Fárviđriđ 30. desember 1953

Enn er fjallađ um fárviđri í Reykjavík, nú er nafnlaust veđur í lok árs 1953 til umfjöllunar. 

Tíđ var umhleypingasöm í desember 1953. Tímaritiđ Veđráttan segir: „Tíđarfariö var óvenju milt, en umhleypingasamt. Snjór var lítill, en jörđ mjög blaut. Á stöku stađ sáust útsprungin blóm. Samgöngur voru greiđar.“ Ţetta er ţriđjihlýjasti desember allra tíma og sá fjórđiúrkomusamasti fyrir landiđ í heild og líklega sá úrkomusamasti á Suđurlandi. 

Ákefđaráhugamađur um veđur sem fylgdist međ um ţetta leyti sagđi ritstjóra hungurdiska ađ hann hefđi tćpast séđ jafnmargar lćgđir og skilakerfi fara yfir landiđ í einum mánuđi. 

Viđ sjáum óróann vel á mynd. 

w-blogg291016

Ţađ má telja margar lćgđir á myndinni en hún sýnir loftţrýsting í Reykjavík á 3 stunda fresti ţennan mánuđ - frá ţeim 20. kemst stćrri sveifla í ţrýstinginn og lćgđirnar verđa meiri um sig.

Ţrjú veđur í mánuđinum skila sér inn á illviđralista, ţann 6., 16. og svo veđriđ 29. til 30. - en í síđastnefnda veđrinu náđi vindur fárviđrisstyrk á Reykjavíkurflugvelli.

Slide1

Hér er frétt sem birtist í síđdegisblađinu Vísi ţriđjudaginn 30. desember. Viđ sjáum ađ girđingin um Melavöllinn hefur skemmst allmikiđ í veđrinu - viđ getum ţó ekki nefnt veđriđ eftir ţeim atburđi ţví ţessi girđing kemur viđ sögu í fleiri illviđrum. 

Lćgđin sem olli ţessu veđri verđur ađ teljast venjuleg - hún kemur sem innlegg í reglulegri háloftabylgju suđvestan úr hafi. Hún var ekkert sérlega djúp.  

Slide2

Hér má sjá stöđuna í háloftunum ţegar lćgđin nálgađist á mánudeginum. Vindur var kominn í suđur ţegar hvessti - trúlega hárastarveđur. Heldur slaknađi á vindinum ţegar kuldaskil fóru yfir - en hvessti svo aftur af vestsuđvestri.

Slide3

Kortiđ sýnir hćđ 1000 hPa-flatarins kl.6 ađ morgni ţriđjudags 30. desember. Sjávarmálsţrýstikort lítur eins út, 40 metra jafnhćđarbil jafngildir 5 hPa ţrýstibili. Innsta jafnhćđarlína lćgđarinnar sýnir -160 metra, ţađ jafngildir 980 hPa ţrýstingi. En línurnar eru mjög ţéttar yfir Íslandi - sérstaklega yfir Suđvesturlandi. Hćđin fyrir sunnan land er í kringum 1036 hPa í miđju. 

Stormur var víđa um land - en hinn mikli vindhrađi í Reykjavík kemur samt nokkuđ á óvart. Vindhrađaritiđ fannst ekki viđ snögga leit (sennilega illa merkt), en viđ lítum á athugunarbók flugvallarins.

Slide5

Ţar má sjá vindhrađann 33,4 m/s kl.9 og ađ vindhviđa hefur fariđ í 42,2 milli kl.9 og 10. 

Slide6

Ţrýstiritiđ er mjög lođiđ um ţađ leyti sem vindur er mestur - trúlega hávađasamt í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli ţar sem spádeild Veđurstofunnar var stađsett á ţessum árum. 

Eins og fram kom í frétt Vísis varđ lítilsháttar tjón í Reykjavík, en mesta tjóniđ í veđrinu varđ fyrir norđan. 

Fjárhús og hlađa fuku á bćnum Krossum á Árskógsströnd. Hluti af fjárhús- og hlöđuţaki fauk á Jódísarstöđum i Eyjafirđi og ţak af útihúsi á Urđum í Svarfađardal. Ţak fauk á haf út á bćnum Hlíđarenda í Breiđdal (mjög óviss dagsetning Breiđdalsatburđar). Bát rak á land viđ Húsavík.

Hörmulegt slys varđ á Vatnsleysuströnd ţann 30. ţegar ung kona og piltur drukknuđu í brimsogi er ţau voru ađ bjarga fé.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband