8.2.2017 | 19:26
Um stöðu frá októberbyrjun
Smávegis um stöðuna. Þó hlýtt hafi verið bæði í febrúar - og allan tímann frá áramótum - er hitinn þennan tíma samt langt frá metum. En allur tíminn frá 1. október hefur hins vegar aðeins einu sinni verið hlýrri í Reykjavík heldur en nú. Það var 1945 til 1946. Meðalhiti þessa tíma nú er 4,0 stig, en hefur mestur orðið 4,2 stig. Þetta er lítill munur.
Febrúar 1946 var ekki kaldur, en meðalhiti var þó ekki nema -0,1 stig. Meðalhiti mánaðanna október til febrúar (samtals) var hæstur 2002 til 2003, 3,5 stig, næsthæstur 1945 til 1946, líka 3,5 stig og þriðjihæstur 1941 til 1942, 3,2 stig. Ritstjóra hungurdiska sýnist að eigi hitinn nú (október til febrúar) að verða fyrir ofan öll þessi tímabil þurfi meðalhiti í núlíðandi febrúar að verða að minnsta kosti 1,7 stig. - Sem er auðvitað vel hugsanlegt - ennþá. - Sérstaklega ef við förum að trúa spá evrópureiknimiðstöðvarinnar á kortinu hér að neðan sem gildir fyrir næstu tíu daga - að vísu í 850 hPa - og hlýindi þar uppi skila sér sjaldnast til jarðar í hafátt.
Meðalhiti í Reykjavík það sem af er febrúar nú er 3,4 stig - sömu febrúardagar hafa 13 sinnum verið hlýrri svo vitað sé.
Úrkoma frá 1. október hefur líka verið óvenjumikil, komin yfir 610 mm. Hefur aldrei verið meiri á sama tíma - svo vitað sé - en nokkrum sinnum litlu minni en nú.
Sólskinstundir hafa verið óvenjufáar - munar mest um sólarlítinn október - því sólarstundir geta aldrei orðið margar í desember og janúar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 62
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 1643
- Frá upphafi: 2457303
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1489
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er sparðatíningur, en víst hefur átt að standa fremst í pistlinum „Þó hlýtt hafi verið bæði í janúar…“.
Birnuson, 9.2.2017 kl. 00:01
Þakka athugasemd - rétt er að óskýrt er orðað - en þetta er svona - á annars vegar við febrúar (það sem af er) en hins vegar við meðaltal 39 daga frá áramótum - en ekki janúar einan og sér.
Trausti Jónsson, 9.2.2017 kl. 00:56
ætli verði ekki svipað veður næstu tvær vikurnar ef hjátrúin ræður bara spurníng um él eða skúri. því miður. hef feingið nóg af votviðrinu. er farin að hafa áhyggjur af gróðurin fari að lifna við. en eflaust er ég ílla haldin af útlendíngagróðursfordómum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 05:51
p.s. átta mig reindar ekki á hversvegna lægðin tók ekki með sér kalda loftið sem stalst suður eftir grænlandi frá kanada, gæti verið að það skreppi í sólina á bretlandi næstu daga
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 05:59
Gróður er þegar farinn að að lifna við. Það er töluverður nývöxtur í grasflötinni hjá mér, ýmsir laukar spretta hratt þessa dagana og sjá má blöð skjótast upp úr moldinni hér og þar. Jarðarberjaplönturnar hafa ekki misst græna litinn í allan vetur og hefur þó ekkert hlíft þeim annað en það að standa sunnan undir vegg. Fyrstu blómin láta vafalaust sjá sig fyrir lok mánaðarins.
Birnuson, 9.2.2017 kl. 22:59
„ ... því það er góugróður, vinur minn,
sem grær oft fljótt, en stendur skjaldan lengi. “
(Þorsteinn Erlingsson)
„ ... og allt gat verið svikult og endasleppt, það sannaði best góugróðurinn, sem sjaldnast lifði langt fram á vorið.“ (Þórður Tómasson í Skógum)
Trausti Jónsson, 9.2.2017 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.