26.4.2017 | 00:35
Í leit að vorinu 9
Landið bregst misjafnlega við vorinu. Fjallað hefur verið um það áður á hungurdiskum, en við skulum samt rifja eitthvað upp.
Árstíðasveifla hitans er ekki jafnstór á öllum veðurstöðvum landsins, né eins í laginu. Hver stöð á sér vik frá meðaltali landsins í hverjum mánuði. Við lítum á landfræðilega dreifingu útgilda á árstíðasveiflu þessara vika. (Hljómar vel - ekki satt).
Ekki kemur á óvart að tiltölulega kalt er inn til landsins á vetrum og þá er hiti þar lægstur miðað við landsmeðaltalið. Öðru vísi er farið á sumrin, þá er hiti inn til landsins hærri en landsmeðalhitinn. Á sumrin er kalt við sjóinn en þar er tiltölulega hlýtt á vetrum. Til viðbótar þessum almennu og lítt óvæntu sannindum koma smáatriði á óvart.
Kortið veitir svar við því hver sé hlýjasti mánuður ársins á ýmsum veðurstöðvum - miðað við landsmeðaltal. Sums ataðar á landinu sunnan- og suðvestanverðu er það apríl - þar vorar fyrr en annars staðar á landinu. Víða norðanlands er júní hlýjastur miðað við landsmeðaltalið - snjór er bráðnaður af láglendi - innar og ofar er það júlí sem stendur sig best - það gerir júlí líka í uppsveitum á Suðurlandi.
Veturinn er hlýr að tiltölu við strendur landsins - miðað við landsmeðaltal. Strendur á Norður- og Austurlandi eru hlýjar í janúar, og suðaustur- og suðurströndin í febrúar og mars. Á landinu norðvestanverðu er það hins vegar nóvember.
En við erum hér að einbeita okkur að vorinu. Reykjavík er vorstöð - þá er þar hlýrra að tiltölu en annars staðar á landinu. Berum hana saman við tvær aðrar stöðvar og veljum Stykkishólm og Akureyri.
Myndin að ofan sýnir mismun á sólarhringsmeðalhita í Reykjavík og Stykkishólmi alla daga ársins (og 6 mánuðum betur). Mestur munur á hita stöðvanna er á vorin - hámarkið er á hörpu. - Frá og með miðjum maí slaknar á muninum. Þetta er tímabil norðaustannæðinga, loftþrýstingur er hár, þurrar norðlægar áttir tíðar.
Hitamunur stöðvanna minnkar síðan eftir því sem líður á, nokkuð jafnt og þétt þar til lágmarki er náð í nóvember - fyrri mynd sýndi nóvemberhlýindi um Breiðafjörð og Vestfirði. Þetta eru áhrif frá sjónum, geymsla hlýinda sumarsins - nýtur þeirra svo í janúar austur með Norðurlandi og suður með Austfjörðum? Eru þau komin til stranda Austur-Skaftafellssýslu í mars? Eða fellur mismunarferill hita í Reykjavík og Stykkishólmi að einhverju leyti saman við útbreiðslu hafíssins í Grænlandsundi? Sjáum við hana hér?
Ritstjórinn á einhvers staðar ámóta mynd sem ber saman Reykjavík og Hornbjargsvita og lítur hún svipað út.
En lítum nú á Norðurland. Við veljum Akureyri, en hefðum getað valið Skagafjörð - annað svæði þar sem júní er hlýjastur miðað við landsmeðaltalið - útkoman er þar hin sama (um það í fornum hungurdiskapistli).
Hitamunur Reykjavíkur og Akureyrar er allt annar en sá sem við sáum á fyrri mynd. Um 1,5 stigi hlýrra er í Reykjavík en á Akureyri að vetrarlagi, en munur hita staðanna er lítill á sumrin. Það merkilegasta við myndina er að skiptin á milli vetrar og sumars eiga sér stað nánast á einum degi, 19. maí. Minna má á að hátt í 70 ár af mælingum liggja hér að baki. Það er varla tilviljun að þetta er einmitt um það leyti sem þrýstivindurinn slakar á taki sínu á landinu - og landið sjálft tekur við stjórninni (sjá fyrri pistil) - en væntanlega kemur snjóleysing á Norðurlandi einnig við sögu. Haustið kemur ekki alveg jafn snögglega.
Þó myndin af kaldasta mánuði ársins - miðað við landsmeðaltal - komi hér málinu ekkert við skulum við láta hana fljóta með til gamans.
Inn til landsins er veturinn kaldastur að tiltölu, ýmist desember, janúar, febrúar eða mars. Vor og snemmsumar er kaldast strendur landsins, sumarið á Austfjörðum og með suðurströndinni til Reykjaness. Nóvember í lágsveitum á Suðurlandi. Ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Allt saman rökrétt á einhvern veg (eða er það ekki?).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 897
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 3287
- Frá upphafi: 2426319
Annað
- Innlit í dag: 797
- Innlit sl. viku: 2953
- Gestir í dag: 780
- IP-tölur í dag: 718
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.