknimiðtöðin telur hana verða á sunnudag.
Hér er aðalkuldapollurinn merktur með stórri blárri ör og tölustafnum 1. Hann er kominn vel vestur fyrir Baffinsland en afkomendur hans ganga greiðlega til austurs. Sá fyrri - fór framhjá rétt fyrir sunnan okkur í dag er hér kominn austur undir Noreg (merktur tölustafnum 2) en örverpið, bróðir hans er á kortinu yfir Grænlandi og hreyfist í átt til okkar. Engin sérstök illindi fylgja - en harla svalt veðurlag. Enn fleiri sendingar eru svo væntanlegar frá Kanada síðar meir - að vísu er kuldinn að færast aftur í aukana yfir íshafinu og gæti truflað aðalhringrásina eitthvað þegar fram líða stundir.
Hér Atlantshafsmegin á norðurhveli ganga lægðir nú greiðlega til austurs - furðugreiðlega satt best að segja (held að ameríkumenn kalli það framsóknarveðurlag). Mikil hlýindi sækja aftur á móti til norðurs hinum megin heimskauts - mjög hlýir hæðarhryggir sem rauðu örvarnar benda á (þvergirðingar). - Sýna nákvæmlega engan áhuga á okkur.
Sem stendur sér ekkert fyrir endann á þessari stöðu. Hún er í grunninn ekki svo slæm (segir Pollýanna) - en samt má heyra að margir eru farnir að þreytast á henni og gætir töluverðrar óþolinmæði. Það er um að gera að njóta í botn þeirra gæðastunda sem bregður fyrir - þó hlýindi skorti.
Viðbótarupplýsingar - settar inn 8. júlí:
Spurt hefur verið um hita- og úrkomufar það sem af er júlí. Ekki eru þó liðnir nema 6 dagar af honum. Meðalhiti þessa sex daga er 10,4 stig í Reykjavík og því nákvæmlega í meðallagi sömu daga 1961 til 1990, en 11,4 á Akureyri. Í Reykjavík er hiti allmikið undir meðallagi síðustu tíu ára, eða -1,6 stig. Á Akureyri er meðalhitinn 1,5 stigum yfir meðallagi 1961 til 1990 og +0,5 yfir meðallagi síðustu tíu ára.
Úrkoma hefur verið í meðallagi á Akureyri, en hún hefur hins vegar verið óvenjulítil í Reykjavík, aðeins 4 mm og er það um þriðjungur meðalúrkomu, sú næstminnsta sömu daga á þessari öld - en sú röðun þarf ekki nema einn mjög blautan dag til að breytast verulega. - Það hefur verið frekar sólarlítið.
Hiti þessa sex fyrstu júlídaga er sá 14.hæsti á öldinni, þrisvar hafa þeir verið kaldari en nú, 2014, 2013 og 2006. Sé samanburður látinn ná til lengri tíma er hitinn þessa daga í Reykjavík í 86. sæti (af þeim 143 sem við höfum greinargóðar upplýsingar um). Að þriðjungatali telst hitinn því í meðallagi þess tíma alls. Á Akureyri eigum við daglegan hita aðeins á lager 82 ár aftur í tímann - þar lendir hitinn nú í 22. sæti og er þar með í hlýjasta þriðjungi.
Hitanum hefur sum sé verið nokkuð misskipt á landinu þessa daga. Að tiltölu hefur verið hlýjast eystra, hiti 1,6 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára á Eyjabökkum, 1,3 yfir því í Papey og 1,2 á Egilsstöðum. Kaldast að tiltölu hefur verið í Reykjanesfjallgarðinum, -2,4 stig undir meðallagi síðustu tíu ára á Skarðsmýrarfjalli og -2,1 undir í Hellisskarði og í Bláfjöllum.
En það er fremur skortur á hlýjum dögum sem einkennt hefur júní- og júlímánuð á þessu ári frekar en að meðalhiti hafi verið sérlega lágur. Hiti náði þó 20 stigum þann 30. júní austur á Borgarfirði eystra. Sú tala verður tekin góð og gild - en þó verður að geta þess að stöðin hefur aðeins verið starfrækt mjög skamma hríð og þarf strangt tekið lengri tíma til að sanna stöðugleika.
Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík til þessa á sumrinu er 17,1 stig - mældist hann 21.maí. Tvisvar áður á þessari öld hefur hámarkshitinn í borginni ekki verið kominn hærra á öldinni 7. júlí, það var 2014 (16,5 stig - fór hæst í 19,7 stig það sumar) og 2001 (15,7 stig - fór hæst í 17,2 stig það sumar). Á þeim tíma sem hámarkshiti hefur verið samfellt mældur í Reykjavík (98 ár) hefur hann 51 sinni verið orðinn hærri en nú þann 7. júlí - við erum því nærri miðjum hóp nú. Það gerist endrum og sinnum (fjórum sinnum síðustu 100 árin) að hæsti hiti ársins mælist í maí í Reykjavík, síðast 1988.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 8.7.2017 kl. 13:14 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1096
- Sl. sólarhring: 1112
- Sl. viku: 3486
- Frá upphafi: 2426518
Annað
- Innlit í dag: 981
- Innlit sl. viku: 3137
- Gestir í dag: 949
- IP-tölur í dag: 878
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Verið getur að hlýindi séu ekki mikil og úrkoma sé óvenju mikil amk óvenju oft á mínum slóðum á Norðurlandi. Man reyndar ekki eftir svona mörgum úrkomudögum í júní. Heyskapartíð var því slök í þeim mánuði amk ef miðað er við undanfarin ár. Veðrið hefur þó oft verið ágætt í sumar og hitinn náði t.d. í 17 stig alla daga frá mánudegi til föstudags í vikunni, í hægri sunnan átt eða logni. Sprettan er því svakaleg. Veit svosem ekki hvernig menn vilja hafa sumrin en veit þó að sól og 20 stig flesta daga er óraunhæft veðurlag sama hvar er á landinu. Meira að segja á Norðurlandi. Vorið og sumarið er því búið að vera allavega.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 09:04
hvernig er reinslan af grænlandsjökli er hann hægjnleg vörn eftir að hann hopaði. skilst að skriðjöklar seu að brotna frá á s. grænlandi mun það hafa breitíngar í för með sér með . straumar hugsanlega breitast sem aftur hefur áhrif á veður.?.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.7.2017 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.