Fjórir (fremur) óvenjulegir atburðir

Nú er maí að verða hálfnaður og hefur sýnt fremur óvenjulega veðráttutilburði 

Fyrst var það hitabylgjan. Hún var með öflugasta móti miðað við árstíma, sérstaklega voru dagarnir 3. og 4. óvenjuhlýir. Nimbusarbloggið gerir ágæta grein fyrir henni og er áhugasömum lesendum vísað þangað

Í öðru lagi mældist loftþrýstingur hærri en hann hefur orðið í maí í rúm 20 ár. Þrýstingurinn nú fór hæst í 1040,8 hPa á Reykjavíkurflugvelli. Það var 13. maí 1996 að þrýstingur fór síðast í 1040 hPa hér á landi, þá á Raufarhöfn. Til fróðleiks sjáum við hér töflu sem sýnir tilvik hærri maíþrýstings.

röðármándagurstöðpxtími nafn
21879551781044,424 Stykkishólmur
118945184221045,015 Akureyri
111932548151040,838 Stórhöfði
719355116751041,43 Teigarhorn
519475111042,412 Reykjavík
319485197721043,01 Kirkjubæjarklaustur
1019685177721041,020 Kirkjubæjarklaustur
419755279901042,87 Keflavíkurflugvöllur
619885162851041,713 Hornbjargsviti
819935122851041,35 Hornbjargsviti
819965135051041,33 Raufarhöfn
1120175814771040,821 Reykjavíkurflugvöllur

Þau eru hér í tímaröð - „stærðarröðina“ má lesa í fyrsta dálki. Hæsta gildið er orðið gamalt, 1045,0 hPa á Akureyri 18. maí 1894. Að meðaltali má búast við að þrýstingur fari yfir 1040 hPa á 10 til 15 ára fresti að meðaltali. Af töflunni sjáum við þó að þetta gerist mjög óreglulega, einu sinni tvö ár í röð, 1947 og 1948, en einu sinni liðu 38 ár á milli „atvika“. 

Þriðja óvenjulega atriðið er vindhraðinn á dögunum. Þann 10. reiknaðist meðalvindhraði í byggð 11,2 m/s sem er með mesta móti í maí - hefur að vísu orðið meira - en aðeins 1 sinni eða tvisvar á öldinni (í maí). Stormhlutfall var 19 prósent - og er það líka í meira lagi (aðeins 1 eða 2 tölur hærri á öldinni (í maí). Maívindhraðamet voru sett á allmörgum stöðvum - þar á meðal nokkrum sem athugað hafa alla öldina eða langur (Þverfjall, Bolungarvík, Siglufjörður, Hafnarmelar, Búrfell, Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdán og Mýrdalssandur).  - Sömuleiðis var óvenjuhvasst þann 12., meðalvindhraði 10,9 m/s. 

Það sem kom þó mest á óvart varðandi vindinn var að þetta reyndust vera næsthvassasti og fjórðihvassasti dagur ársins (til þessa). - Verður að teljast til marks um að vel hafi farið með veður í vetur. 

Fjórða óvenjuatriðið er úrkoman. Sólarhringsúrkoma á sjálfvirku stöðinni í Neskaupstað mældist meiri en 200 mm. Ekki hefur það enn verið staðfest - gæti tekið nokkurn tíma - en alla vega mældist sólarhringsúrkoma á mönnuðu stöðinni 159,6 mm þann 13. og er það meira en áður hefur mælst á íslenskri veðurstöð í maímánuði (ekki heldur staðfest). Gamla metið er 147,0 mm - sett á Kvískerjum í Öræfum þann 16. 1973. Sama magn mældist á sjálfvirku stöðinni í Grundarfirði 26. maí 2012. 

Hiti, loftþrýstingur, vindur og úrkoma. Allt úti á kanti nú fyrri hluta maímánaðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu telja veðurvitkar Veturstofunnar kuldatíðina í maí 2017 ekki til óvenjulegra veðráttutilburða, hvað þá hvítu "vetrarlegu" úrkomuna sumarið 2017 :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 12:33

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Kuldatíð? Miklar eru kröfurnar, maí er nú í 10. hlýjasta sæti á 141-árs listanum í Reykjavík og í Stykkishólmi er hann í því 3. til 4. á lista sem nær aftur til 1846. Á landsvísu hefur hiti verið undir meðallagi síðustu tíu ára aðeins 4 daga af 19 - og það aðeins lítillega hvern þeirra. Hvers vegna þetta öfugmælatal Hilmar?

Trausti Jónsson, 20.5.2017 kl. 12:56

3 identicon

Bestu þakkir fyrir svarið Trausti. Það er sjálfsagt að minna þig á eigin orð og annarra:

"Nú virðist norðankast í uppsiglingu (eins og áður hefur verið minnst á)." http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2195578/?fb=1

"Það var heldur vetrarlegt um að litast í Norðurfirði á Ströndum þann 1. maí" (og reyndar í 101 Rek líka): http://strandir.is/snjor-i-nordurfirdi-1-mai/

"Kólnar í næstu viku og það gæti snjóað": http://www.ruv.is/frett/kolnar-i-naestu-viku-og-thad-gaeti-snjoad

"Held­ur hef­ur kólnað í veðri á land­inu og á miðviku­dag": http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/05/08/spa_snjokomu_a_midvikudag/

"Næsta sól­ar­hring­inn verða mik­il um­skipti í veðri og út­lit er fyr­ir tals­vert hret sem verður hvað verst á Vest­fjörðum.": http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/05/09/spa_45_m_s_i_fyrramalid/

"í nótt gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu um landið Norðanvert": http://www.dv.is/frettir/2017/5/9/varud-stormur-og-snjokoma-morgun/

"Stormur víðast hvar og kuldi": http://www.visir.is/g/2017170508910/stormur-vidast-hvar-og-kuldi

"Nokkrum bílum og stórum sendibíl hlekktist á í vonskuveðri og slæmri færð á Steingrímsfjarðarheiði": http://www.ruv.is/frett/steingrimsfjardarheidi-lokad-vegna-ofaerdar

"Allt frosið á Þingvöllum": http://www.pressan.is/Veidipressan/LesaVeidi/allt-frosid-a-thingvollum?pressandate=20140414

"Ekkert lát er á stórhríðarveðrinu á fjallvegum Austfjarða í kvöld": http://www.ruv.is/frett/buid-ad-opna-thjodveg-1

"Flug­vél flug­fé­lags­ins Pri­mera Air rann út af braut­ar­enda brautar 19 í lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli síð­degis á föstu­dag": https://gestur.is/frettir/2017-05-02-flugbrautir-ruddar-fyrir-allar-lendingar-thegar-snjoar/

o.sv.frv. - og meðan ég man Trausti, hver eru hlutföllin í fjölda sjálfvirkra hitamæla vs kvikasilfursmæla hjá Veturstofunni í dag?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 15:17

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Kvikasilfursmælum hefur fækkað mikið á veðurstöðvum og eru nú um það bil 15 talsins á landinu - en voru um 80 þegar best lét. Eftir fáein ár verða engir eftir.

Trausti Jónsson, 20.5.2017 kl. 23:25

5 identicon

Endurteknar þakkir fyrir góð og athyglisverð svör. Samfara kerfisbundinni útrýmingu kvikasilfursmæla á Íslandi hefur meðalhiti rokið upp um 0,5°C - talandi um manngerða hækkun lofthita á pappírum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband