Af kuldaköstum (og kuldakastaţurrđ)

Áriđ 2003 tók ritstjóri hungurdiska saman fróđleik um kuldaköst og kalda daga. Ţar reyndi hann ađ slá á breytileika ţeirra í áranna rás og tilraun var gerđ til skilgreininga. 

Síđan eru liđin mörg ár, en satt best ađ segja hefur lítiđ bćst viđ síđan - hálfgerđ kuldakastaţurrđ hefur veriđ ríkjandi í 15 ár. Ţeir sem vilja fá allan sannleik um mismunandi skilgreiningar ritstjórans á kuldaköstum geta lesiđ um ţćr í ritgerđinni sem vísađ er í hér ađ ofan - en í grófum dráttum heimtar hann ađ sólarhringslágmarkshiti - eđa lćgsta lágmark mánađar á veđurstöđ fari niđur í -12,0 stig eđa neđar til ađ fariđ sé ađ telja. Síđan er reiknađ hversu stór hluti allra veđurstöđva nćr markinu hverju sinni.

Kuldaköst 1924 til 2016

Upplýsingar um daglegan lágmarkshita veđurstöđva er ađgengilegur í stafrćnum grunni aftur til 1949 - gagnaröđin sem verđur til úr ţeim er ađ vísu ađeins bjöguđ fyrir 1961 (kuldaköst voru ţá ađeins fleiri en dagavísir sýnir á myndinni hér ađ ofan). 

Lárétti kvarđinn sýnir ártöl - allt aftur til 1924. Lóđréttu kvarđarnir aftur á móti kuldakastavísitölurnar tvćr - talnagildin skipta litlu - hlutfallslegur samanburđur ára og tímabila öllu. 

Gráu súlurnar sýna dagavísitölu einstakra ára (kvarđinn til hćgri) - kuldakastaţurrđ síđustu ára er áberandi. Grćni ferillinn er 7-árakeđja. 

Kuldaköstin voru stríđust 1969 og 1968 og svo 1973, 1979 og 1981. Sérstađa hafísáranna er hrópandi. 

Rauđi ferillinn er mánađavísirinn sem viđ getum dregiđ aftur til 1924. Hann hefur líka dottiđ mjög niđur - en var líka nokkuđ lágur á hlýskeiđinu á fjórđa áratugnum. 

Mannađa stöđvakerfiđ er mjög ađ gisna á síđustu árum ţannig ađ ritstjóranum fannst vissara ađ bera saman ţessar tölur og samsvarandi gögn úr sjálfvirku mćlingunum. Efnislega er niđurstađan sú sama - kuldaköstum hefur fćkkađ merkjanlega - meira ađ segja sé ađeins litiđ til síđustu tuttugu ára. 

Í ritgerđinni áđurnefndu leit ritstjórinn einnig til lengri tíma og notađi daglegar mćlingar í Stykkishólmi. Smábreyting er gerđ hér - nú er miđađ viđ ađ međalhiti sólarhringsins í Hólminum sé -9,0 stig eđa lćgri ţegar fariđ er ađ telja. Útkoman er ţessi mynd.

Kuldaköst 1846 til 2016

Hér er fariđ aftur til 1846 - en ađeins sýndar 7-árakeđjur. Rauđi ferillinn er sá sami og á fyrri mynd. Kuldaköst á hafísárunum lyftast upp úr fjöldanum. Sama gerist í Stykkishólmi. Viđ sjáum líka ađ smáhóll er um og uppúr 1940 - ritstjórinn hefur stundum kallađ ţau ár „litlu hafísárin“ en meiri ís var ţá norđurundan en árin á undan og eftir. Virđist hafa nćgt til ađ lyfta kuldavísum lítillega - ţótt hlýtt hafi annars veriđ ţessi ár. 

En ástandiđ fyrir 1920 er einfaldlega allt annađ - nema kannski allra fyrstu ár ţessara mćlinga - ţá var líka hafísrýrt í fáein ár. 

Eru kuldaköst ţá alveg horfin? Nei, vćntanlega ekki. Ţađ vćri alla vega alveg međ ólíkindum ef ástand undanfarinna 15 ára héldist til frambúđar hvađ ţetta snertir. Ađ vísu gerir ísinn sig ekki líklegan til stórrćđa í augnablikinu en veđurlag međ miklum ís viđ Austur-Grćnland er alveg hugsanlegt í framtíđinni - jafnvel fyrirvaralítiđ - hvađ sem hinni miklu almennu hnattrćnu hlýnun líđur. Ţađ er ţó viđbúiđ ađ ţađ verđi međ öđrum hćtti en áđur - árstíđasveifla útbreiđslunnar kannski stćrri en tíđkađist á ísatíđ fyrrum. 

Fyrir nokkrum dögum lak listi fram úr fingrum ritstjórans yfir á fjasbókarsíđu hungurdiska - án ţess ađ komast á bloggmiđilinn. Ţađ var ţetta: 

Vandrćđatíđarfar ţá og nú? Áđur fyrr var ţetta eins og hörkuskotleikur. Var hćgt ađ sleppa í gegnum áriđ án ţess ađ lenda í einhverju af ţessu án stórtjóns eđa bana? Hvađ međ nútímann?

1. Frosthörkur (á auđa jörđ)
2. Fannkomur
3. Áfređar
4. Vorharđindi
5. Vor- og sumarţurrkar
6. Rigningasumur
7. Haustrigningar
8. Hafís
9. Illviđri

Eins og sjá má hér ađ ofan ţekkjast frosthörkur lítt á síđari árum nema rétt staka daga og varla ţađ (gćtu ţó vel komiđ). Myndu valda ýmsum vandrćđum – lítt fyrirséđum ţó. Margs konar atvinnustarfsemi hefur sprottiđ upp sem lítiđ sem ekkert hefur tekist á viđ ţennan vanda og veit lítt hvađ hún ţolir. Veitufyrirtćki hafa ţó gefiđ ţeim gaum – og hafa ákveđnar áhyggjur. Fiskeldi gćti lent í miklum vanda.

Viđ ţurfum á mönnuđum veđurathugunum ađ halda til ađ meta tíđni hríđarbylja - einu sinni tók ritstjórinn saman pistil um breytileika ţeirra. Kannski er kominn tími til ađ endurnýja hann (ef ţađ er ţá hćgt). 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 264
 • Sl. sólarhring: 416
 • Sl. viku: 1580
 • Frá upphafi: 2350049

Annađ

 • Innlit í dag: 235
 • Innlit sl. viku: 1438
 • Gestir í dag: 232
 • IP-tölur í dag: 224

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband