Hiti í apríl nærri meðallagi (á landsvísu)

Meðalhiti í byggðum landsins í nýliðnum apríl reiknast 2,2 stig og er það -0,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára, en +0,6 yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hann var +0,4 stigum ofan meðallags 80-ára, 1931 til 2010. 

Öldin, það sem af er hefur almennt gefið okkur nokkuð hlýja aprílmánuði sé borið saman við lengri tíma.

Landsmeðalhiti í apríl 1823 til 2017

Myndin sýnir landsmeðalhita allt aftur til 1823. Hafa verður í huga að tíminn fyrir 1874 er harla óviss, breytileiki milli ára er þá vafalítið ofmetinn vegna þess hversu fáar stöðvar mældu. Vonandi nást smám saman betri tök á þessu tímabili þegar vinnsla mælinga verður lengra komin en nú er. 

Langkaldasti aprílmánuðurinn, 1859, er reyndar mjög frægur að endemum. Veturinn kallaður „álftabani“. Mælingar norðanlands og í Stykkishólmi sýna gríðarlegan kulda fram yfir þann 20., en þá kom bati. Í Reykjavík var skárra - en því miður vantar þetta ár í mælingar í Vestmannaeyjum. Ekki er vafi á hlýindum í apríl 1852, en kannski slær aðeins á þau þegar fleiri stöðvar bætast við. 

Það er apríl 1974 sem er hlýjastur - eins og langminnugir muna. Það er eftirtektarvert að hlýskeiðið mikla á 20. öld er alveg „sundurklippt“ í apríl, Kaldir aprílmánuðir voru viðloðandi landið árum saman frá 1947 til 1953. 

Leitni yfir tímabilið allt reiknast 1,0 stig á öld - gríðarmikið auðvitað, en hún verndar okkur ekki frá illu. Framtíðin er algjörlega óháð henni einni og sér, auk þess sem breytileiki milli ára og tímabila getur falið hana langtímum saman eins og sjá má á myndinni.

Þessi mynd á að sýna landið allt - en í raun er töluverður munur á leitni á landinu sunnan- og norðanverðu. Hafístengdir vorkuldar 19. aldar voru vægari syðra - að vísu ekki alltaf en þó þannig að það kemur vel fram í meðaltölum. Leitni Reykjavíkurhitans (þó vafasamt sé að reikna hana) virðist þannig nokkru minni en landsleitnin. 

Við lítum e.t.v. á það mál fljótlega - ef ritstjóri heldur striki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 46
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 1011
  • Frá upphafi: 2420895

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 888
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband