29.5.2017 | 18:08
Af hlýjustu maímánuðum
Útlit er fyrir að maímánuður 2017 verði meðal þeirra hlýjustu frá því mælingar hófust - en þó ekki methlýr. Hann á enn möguleika á að verða sá hlýjasti á öldinni. Landsmeðalhiti í byggð stendur nú í 7,3 stigum (gæti orðið 7,4), en á landsvísu varð hlýjast á öldinni (hingað til) í maí 2008, 7,2 stig.
Standi 7,3 stig þurfum við að fara aftur til 1946 til að finna hærri tölu, 7,4 stig. Svo hlýtt varð 1946 - og einnig 1928. Enn hlýrra var í maí 1939 (7,5 stig) og 1935 (7,6 stig). En þó meti verði ekki náð er árangurinn samt mjög góður.
Á einstökum stöðvum er meðalhiti það sem af er hæstur í Öræfasveitinni, í Skaftafelli er hann 9,1 stig og 9,2 stig við Sandfell.
Þó nú hafi verið athugað á þessum stöðvum í meir en 20 ár voru þær ekki í gangi í þeim maímánuðum sem eru hlýrri en sá núverandi. Við vitum því ekki hvort þær hefðu þá staðið sig enn betur heldur en þær stöðvar sem þá mældu hæstan meðalhita.
Hér að neðan eru tvær töflur sem sýna háan meðalhita í maí. Sú fyrri tekur nær til allrar meðalhitaskrár ritstjóra hungurdiska - en er ekki opinberun frá Veðurstofunni. Sú síðari er nær því að vera það - þar vantar elstu tölurnar. Satt best að segja eru elstu tölurnar harla vafasamar - og ekki mælt með því að þær séu teknar alvarlega.
röð | stöð | ár | mán | hiti °C | nafn | |
1 | 1 | 1830 | 5 | 11,2 | Reykjavík | |
2 | 817 | 1845 | 5 | 10,2 | Ofanleiti í Vestmannaeyjum | |
3 | 1 | 1845 | 5 | 10,0 | Reykjavík | |
4 | 20 | 1935 | 5 | 9,6 | Elliðaárstöð | |
5 | 846 | 1935 | 5 | 9,5 | Sámsstaðir | |
5 | 846 | 1946 | 5 | 9,5 | Sámsstaðir | |
7 | 422 | 1933 | 5 | 9,4 | Akureyri | |
8 | 20 | 1960 | 5 | 9,3 | Elliðaárstöð | |
9 | 772 | 2010 | 5 | 9,2 | Kirkjubæjarklaustur | |
9 | 817 | 1853 | 5 | 9,2 | Ofanleiti í Vestmannaeyjum | |
11 | 772 | 1946 | 5 | 9,2 | Kirkjubæjarklaustur | |
12 | 477 | 1939 | 5 | 9,2 | Húsavík | |
12 | 923 | 1935 | 5 | 9,2 | Eyrarbakki | |
14 | 983 | 1935 | 5 | 9,2 | Grindavík | |
15 | 817 | 1842 | 5 | 9,2 | Ofanleiti í Vestmannaeyjum | |
16 | 105 | 1935 | 5 | 9,1 | Hvanneyri | |
17 | 20 | 1941 | 5 | 9,1 | Elliðaárstöð | |
18 | 1 | 1842 | 5 | 9,1 | Reykjavík | |
19 | 772 | 1935 | 5 | 9,1 | Kirkjubæjarklaustur | |
19 | 923 | 1890 | 5 | 9,1 | Eyrarbakki |
Já, 11,2 stig í Reykjavík í maí 1830 hlýtur að vera vafasöm tala - en ábyggilega mjög hlýr mánuður samt. Tölur segja einnig að meðalhiti í Reykjavík í maí 1845 hafi verið mjög hár, 10,0 stig - reyndar var þá líka afbrigðilega hlýtt á Ofanleiti í Vestmannaeyjum hjá séra Jóni Austmann (sem þekktur er nú fyrir lýsingu sína á Kötlugosinu 1823). - En við vitum að sumarhitamælingar séra Jóns sýna almennt of háar tölur - bein eða óbein sólaráhrif valda því. Mjög erfitt er hins vegar að meta nákvæmlega hver þau voru - kannski verður það einhvern tíma mögulegt.
En maí 1845 hefur líklega verið hlýr mánuður. Svo komum við hins vegar að mun trúlegri tölum. Elliðaárstöðin í Reykjavík er vænn staður, meðalhiti í maí 1935 er talinn 9,6 stig þar, en var 9,3 stig á þaki Landsímahússins sem hin opinbera Reykjavíkurstöð var um þær mundir. Samræmingar við Veðurstofutún færa þá tölu niður í 8,9 stig sem nú er hin opinbera tala hlýjasta maímánaðar Reykjavíkurraðarinnar. Samræmingar sem þessar eru alltaf álitamál og eiga örugglega eftir að breytast í framtíðinni - alla vega verður að búa til nýja röð þegar Reykjavíkurstöðin verður enn á ný flutt í framtíðinni (vegna byggingalandsglýju sem nú blindar allt og alla - svo mjög að sólin virðist dauf í samanburði).
Fyrir neðan Elliðáatöluna eru svo tvær frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, maí 1935 og 1946. Sámsstaðir hefur helst hitaforskot á aðrar stöðvar á vorin, apríl- og maígott þar um slóðir.
Talan háa á Akureyri í maí 1933 (9,4 stig) hefur löngum talist dálítið vafasöm - ástæðan er sú að einmitt þetta afbrigðilega ár varð leiðinleg bilun í hitasírita sem alltaf var notaður við reikninga á næturhita (og þar með meðalhita) á Akureyri - reikningar voru því ekki gerðir nákvæmlega eins um þessar mundir eins og bæði rétt fyrir og eftir. Bilunin stóð frá því í mars og fram í júní. - En hlýr var þessi maímánuður víða fyrir norðan og vestan, sá hlýjasti sem vitað er um á 9 stöðvum. Maí 1935 er sá hlýjasti á 21 stöð. Við trúum þessari Akureyrartölu því (nokkurn veginn).
Ef við nú sleppum þessum vafasamari tölum um og fyrir miðja 19. öld af listanum verður hann svona:
röð | stöð | ár | mán | hiti °C | nafn | |
1 | 20 | 1935 | 5 | 9,6 | Elliðaárstöð | |
2 | 846 | 1935 | 5 | 9,5 | Sámsstaðir | |
2 | 846 | 1946 | 5 | 9,5 | Sámsstaðir | |
4 | 422 | 1933 | 5 | 9,4 | Akureyri | |
5 | 20 | 1960 | 5 | 9,3 | Elliðaárstöð | |
6 | 772 | 2010 | 5 | 9,2 | Kirkjubæjarklaustur | |
7 | 772 | 1946 | 5 | 9,2 | Kirkjubæjarklaustur | |
8 | 477 | 1939 | 5 | 9,2 | Húsavík | |
8 | 923 | 1935 | 5 | 9,2 | Eyrarbakki | |
10 | 983 | 1935 | 5 | 9,2 | Grindavík | |
11 | 105 | 1935 | 5 | 9,1 | Hvanneyri | |
12 | 20 | 1941 | 5 | 9,1 | Elliðaárstöð | |
13 | 772 | 1935 | 5 | 9,1 | Kirkjubæjarklaustur | |
13 | 923 | 1890 | 5 | 9,1 | Eyrarbakki | |
15 | 846 | 2008 | 5 | 9,1 | Sámsstaðir | |
16 | 477 | 1946 | 5 | 9,1 | Húsavík | |
16 | 798 | 1935 | 5 | 9,1 | Vík í Mýrdal | |
18 | 772 | 1941 | 5 | 9,0 | Kirkjubæjarklaustur | |
19 | 20 | 1947 | 5 | 9,0 | Elliðaárstöð | |
20 | 846 | 1947 | 5 | 9,0 | Sámsstaðir |
Tvær tölur eru á listanum frá þessari öld - á Sámsstöðum 2008 og Kirkjubæjarklaustri 2010. Vegagerðarstöðvar eru ekki á þessum lista - en hæstu maígildin þar eru frá Steinum 2008, 9,3 stig, úr Hvammi sama ár og 2010 (9,2 stig) og frá Sandfelli, líka 2008, 9,2 stig. Nú er spurning hver hæsta tala núverandi maímánaðar verður - skyldi hún komast á listann? -
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Skemmtileg þessi setnign hjá Trausta: "En þó meti verði ekki náð er árangurinn samt mjög góður"!
"Hlýindi" maímánaðar tengist þannig frammistöðu rétt eins og í einhverri keppni. En hver er það þá sem keppir? Drottinn allsherjar sem er sagður stýra veðri og vindum, veðurguðirnir (sem hljóta að vera heiðnir, sbr. fleirtöluna) eða þá kannski veðurfræðingarnir og Veðurstofan?
Ég hallast að hinu síðastnefnda. Það er fræðingunum okkar á Veðurstofunni að þakka að árangurinn sé mjög góður, þ.e. "hlýindin" í maí.
