16.1.2017 | 22:54
Nokkur órói
Veðurspár eru mjög órólegar þessa dagana (órólegri heldur en veðrið sjálft?). Sterkir háloftavindar blása nú yfir landinu - ekki er langt í kalt loft norðurundan, en jafnframt leitar sunnanátt lags fyrir sunnan land. - Reiknimiðstöðvar hafa verið óvissar í meðferð stöðunnar - en svo virðist samt að við ætlum að sleppa furðuvel (eða þannig).
Fyrsta kort dagsins sýnir stöðuna í 300 hPa-fletinum í fyrramálið (17. janúar kl.6) - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - við erum hér í um 9 km hæð. Vindhraða og vindátt má sjá af hefðbundnum vindörvum - en litir sýna hvar vindhraðinn er mestur. Það er einmitt yfir Íslandi. Á þessum árstíma er algengast að heimskautaröstin sé suður í hafi - en sveigjur hennar eru miklar þessa dagana - röstin kemur langt að norðan vestast á kortinu - fer langt suður í höf - en sveigir síðan aftur langt til norðurs - og svo enn aftur suður til Miðjarðarhafs austast á kortinu.
Þetta er ávísun á mikil hitavik - bæði jákvæð og neikvæð - auk þess sem lítið má út af bera með vind - lægðir geta orðið mjög krappar.
Hér má sjá sjávarmálsþrýsting (heildregnar línur) á sama tíma - kl. 6 á þriðjudagsmorgni 17. janúar. Hes vestanstrengsins nær alveg niður að sjávarmáli yfir landinu og svæðinu norðurundan - en með því að horfa á þykktarmynstrið (daufar strikalínur) má sjá að kalda loftið norðurundan dregur þó mjög úr vindi - er þó ekki nærri því nógu kalt til að snúa honum til norðaustanáttar.
Litirnir sýna 3 klukkustunda þrýstibreytingar. Rauðu litirnir tákna þrýstifall, en þeir bláu ris. Lægðakerfið tvöfalda fyrir sunnan land hreyfist hratt til norðausturs. - Í gær og fyrradag var helst gert ráð fyrir því að þessar tvær lægðir næðu saman og færu þá yfir Ísland með nokkrum látum - en nú eru reiknimiðstöðvar frekar á því að þær sameinist ekki.
Eystri lægðin er sú hættulegri - en sú vestari virðist ætla að sjá til þess að hún fái ekki kalda loftið í bakið fyrr en komið er framhjá Íslandi - mikilli dýpkun og kreppu verði því slegið á frest í tæpan sólarhring - Norður-Noregur fær þá að finna til tevatnsins síðdegis á miðvikudag.
Við höfum tilhneigingu til að trúa reiknimiðstöðvum varðandi 1 til 2 daga spár - en rétt er samt að gefa þessari lægð auga meðan hún fer hjá - og þeirri vestari svosem líka - þótt hún eigi að veslast upp.
Norðurhafabloggarar - hafísnördin - spjalla nú um stöðuna við norðurskautið. Kortið gildir á sama tíma og kortin að ofan - kl.6 þriðjudag 17. janúar. Við sjáum hér gríðarmikið lægðasvæði norður af Svalbarða. Að sögn er hafísinn óvenju hreyfanlegur um þessar mundir - enda með þynnsta móti. Venjulega gerir ein lægð sem þessi ekki mikið af sér á þessum árstíma - en vegna þynnkunnar og hreyfanleikans er talað um að hún gæti sturtað óvenju miklu af ís út úr íshafinu - þá í átt til okkar.
Varla hefur ritstjóri hungurdiska mikið vit á - en kannski rétt að gefa þessu máli gaum líka.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 27
- Sl. sólarhring: 176
- Sl. viku: 1076
- Frá upphafi: 2456012
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 975
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þessar lúmsku lægðir hafa ríka eðlishvöt og nýta "þynnkuna" til að næla í afréttara með miklum ís hjá góðkunningjum sínum við Íslandsstrendur.
Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2017 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.