Af loftþrýstingi og hita

Það er ekkert beint samband á milli loftþrýstings og hita hér á landi. Við lítum á mynd þar sem sjá má ástandið í febrúarmánuði í Reykjavík. - Þessi pistill er nú býsnaþurr og varla fyrir nema fáa. 

w-blogg190217

Lárétti ásinn sýnir meðalþrýsting febrúarmánaðar, en sá lóðrétti hitann. Fylgnin er engin - en við drögum samt aumingjalega línu í gegnum ártalaskýið. Þeir sem vilja sjá ártölin betur líta á pdf-viðhengið. 

Við höfum samt á tilfinningunni að hitinn dreifist meira háþrýstimegin á myndinni heldur en í lágþrýstingnum - í febrúar sem á lægstan þrýstinginn (1990 - kross lengst til vinstri á myndinni) er hiti nærri meðallagi. Svo er það merkilegt að þeir febrúarmánuðir sem eru hlýjastir allra (1932 og 1965) eru jafnframt þeir þrýstihæstu. 

Febrúar í ár (2017) ætti að verða á þeim slóðum sem örin bendir. 

En förum nú upp í 500 hPa-flötinn - í rúmlega 5 km hæð.

w-blogg190217b

Við getum ekki teygt okkur eins langt aftur í tíma - förum samt aftur til 1921. Hér sýnir lárétti ásinn hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 m). Svo bregður við að greinilega er samband á milli hæðarinnar og hitans - fylgnistuðull er stærri en 0,5. 

Það má heita regla að hlýtt sé í háloftum sé 500 hPa-flöturinn hár. 

Samband á milli loftþrýstings og 500 hPa-hæðar er líka gott - en víkur þó út af. Hér má e.t.v. sjá að loftþrýstingur getur verið hár af tvennum ástæðum. Annað hvort er 500 hPa-flöturinn hár (og hlýtt í háloftum) - eða þá að köldu (og þungu) lofti hefur tekist að leggjast að í neðstu lögum (án „vitneskju“ háloftanna). 

Í febrúar 1932 og 1965 var mjög hlýtt í háloftunum yfir landinu - og þeirra hlýinda naut við jörð. Í febrúar 1947 var þrýstingur nærri því eins hár (sjá fyrri myndina) - en hæð 500 hPa-flatarins í rétt rúmu meðallagi (síðari mynd).

Líklegt er að í mestu hafísárum 19. aldar hafi 500 hPa-flöturinn stöku sinnum verið hár án þess að hlýindin næðu til jarðar - margir slíkir mánuðir myndu spilla sambandinu sem myndin sýnir. Ófullkomnar endurgreiningar (sem ná aftur fyrir 1880) benda helst á febrúar 1881 sem slíkan spillimánuð. 

En smámunasömum er bent á viðhengin - þar sjást ártöl mun betur. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband