12.1.2017 | 20:42
Sveiflutíð
Kalt var á landinu í dag (fimmtudag 12. janúar) - en samt ekki óvenjulega. Líklega verður líka kalt á morgun - en svo hlýnar og á sunnudag er spáð hláku um mestallt land. Sú hláka á hins vegar ekki að standa lengi.
Við skulum líta á stöðuna á norðurhveli okkur til hugarhægðar.
Spáin gildir síðdegis á laugardag (14. janúar). Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar en þykktin er sýnd með litum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Það sem helst vekur athygli á þessu korti er að háloftavindur er mun meiri Ameríkumegin þennan daginn og norðurslóðakuldinn er þar mestur. Ekki er eins kalt Asíumegin - þar eru vindar heldur óreglulegir - en útbreiðsla kulda nokkuð mikil (eins og vera ber í janúar).
Hæðarhryggur er yfir Íslandi - kominn úr suðvestri og ber með sér mjög hlýtt loft - en það víkur hratt undan vestankuldanum. - Bylgjuhreyfingunni hefur tekist að hreinsa kuldapollinn sem verið hefur yfir Balkanlöndum til austurs, en ný gusa af köldu lofti streymir suður um Evrópu og á að setjast þar að - kannski að vestanvert Miðjarðarhaf og Frakkland muni nú finna fyrir klóm vetrarins. - Verði svo munu fréttir ábyggilega komast á kreik um vandræði af þeirra völdum.
Reiknimiðstöðvar eru bæði ósammála innbyrðis og útbyrðis um framhaldið - þær spár sem berast um veður meira en 4 til 5 daga fram í tímann eru meira og minna út og suður og breytast frá einni spárunu til annarrar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 70
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 1119
- Frá upphafi: 2456055
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 1017
- Gestir í dag: 66
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
eflaust má deila um hvort þettað er gott eða vont þó ég vilji hafa vetur á veturnar vor á vorinn og sumar á sumri. skildi þettað boða kalt vor vona ekki en samt það er örlítill vetur í þessu sanarlega umhleipíngar mér l´kar ekki við umhleínga bæði slæmt fyrir gróður og skepnur sem eru úti frost bítur ekki eins mikkið
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.