Svona til samanburðar má nefna að hitinn í Evrópu hefur verið allt að 30 stigum síðustu daganna og um 25 stig á Norðurlöndunum (borið saman við meðalhitinna hér, eða 7,2 stig!) þó aðeins sé farið að kólna þar núna. Einnig hefur verið mjög hlýtt á Bretlandseyjum.
Hverjum er sá "árangur" að þakka?
Fjórði möguleikinn, sem ég nefndi ekki áðan, gæti verið helsta hetjan í hlýindunum, þ.e. hin hnattræna hlýnun. Hún er þannig kannski bara af hinu góða, a.m.k. hérna á norðurslóðum?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 20:25
Hef sagt það áður. Að setja veðurupplýsingar fram á keppnisvísu skerpir á tilfinningu fyrir því hvað er óvenjulegt og hvað ekki. Það er ákveðið sálrænt vandamál að nútíminn er að lenda úr takti við helstu sveiflur náttúrunnar, dægursveifluna og árstíðasveifluna - árstíðasveiflan er sérlega vanmetin andlega. Það er helst að takti hennar sé nú haldið uppi af viðburðastjórnun amerískra gróðafyrirtækja - ókosturinn við þá skipan er að þeir árstíðabundnu viðburðir eru allir eins - hvað sem dagurinn heitir og því platárstíðir - jólin orðin að einum einum svörtum föstudegi í viðbót - páskarnir jafnaðir við jörðu. - Það er auðtengdast við árstíðasveiflu náttúrunnar í gegnum veður, gróður og ásýnd jarðar - að láta ár, árstíðir og einstaka daga keppa innbyrðis eykur tilfinningu fyrir því hvað er venjulegt og hvað ekki - eykur næmi fyrir umhverfinu. Það er í sjálfu sér engin „hetja“ í leiknum - árangur tilviljun að þakka - en rétt að muna að árangur getur líka orðið á kalda vænginn - slíkir keppendur hafa bara verið sjaldséðari hin síðari ár - en birtast væntanlega aftur í fyllingu tímans - eða það eldra gleymist svo að það sem þeim gömlu þykir bara nokkuð hlýtt þykir yngri kynslóðum kalt - vegna þess að þær hafa aldrei reynt annað.
Trausti Jónsson, 29.5.2017 kl. 21:46
Veðurtölfræði í keppnisanda er alltaf áhugaverð hvort sem um kulda eða hlýindi er að ræða. En burt séð frá því þá hljóta flestir hér á landi að vera sáttari við hlýtt vor en heldur kalt. Hlýindi eru reyndar farin að vera svo viðkvæmt mál fyrir marga að það má varla nefna þau á nafn öðruvísi en þau séu sett í eitthvert hnattrænt hlýnunardeilumálasamhengi. Og úr því minnst er á það í pistlinum þá vona ég innilega að Veðurstofutúnið og nánasta umhverfi fái að vera í friði fyrir byggingaráformum sem allra lengst. Það fer þó kannski að vera þörf á að grisja eitthvað hraðvaxandi trjágróðurinn sem hlýtur að fara, eða er þegar farinn, að skekkja veðurmælingar miðað við fyrri ár.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.5.2017 kl. 00:37
Virkilega skemmtileg framsetning um leið og ég hlusta á regnið bilja á rúðunum,rifja ég upp hvað það voru oft góðir sólardagar í fyrra...líkindi á að það verði eins veður á sama tíma og sama stað eru líklega hverfandi.Eitthvað hafa forfeðurnir spáð í þetta og úr því orðið "hjátrúin",,ef vetur og sumar frjósa saman,, og einhverjir aðrir veðurfræðilegir viðburðir þá merkir það eitthvað oftast eitthvað gott.
Lifi bjartsýnin!
Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2017 kl. 01:38
Mín veðurtilfinning er dálítið bundin gróandanum, og þá sérstaklega í trjágróðri, ekki síst þeim vilta rammíslenska.
Íslenska birkið lætur ekki auðveldlega plata sig of snemma af stað en skógarnir hér á Austurlandi, Egilsstaðaskógur og birkiskógurinn í Grænafelli í Reyðarfirði voru orðnir algrænir rétt upp úr 20. maí og flest garðtré um eða fyrir miðjan maí. Minni laufgun hef ég séð hér eystra á 17. júní !!
Svo berast fréttir úr Eyjafirðinum að sláttur sé að hefjast nú á lokadögum maímánaðar og útlit fyrir að bændur slái þrisvar í sumar.
Þetta vor er með ólíkindum og slær öll veðurmet í mínu hálfrar aldar veðurminni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2017 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.