27.4.2017 | 00:03
Sein lágmörk (?)
Fyrir nokkrum dögum, aðfaranótt þess 24. apríl, gerðist það að hiti á fáeinum veðurstöðvum mældist lægri en áður á árinu til þessa. Lægsti hiti á einstökum veðurstöðvum fyrri hluta árs mælist yfirleitt á tímabilinu frá því í janúar til mars, stöku sinnum fyrstu dagana í apríl, en mjög sjaldan síðar.
Til þess að þetta gerist þarf nokkuð snarpt síðbúið kuldakast, en sömuleiðis þarf árið fram að því að hafa verið hlýtt - rétt eins og verið hefur í vetur.
En spurning vaknaði um hversu algeng svona síðbúin lágmörk séu og hver sé síðasta dagsetning lægsta lágmarks fyrri hluta ársins. Gagnagrunnur Veðurstofunnar svarar því vonandi nokkurn veginn rétt. Hægt er að leita um 90 ár aftur í tímann - en lágmarksmælingar voru framan af nokkuð gisnar, stöðvar voru fáar og lágmarksmælar ekki notaðir á þeim öllum. Eftir því sem stöðvum hefur fjölgað - og þá sérstaklega eftir að sjálfvirku stöðvarnar komu til sögunnar eru líkur á afla meiri - færra fer framhjá þéttu mælikerfi heldur en gisnu.
Það er ekki nema í tveimur kuldaköstum sem lágmörk fyrri hluta ársins hafa komið seinna en nú var, það er að segja seinna en 24. apríl
Merkilegt kuldakast gerði um mánaðamótin apríl/maí 2013. Um það var fjallað í pistlum hungurdiska á sínum tíma t.d. þeim frá 29. apríl. Þann 30. mældist lægsti hiti ársins fram a því á 16 sjálfvirkum stöðvum og einni mannaðri - og í kjölfarið þann 2. maí mældist lægsti hiti ársins fram að því á fjórum sjálfvirkum stöðvum. Þetta eru síðbúnustu lágmörk sem við vitum um á landinu. - Þess má geta að ekkert þessara lágmarka varð lægsti hiti ársins 2013 - haust og snemmvetur síðar á árinu gengu frá þeim.
Hitt tilvikið var vorið 1932, en þá mældist lægsti hiti ársins fram að því á tveimur stöðvum (Grímsey og Hraunum í Fljótum) þann 25. apríl. Einstök hlýindi höfðu verið í vetrarmánuðunum þetta ár - og gerðu þau þennan atburð mögulegan.
En á landinu öllu? Jú, árið 2013 mældist lægsta lágmark fyrri hluta árs ekki fyrr en 12. apríl (þá í Svartárkoti). Þann 14. apríl 1914 mældist frostið á Grímsstöðum á Fjöllum -24,0 stig - það mesta sem við vitum um á landinu fyrri hluta árs það árið. - En lítið er af dagsettum lágmörkum frá þessum tíma í gagnagrunninum - vonandi komast þau þangað síðar.
Í Reykjavík er síðasta dagsetning lágmarks að vori 12. apríl, það var í páskahretinu fræga 1963 og þess má geta að sú næstsíðasta er 9. apríl, í páskahretinu mikla 1917 sem fjallað var um á dögunum hér á hungurdiskum. Á Akureyri hefur lægsta lágmark fyrri hluta árs aldrei mælst í apríl, síðasta dagsetning þar er 28. mars 2009.
Lægsti hiti á landinu það sem af er ári mældist í Möðrudal 14. janúar, -24,7 stig. Það er vægast sagt ólíklegt að við sjáum lægri tölu en það úr þessu - og lægri tala hefur ekki sést að haustlagi fyrr en 4. nóvember (gæti auðvitað dottið inn eitthvað fyrr í haust - hver veit).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 322
- Sl. sólarhring: 435
- Sl. viku: 2684
- Frá upphafi: 2410986
Annað
- Innlit í dag: 272
- Innlit sl. viku: 2355
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Í huga mínum tekur sig upp gömul getspá sem styðst við ferlið og líkndin,en stundum gerist það óvænta,eins og þegar Ísland sigraði England í fótbolta,með góðri kveðju.
Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2017 kl. 02:33
veturin ætlar að valda mér vonbrigðum þokkalega hlír vetur en vorið virðist koma á réttum tíma svona hérumbil en til að halda í hefirnar skulum við vonast eftir mjög köldum mái og snjói á 17.júni.. væri að fullkomna ar ofstækistrúarmenn bæði hlinda og kaldlinda spámenn um að heimsendir sé í námd
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.4.2017 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.