Hlýnandi veður?

Af einhverjum dularfullum ástæðum virðist sem tíðni hitabylgja nærri Íslandi sé heldur meiri í vikuveðurspám heldur en í raunveruleikanum. Ritstjóri hungurdiska verður reyndar að játa að hann hefur ekki gert neina úttekt á þessum alvarlega grun. Þess vegna kemur alltaf upp meiriháttar efi þegar óvenjuleg hlýindi koma upp í langtímaspám. 

En spárnar hafa samt verið að þrjóskast við og eru þrálátt að gefa til kynna að hann hlýni verulega um eða fyrir miðja næstu viku - meira að segja halda safnspár evrópureiknimiðstöðvarinnar því fram að yfir 95 prósent líkur séu á því að hiti í 850 hPa-fletinum (í um 1500 metra hæð) verði 8 stig eða meira yfir meðallagi árstíma á miðvikudaginn kemur. - Við skulum hafa í huga að 95 prósent líkur í spákerfinu samsvara ekki endilega 95 prósentum í raunheimi - og verða ef til vill aðrar á morgun. 

w-blogg300417a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á miðvikudag. Heildregnu línurnar sýna þykktina - hún á að vera meiri en 5540 metrar yfir landinu norðanverðu og hiti í 850 hPa (litir) meiri en 8 stig. 

Nú er það svo (eins og venjulega) að kalt loft getur legið yfir landinu undir hlýja loftinu - sjór og yfirborð lands eru treg til að hlýna - sérstaklega þar sem orka fer líka í að bræða snjó. Því þarf vind - og helst sólskin líka til að ná hitanum á strik hér í mannheimum - jafnvel þótt þessi háloftaspá rættist. 

En svona mikil þykkt - og svona hár hiti í 850 hPa eru óvenjuleg í maíbyrjun - og þess vegna hóflega trúverðug - þar til tveggja daga spárnar fara að grípa stöðuna. En ef vel tekst til er tilefni til allt að 22 stiga hita einhvers staðar á landinu þar sem vinds og sólar nýtur. 

En þeir sem nenna ættu að rifja upp gamlan pistil hungurdiska þar sem fyrirsögnin var: „Á útjaðri hins líklega“.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 153
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 1118
  • Frá upphafi: 2421002

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 984
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband