25.10.2016 | 22:58
Fárviðrið 5. janúar 1954
Þessi pistill er í syrpu sem fjallar um fárviðri í Reykjavík og er nú komið að svokölluðu Hæringsveðri. Hæringur var fljótandi síldarbræðsla sem um þessar mundir lá á Reykjavíkurhöfn, slitnaði upp í veðrinu og gerði usla.
Þetta veður er nokkuð óvenjulegt, öðru vísi en öll þau fyrri í þessari pistlasyrpu. Veður af þessu tagi eru ekki algeng - alla vega ekki svona hörð - og lítið hefur sést til þeirra á síðari árum - kannski hluti af almennum vestanveðraskorti (sá skortur réttist væntanlega af um síðir).
En við byrjum á blaðafyrirsögnum - í þetta sinn úr Vísi (nappað af timarit.is).
Þetta veður gerði á nýju tungli - skammt í stórstreymi og varð verst einmitt upp úr morgunflóðinu - en loftþrýstingur var alls ekki lágur - eitt af því sem óvenjulegt telst í þessu veðri.
Gríðarleg illviðri höfðu gengið vikum saman (og koma tvö til viðbótar við pistlasögu síðar). Veðurkortið var þó alls ekki sérlega ógæfulegt sunnudaginn 3. janúar - svona við fyrstu sýn að minnsta kosti.
Kortið er úr ncep-endurgreiningunni, sýnir hæð 1000-hPa-flatarins og jafngildir sjávarmálsþrýstikorti þar sem línur eru dregnar með 5 hPa-bili. Mikil hæð er vestur af Bretlandseyjum - þar má sjá jafnhæðarlínuna 320 m - en hún jafngildir 1040 hPa. Þetta er mjög hár þrýstingur. Lægðardrag er við Suður-Grænland - virðist ekki láta mikið yfir sér - en lægð langt suðvestur í hafi. Afleitt veður er að sjá í sunnanverðri Skandinavíu - enda segja blöð frá miklum leiðindum þar um slóðir.
Hlýtt var hér á landi þennan dag.
Háloftakortið á sama tíma (sunnudag 3. janúar 1954 kl.12) sýnir að lægðardragið fyrir suðvestan Grænland er í raun mjög öflugt - og það var á leið til norðausturs.
Daginn eftir (mánudaginn 4.) var veður versnandi um landið vestanvert.
Kröpp lægð hafði allt í einu grafið um sig á Grænlandssundi og sent vestanstroku beint frá Grænlandi yfir landið. Gekk á með éljum. Nú er þrýstingur við Labrador kominn yfir 1040 hPa -
og ef við lítum á háloftakortið á svipuðum tíma tökum við eftir því að hæðarinnar sér lítt stað á því - öfugt við hæðina vestur af Bretlandi. Labradorhæðin og hinn hái þrýstingur yfir Suður-Grænlandi - undir hálofaröstinni - er mikil fylla af jökulköldu lofti sem æðir til norðausturs í átt til Íslands - að einhverju leyti yfir Grænlandsjökul.
Um nóttina kom kaldasta loftið - og ás háloftalægðardragsins að landinu og þá um morguninn varð veðrið verst.
Hér (kl. 6 að morgni þriðjudags) er lægðarmiðja nærri Vestfjörðum - og fárviðrisstrengur liggur allt frá Grænlandsfjöllum austur um Grænlandshaf og inn á Faxaflóa með -5 til -6 stiga frosti.
Háloftathugun sem gerð var í Keflavík kl.9 sýndi 40,6 m/s vindhraða í 850 hPa og -14 stiga frost.
Hér er sýnishorn af athugunum á Keflavíkurflugvelli þessa nótt og þennan morgun. Tíu-mínútnavindur fór þar mest í 30,9 m/s á athugunartíma (hugsanlega meira á milli) og vindhviða í 40,2 m/s. Frostið var á sama tíma -6,6 stig.
Næturathuganir voru gisnari í Reykjavík.
Hér er klipp úr vindritinu - þar sést að mesta hviðan er 42,2 m/s um 15 mínútur fyrir kl.8 og einnig sést að meðalvindur náði fárviðrisstyrk að meðaltali um svipað leyti. Má rétt ímynda sér særokið á Flóanum og við höfnina innan um glórulítið éljakófið.
Þrýstiritið sýnir að þrýstingur var ekki lágur - ritið liggur að vísu fáeinum hPa of hátt miðað við athuganirnar sjálfar - en hann fór aldrei neðar en rétt um 995 hPa í Reykjavík. Einhvers staðar í framtíðinni bíður ámóta veður þar sem þrýstingur er mun lægri.
Það er óvenjulegt við þetta veður er að bæði hefðbundinna hita- og kuldaskila verður lítt vart - en hann hvessir úr háloftunum - og síðan e.t.v. beint af falli yfir Grænlandsjökul. Þetta hefur verið erfitt við að eiga fyrir veðurspámenn á sínum tíma - vonandi að tölvuspár nútímans nái svona löguðu betur.
Veðursins gætti langmest á Suðvesturlandi og á annesjum vestanlands og litlu hefur mátt muna að það færi alveg hjá skammt fyrir sunnan land.
Sextán skip og báta sleit upp á Reykjavíkurhöfn, þar á meðal voru verksmiðjuskipið Hæringur, varðskipið Þór og fjórir togarar. Skemmdir urðu nokkrar. Grandagarður varð ófær af grjóti og þangi - auk rusls úr öskuhaugunum þar vestan við. Báta rak upp í Grundarfirði og á Hellissandi og þeir skemmdust mikið. Báta sleit einnig upp í Ólafsvík, en skemmdust þeir lítið. Hafnarferju og bát rak upp á Akranesi og skemmdir urðu þar á hafskipabryggjunni. Loftnet útvarpsstöðvarinnar á Vatnsenda slitnaði. Rafmagnstruflanir urðu vegna særoks.
En þessi mikili illviðrabálkur hafði verið hlýr eins og fréttin hér að neðan ber með sér.
Hálendi Íslands snjólaust að mestu. - Hér má benda sérstaklega á það að flugmaður telur Öskjuvatn (reyndar misritað Öskuvatn) sé íslaust - það er það greinilega stöku sinnum á vetrum án þess að eitthvað sé í gangi í neðra.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.