Myndarleg hæð

Nú er myndarleg hæð við landið. Henni hafa í dag fylgt óvenjuleg hlýindi miðað við árstíma enda er hún af hlýju gerðinni. 

w-blogg040517a

Spá evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir á hádegi á morgun fimmtudag og verður sjálfsagt nærri lagi. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykkt sýnd í lit. Bæði þykkt og hæð eru með hæsta móti. Hæð 500 hPa-flatarins hefur aðeins í örfá skipti orðið jafnhá eða hærri en þetta í maí, hæst um 5890 metrar þann 27. árið 1975. 

Þykktin virðist ætla hæst í um 5530 metra í þetta sinn, við vitum um nokkuð hærri maítölur, hæst í athugun yfir Keflavík í maí eru 5580 metrar, frá þeim 26. árið 1956 og endurgreiningin bandaríska segist muna eftir um 5580 í maílok 1915. Meiri þykkt en í dag mælist alloft hér við land í maí - en yfirleitt ekki fyrr en undir lok mánaðar. 

Loftþrýstingur er líka óvenjuhár, fer e.t.v. yfir 1040 hPa, það gerist í maí á aðeins 10 til 12 ára fresti að jafnaði. Hefur hins vegar ekki gerst síðan 1996.

Ritstjóra hungurdiska finnst hæðir sem þessar alltaf dálítið óþægilegar. Það er e.t.v. vegna þess að öfgar kalla oft á öfgar. Sé litið á nokkrar mestu maíháloftahæðirnar er hins vegar alveg upp og ofan hvað svo hefur gerst.

Eftirminnileg leiðindi urðu eftir methæðina 1975 - meðalhiti í júní innan við 8 stig í Reykjavík og rétt rúm 7 á Akureyri. Ámóta hæð kom hér svo í maí 1987 - en þá fór vel með. 

En auðvitað er rétt að fylgjast með þessari miklu hæð. 

Hitinn í dag (miðvikudag 3. maí) komst hæst í 22,8 stig, bæði í Ásbyrgi og í Bjarnarey. Þetta er landsdægurmet - og hefur hiti aðeins einu sinni mælst meiri svo snemma sumars. Það var í Ásbyrgi þann 29. apríl 2007 (minnir að framhaldið hafi valdið vonbrigðum). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sem hélt að það hafði verið lægðarveður í gær, ekki hæðarveður, slíkur var suddinn og vindurinn þar sem ég var staddur!

En hvað veit ég, sem ekki er veðurfræðingur! 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 05:31

2 identicon

gæti kaldaloftið ná undir hitan næganlegt logn er til þess í dag.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.5.2017 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 977
  • Frá upphafi: 2341351

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 895
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband