Ţrýsti- og ţykktarvik júnímánađar

Austlćgar áttir voru ríkjandi í júní - talsvert umfram međallag. Venjulega njóta vestlendingar góđs af slíku ástandi međan úrkomusamt er eystra. Nú brá hins vegar svo viđ ađ loftţrýstingur var talsvert neđan međallags - sá lćgsti í júní síđan 1994. Lćgđasveigju fylgir gjarnan óstöđugt loft og ţađ sér landslag ekki nćrri ţví eins vel og ţađ stöđuga. Austlćgu áttirnar voru ţví venju fremur blautar vestanlands - heildarúrkoma mánađarins um eđa yfir međallag - og sólskinsstundafjöldi líka í međallagi. En - ţrálát austanáttin skilađi óvenjumikilli úrkomu austanlands - júnímeti á nokkrum stöđvum.

En lítum á ţrýstivikakort evrópureiknimiđstöđvarinnar - miđađ er viđ árin 1981 til 2010.

w-blogg020717ia

Heildregnu línurnar sýna međalsjávarmálsţrýsting í nýliđnum júní, en litirnir vik frá međallagi - bláir neikvćđ vik. Ţađ vekur athygli ađ varla sér í marktćk jákvćđ vik á öllu svćđi ţví sem kortiđ nćr yfir. Lágţrýstingur hefur ekki veriđ í tísku í júní á ţessari öld og ţarf ađ fara aftur til 1994 til ađ finna hann jafnlágan eđa lćgri á ţessum árstíma. 

w-blogg020717ib

Síđara kort dagsins sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins, međalţykkt og ţykktarvik. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví minni sem hún er ţví kaldara er loftiđ. Allmikiđ neikvćtt vik sat í mánuđinum fyrir suđvestan land - og viđvarandi háloftalćgđ. Ţykktarvikiđ yfir landinu er í kringum -20 metrar. Neđri hluti veđrahvolfs um -1 stigi kaldari en ađ međaltali 1981 til 2010. - Mikil jákvćđ ţykktarvik voru hins vegar ríkjandi á meginlandi Evrópu - og hiti neđri hluta veđrahvolfs ţar um +3 stig yfir međallagi. Hins vegar var kalt í Finnlandi og ţar austur af. 

Međalhćđ 500 hPa-flatarins hefur ekki stađiđ svona neđarlega í júní hér á landi síđan 1994. Aftur á móti var ţykktin jafnlág og nú í júní 2012 og mun lćgri en nú í júní 2011. Í ţessum mánuđum tveimur var norđanátt eindregnari en í nýliđnum júní og allt annađ veđurlag. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 1128
  • Sl. viku: 2700
  • Frá upphafi: 2426557

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2404
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband