Þrýsti- og þykktarvik júnímánaðar

Austlægar áttir voru ríkjandi í júní - talsvert umfram meðallag. Venjulega njóta vestlendingar góðs af slíku ástandi meðan úrkomusamt er eystra. Nú brá hins vegar svo við að loftþrýstingur var talsvert neðan meðallags - sá lægsti í júní síðan 1994. Lægðasveigju fylgir gjarnan óstöðugt loft og það sér landslag ekki nærri því eins vel og það stöðuga. Austlægu áttirnar voru því venju fremur blautar vestanlands - heildarúrkoma mánaðarins um eða yfir meðallag - og sólskinsstundafjöldi líka í meðallagi. En - þrálát austanáttin skilaði óvenjumikilli úrkomu austanlands - júnímeti á nokkrum stöðvum.

En lítum á þrýstivikakort evrópureiknimiðstöðvarinnar - miðað er við árin 1981 til 2010.

w-blogg020717ia

Heildregnu línurnar sýna meðalsjávarmálsþrýsting í nýliðnum júní, en litirnir vik frá meðallagi - bláir neikvæð vik. Það vekur athygli að varla sér í marktæk jákvæð vik á öllu svæði því sem kortið nær yfir. Lágþrýstingur hefur ekki verið í tísku í júní á þessari öld og þarf að fara aftur til 1994 til að finna hann jafnlágan eða lægri á þessum árstíma. 

w-blogg020717ib

Síðara kort dagsins sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins, meðalþykkt og þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því minni sem hún er því kaldara er loftið. Allmikið neikvætt vik sat í mánuðinum fyrir suðvestan land - og viðvarandi háloftalægð. Þykktarvikið yfir landinu er í kringum -20 metrar. Neðri hluti veðrahvolfs um -1 stigi kaldari en að meðaltali 1981 til 2010. - Mikil jákvæð þykktarvik voru hins vegar ríkjandi á meginlandi Evrópu - og hiti neðri hluta veðrahvolfs þar um +3 stig yfir meðallagi. Hins vegar var kalt í Finnlandi og þar austur af. 

Meðalhæð 500 hPa-flatarins hefur ekki staðið svona neðarlega í júní hér á landi síðan 1994. Aftur á móti var þykktin jafnlág og nú í júní 2012 og mun lægri en nú í júní 2011. Í þessum mánuðum tveimur var norðanátt eindregnari en í nýliðnum júní og allt annað veðurlag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1616
  • Frá upphafi: 2457365

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1460
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband