19.11.2016 | 01:34
Fárviðrið 18. desember 1946
Hér ætti ef til vill að setja orðið fárviðri í gæsalappir - því þetta tilvik er dálítið á mörkunum. En talan 12 (vindstig) stendur í Reykjavíkurathugunarbókinni - og er sömuleiðis tilfærð í Veðráttunni, opinberu skýrsluriti Veðurstofunnar. Við verðum að láta undan slíku og höfum þetta veður því með á lista reykjavíkurfárviðra. En - og meir um það en hér neðar.
Lítum fyrst á stöðuna eins og hún var að mati bandarísku c20v2-endurgreiningarinnar.
Kortið sýnir hæð 1000-hPa flatarins á hádegi 18. desember 1946 og er jafngilt sjávarmálsþrýstikorti. Mikil hæð er yfir Skotlandi, nærri því 1045 hPa í miðju (320 metra jafnhæðarlínan jafngildir 1040 hPa). - Grunn, en fremur kröpp lægð, er fyrir suðvestan Ísland - rúm 1000 hPa í lægðarmiðju. Gríðarmikill vindstrengur er á milli lægðar og hæðar - alveg tilefni til sviptinga.
Háloftakortið er svipað - vindur yfir Íslandi aðeins vestlægari en nær jörðu. Það er vel mögulegt að þessi mikli vindur hafi slegið sér niður sums staðar á landinu - en tjóns er aðeins getið á einum stað, Hofsósi, þar sem stór vélbátur slitnaði upp og brotnaði.
En þetta veður var merkilegt fyrir hlýindi - þennan dag mældist hæsti hiti sem þá hafði nokkru sinni frést af í Reykjavík í desembermánuði, 11,4 stig. Þetta met fékk að standa allt til 14. desember 1997 að hitinn fór í 12,0 stig í höfuðborginni. Það gerðist svo aftur 6. desember 2002. Tvær aðrar stöðvar þar sem lengi var athugað áttu einnig sín desembermet um þessar mundir, Hamraendar í Miðdölum sama dag og í Reykjavík, og Nautabú í Skagafirði daginn áður.
Eitthvað óvenjulegt við þetta.
Hér má sjá Íslandskort frá því kl.20 um kvöldið - einmitt þegar 12 vindstig voru talin í Reykjavík í talsverðri rigningu og 8 stiga hita. Mjög hlýtt er um land allt.
Ef vel er að gáð má sjá alls konar krot á jöðrum kortsins. Sé rýnt í það má sjá að einhver hefur verið að klóra sér í höfðinu yfir vindhraðanum, m.a. er greinilega vísað í reikning á þrýstibratta yfir svæðið á milli rauðu örvanna (þeim bætti ritstjóri hungurdiska inn á kortið). Sömuleiðis er vindhraðatala rituð ofarlega á hægri jaðri kortsins (45-50 m.p.h. = mílur) og þar er líka mannsnafnið Hilmar í sviga.
Þess má geta að á stríðsárunum ráku bretar veðurstofu á Reykjavíkurflugvelli - og sáu um flugvallarveðurspár. Veðurstofa Íslands tók alfarið við þeim rekstri þann 15. apríl 1946 - vindmælir breta var hér enn í notkun að því er virðist og mældi hann auðvitað í enskum mílum - sömuleiðis voru enn í notkun breskar athugunarbækur fyrir flugvallarathuganir.
Myndin sýnir opnu sem nær yfir síðari hluta dags þann 18. desember 1946. Þar er vindhraði kl.21 (20 að íslenskum miðtíma - en það er tíminn sem notaður er á Íslandskortinu að ofan) skráður 70 mílur - og tilfærður sem 12 vindstig. - En 70 mílur eru ekki nema 31,3 m/s - að okkar tali ekki nema 11 vindstig.
Þá kemur að staðreynd sem fáir gera sér grein fyrir - töflur sem varpa mældum vindhraða yfir í vindstig (og öfugt) hafa verið misjafnar í gegnum tíðina - og eftir löndum. Satt best að segja er það mál allt hálfgerður hryllingur og vart nema fyrir hörðustu veðurnörd að ná utan um söguþráðinn, skilja hann og læra. Ekki verður farið nánara í saumana á þessu máli hér, en þess verður þó að geta að árið 1946 byrjuðu 12 vindstig hér á landi í 29.1 m/s - en miðað við 6 metra hæð, en ekki 10 metra eins og síðar varð. - Vindmælirinn á Reykjavíkurflugvelli var hærra uppi þannig að við getum með nokkurri vissu fullyrt að þeir 31,3 m/s sem bókin tilfærir hafi ekki verið fárviðri samkvæmt núverandi skilgreiningu þess. - En við getum hins vegar ekkert um það sagt hvoru megin þáverandi fárvirðismarka 10 metra vindurinn hefur verið - trúlega réttu megin þó.
Til uppfræðslu leggur ritstjórinn gamlan greinarstúf Jóns Eyþórssonar úr tímaritinu Ægi árið 1928 í viðhengi með þessum pistli. Má þar sjá vindkvarðann eins og ætlast var til að hann væri notaður hér á landi á árabilinu 1926 til 1948. - Aftan við greinina geta þeir allra þrautseigustu svo fundið tengla á frekari fróðleik - m.a. í skýrslu hollensku veðurstofunnar um vindkvarðann.
En við lítum að lokum á loftþrýstirit.
Örin sýnir lægðina sem veðrinu olli. Í athugun sem gerð var kl. 23 var vindur enn talinn 9 vindstig - en kl. 2 um nóttina voru vindstigin ekki nema 5, vindátt hafði snúist til suðvesturs og hiti fallið niður í 5 stig. - Djúpa lægðin sem sjá má lengra til hægri á ritinu olli hins vegar norðanstormi og frosti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.