16.11.2016 | 21:45
Fárviðrið 7. janúar 1952
Það er álitamál hvort greina eigi óðalægðarveðrið þann 5. janúar 1952 (og fjallað var um í síðasta pistli) frá útsynningsofsanum sem fylgdi í kjölfarið - en það er gert hér vegna þess hversu merkilegur útsynningur þessi var - talsvert öflugri en venja er.
Endurgreiningarkortið hér að ofan sýnir hæð 1000 hPa-flatarins kl.6 að morgni 7. janúar og er jafngilt sjávarmálsþrýstikorti. Lægðin á Grænlandssundi er á kortinu rétt innan við 960 hPa djúp - sennilega hefur hún verið enn dýpri í raunveruleikanum. Mikill vindstrengur liggur alla leið frá Grænlandi til Íslands færandi með sér öskudimm él og saltrok.
Austur af Nýfundnalandi er svo ný lægð í foráttuvexti. Sú fór til norðnorðausturs rétt fyrir austan land tæpum tveimur sólarhringum síðar og olli fárviðri og sköðum víða austanlands - en sló rækilega á útsynninginn á Vesturlandi.
Háloftakortið á sama tíma er mjög óvenjulegt - það er 4680 metra jafnhæðarlína 500 hPa-flatarins sem liggur í kringum lægðarmiðjuna á Grænlandssundi, flatarhæðin í miðjunni er líklega innan við 4640 metrar - nánast einstakt í þessari stöðu og ljóst að hér erum við að sjá einhvern snarpasta útsynning sem vitað er um. Nánast útlokað er að háloftalægðin hafi getað orðið þetta djúp nema vegna þess að mikið magn af mjög köldu lofti hafi rekist niður af Grænlandsjökli á mjög löngum kafla - mun lengri en venjan er.
Þegar hér var komið sögu hafði nær samfellt illviðri staðið um landið suðvestanvert - og um mikinn hluta Norðurlands í meir en tvo sólarhringa. Meira og minna rafmagnsleysi ríkti á þessu svæði, bæði vegna línuslita og krapa í inntaksmannvirkjum Sogs- og Andakílsárvirkjana og varð tilefni fréttarinnar hér að neðan sem birtist í Tímanum þann 8.
Allt satt og rétt - þótt ólíkindalega hljómi við fyrstu sýn.
Athuganabókin frá Reykjavíkurflugvelli sýnir vel hversu óvenjulegt veðrið var. Vindhviður fóru yfir 40 m/s í hverju élinu á fætur öðru undir morgun, mest í 46,3 m/s, og 10-mínútna meðalvindhraði í 34 m/s um kl. 8.
Éljahrinurnar sjást vel á vindritinu (tíminn frá 2 til 6 aðeins sýndur hér - athuga að þegar kl. er 4 á vindritinu (ímt) er hún 5 í bókinni (z) - [kæru Alþingismenn, vægið okkur við klukkuhringli í framtíðinni]).
Ekki er auðvelt að greina að þá fokskaða sem urðu í veðrinu þ.5. og svo þá sem urðu þann 6. og 7. - en í þessum síðari hluta virðist tjón hafa orðið hvað mest í Þingeyjarsýslu þar á meðal á bæjum í Aðaldal, þak fauk af fjárhúsi á Rauðuskriðu og steinfjós í byggingu fauk í Fornhaga, Miklar rafmagnstruflanir urðu áfram suðvestanlands, Sogslínan slitnaði aftur og erfitt var að koma útvarpssendingum á réttan kjöl. Lítið rafmagn var að hafa frá Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu.
Átta mjólkurbíla lest með ruðningstæki í fararbroddi var klukkustund að brjótast frá Selfossi að Hveragerði í blindhríð. Vegurinn fyrir Hvalfjörð hafði verið illfær í meira en viku, en í versta veðrinu höfðu tvö snjóflóð fallið á veginn og engin mjólk barst til Reykjavíkur úr Borgarfirði eftir að Eldborgin fór upp í fjöru. Vegna rafmagnsleysis voru tilraunamýs á Keldum að deyja úr kulda og halda varð sýklum lifandi með prímusum.
Mikil klakastífla kom í Andakílsá, sprengja þurfti hana upp. Mikið ís- og kraparek var í Soginu og olli það vandræðum í virkjununum - en fárviðrið þann 5. braut upp ísinn á Þingvallavatni.
Síðasta myndin sýnir loftþrýsting fyrri hluta janúarmánaðar 1952. Gráu súlurnar sýna lægsta þrýsting á landinu á þriggja stunda fresti - fárviðrislægðirnar þann 5. og þann 13. eru áberandi dýpstar (sjá pistla um þær).
Græni ferillinn sýnir þrýstispönn yfir landið, mismun á hæsta og lægsta þrýstingi hvers athugunartíma. Spönnin fór yfir 30 hPa í djúpu lægðunum (merktar 2 og 6 á myndinni) - enda náðu þau veður til mikils hluta landsins hvoru sinni. Helst var að Vestfirðir og Suðausturland slyppu.
Talan 1 á við landsynningsveðrið aðfaranótt þ.4., talan 3 merkir fárviðrið þann 7. og sagt var frá hér að ofan - en þess gætti mest suðvestanlands og austantil á Norðurlandi. Talan 4 merkir Austfjarðaútnyrðingsfárviðrið þann 8. og 9., en mikið tjón varð þá bæði á fjörðunum og í Fljótsdal auk þess sem veðrið varð mjög slæmt allt norður á Sléttu.
Helsta tjón eystra má telja:
Þak fauk af íbúðarhúsi á Reyðarfirði, fólk átti fótum fjör að launa, fjöldi bragga rifnaði og brak úr þeim flaug um, 50 hænur fuku út í veður og vind. Bílar fuku á hliðina og jeppi fauk 5 metra og kom niður á hvolfi. Skip slitnaði upp á Reyðarfirði, rak yfir fjörðinn, þar á land, en náðist út aftur. Bátur fauk út í veður og vind á Hólmum. Mikið tjón varð einnig á Eskifirði, margir bátar í höfninni löskuðust, bryggjur skemmdust og járnplötur fuku af húsum. Að sögn eitt versta veður þar um 30 ára skeið. Þennan dag urðu ýmsir skaðar á Austfjörðum.
Snjóflóð féll á bæinn Geitdal í Skriðdalshreppi og braut íbúðarhúsið. Talsvert foktjón varð í dalnum þessa dagana, þak fauk af nýbyggðu íbúðarhúsi að Haugum og að Vallanesi á Völlum tættist þak af hesthúsi. Tíminn segir að við borð hafi legið að gamla íbúðarhúsið í Vallanesi hafi fokið.
Talan 5 er svo við (minniháttar norðanáhlaup þann 10. til 11. - segja má að þá hafi verið í gangi hreinsun á stöðunni - til undirbúnings veðursins þann 12. og 13.
Við sjáum að að jafnaði voru um það bil 2 sólarhringar á milli þessara misslæmu - og misjöfnu veðra.
Fleiri illviðri gerði svo í þessum hræðilega erfiða janúarmánuði - hann endaði með einhverjum mesta hríðarbyl sem þekktur er í Reykjavík - en um það mætti fjalla síðar - ef ritstjóra endist þrekið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.