Fyrra magnmet jafnað (eða nærri því)

Óvenjuúrkomusamt hefur verið um nokkurra mánaða skeið um landið suðvestanvert. Úrkoma hefur reyndar víða verið mikil á landinu í vetur, en ekki þó jafnsamfelld og á Suðvesturlandi. Er að vonum að spurt sé hvort um metmagn hefi verið að ræða. 

Hér er miðað við tímabilið október til febrúar. Við eigum til mælingar í Reykjavík samfellt aftur til 1920, og einnig um tveggja áratuga skeið undir lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Myndin hér að neðan nær til þessa tíma.

Reykjavík Úrkoma í október til febrúar

Lóðrétti ásinn sýnir magn í mm, en sá lárétti tíma. Eins og áður sagði nær summan til mánaðanna fimm, október til febrúar. Ártalið er sett í lok tímabilsins. 

Hér má greinilega sjá að úrkomumagnið í vetur hefur verið mjög óvenjulegt - mun meira en það sem venjulega er. Alls mældust 691 mm í Reykjavík. Hefur þó einu sinni mælst meira, það var í október 2007 til febrúar 2008, 698 mm (þá var reyndar september alveg sérlega úrkomusamur líka - sem ekki var nú). Ef við teljum september með fer 2007 til 2008 marktækt framúr nútímanum.  

Munurinn á 691 mm og 698 mm er auðvitað ekki marktækur - en það er heldur ekki munurinn á þeim 685 mm sem mældust á þessu sama tímabili 1920 til 1921 og úrkomunni nú. - Þeir sem vilja hreina lista segja samt að úrkoman nú hafi verið sú næstmesta í mánuðunum fimm - og því sé ekki um met að ræða. 

Úrkoma var ekki mæld í Reykjavík á árunum 1907 til 1919, en hluta þess tíma var mælt á Vífilsstöðum. Úrkoma var þar lengst af „grunsamlega“ lítil - en svo bar þó við að í október 1912 til febrúar 1913 mældist hún 731 mm - miklu meiri en aðra vetur mælinganna - og enn meiri en í Reykjavík nú. - Þetta varð aðfararvetur rigningasumarsins mikla 1913. 

Úrkoma vetrarins segir ekkert um sumarið. Sumarið 2008 var mjög hagstætt í Reykjavík eins og margir muna - mjög ólíkt sumrinu 1913. Sumarið 1921 var hins vegar mjög kalsamt - og lítt hagstætt (stöðugt var að snjóa í fjöll) en telst þó ekki rigningasumar. Þessi þrjú sumur, 1913, 1921 og 2008 voru hvert sinnar gerðar. 

Jón Þorsteinsson landlæknir mældi úrkomu í Reykjavík og í Nesi á árunum 1829 til 1854. Einu sinni mældist úrkoma í október til febrúar vel yfir 600 mm. Það var 1829 til 1830. Þá varð sumarið kalt og þurrt í Reykjavík - grasbrestur - en nýting hin besta. 

Sumarið 2017 er enn óskrifað blað. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg ótrúleg úrkoma!

Ef við skiptum þessu upp í mánuði þá var úrkoman mest í október eða 207 mm. Í nóvember var hún um 127 mm og tæpir 147 mm í desember. Janúarmánuður var í meðallagi eða 83 mm en í febrúar var úrkoman um 126 mm.

Þetta eru allt metmánuðir eða því sem næst nema janúar.

Var ekki verið að spá því að hnattræn hlýnun á norðurslóðum yrði mest á veturna og úrkoman myndi aukast mikið? Kannski eitthvað sem við megum búast við í framtíðinni?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 904
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3294
  • Frá upphafi: 2426326

Annað

  • Innlit í dag: 804
  • Innlit sl. viku: 2960
  • Gestir í dag: 786
  • IP-tölur í dag: 723

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband