Tilbreyting (eða umskipti)

Reiknimiðstöðvar eru nú furðusammála um að ákveðin fyrirstöðuhæð muni myndast fyrir norðan land og/eða yfir Grænlandi næstu daga. Fari svo verður breyting á veðri frá því sem verið hefur að undanförnu - það styttir upp og birtir um landið sunnanvert. Fyrirstöður sem þessar geta verið þaulsetnar - ekki þó alltaf. 

Þegar þetta er ritað (síðdegis laugardaginn 25. febrúar) er helst útlit fyrir að talsvert muni snjóa víða um landið sunnanvert aðfaranótt sunnudags og rætist sú spá - og spáin um fyrirstöðuhæðina gæti sá snjór legið einhvern tíma. Hann eykur líka líkur á að veður kólni samfara breytingunni. 

w-blogg250217

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna á hádegi á miðvikudag 1. mars og á við um 500 hPa-hæðina og þykktina. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er - því hlýrra er loftið. 

Rætist þessi spá verður norðaustanátt ríkjandi hátt til lofts - og hæðarsveigja á jafnhæðarlínum - þurrklegt sunnanlands - en einhver úrkoma norðaustanlands í áhlaðandanum. 

Eins og sjá má er þetta hlý fyrirstaða. Ef ekki væri snjór og vindur fremur hægur væri nær frostlaust - en ætli við reiknum nú samt ekki með því að þykktin ofmeti hér hitann - kaldara loft úr norðri stingur sér undir í neðstu lögum (það er algengast í þessari stöðu) - og síðan er varmajöfnuður mjög neikvæður yfir alhvítri jörð í björtu veðri - .

Eitthvað mun því kólna. 

En reiknimiðstöðvar greinir svo nokkuð á um framhaldið - líka frá einni spárunu til annarrar. Stundum virðist eiga að kólna meira - en aðrar spár setja vindinn í austlægari stefnu með hægum hlákum. - Ritstjóri hungurdiska hefur auðvitað enga glóru um hvort verður - eða eitthvað allt annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 94
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 2338
  • Frá upphafi: 2411758

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1988
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband