18.10.2016 | 17:22
Seint haust
Veturinn lætur enn á sér standa (18. október) og ritstjóri hungurdiska situr uppi með ýmsar spurningar í því sambandi. Erfitt er að svara þeim sumum - en það má eitthvað reyna.
Það eru aðeins tveir dagar síðan fyrsta frost haustsins mældist á Akureyri. Lágmarksmælingar hafa verið gerðar þar síðan 1938 og var frostlausa skeiðið nú með allra lengsta móti, 158 dagar, og vantaði aðeins 1 dag upp á að jafna metið, sem er frá 1972. Árið 1939 var lengdin 157 dagar.
Enn hefur ekki mælst frost í haust í Reykjavík og hefur ekki mælst síðan 30. apríl. Frostlaust hefur því verið í 171 dag samfellt. Langt er þó í metið frá 1939, en þá var frostlaust í Reykjavík í samfellt 201 dag, frysti ekki fyrr en 10. nóvember. Það lengdarmet verður varla slegið nú - því frostlaust yrði að vera allt til 17. nóvember (sem er nánast útilokað). Samfelldar lágmarksmælingar í Reykjavík ná aftur til 1920 - fyrir þann tíma eru þær gloppóttar. Þó var hámark og lágmark mælt 1830 og var frostlaust í 188 daga samfellt.
Fáein ár önnur eru enn rétt fyrir ofan okkur í frostleysulengd - og vel möguleiki á að ná þeim sumum. Tölurnar eru þessar: 1974 (172 dagar), 1959 (174), 2014 (175), 1846 (175) og 2010 (177). Ekki var lesið af lágmarksmæli í Reykjavík 1915 - en ekkert frost var þá á athugunartíma í 204 daga. Það er afskaplega ólíklegt að lágmarksmælir hefði aldrei sýnt frost í apríl og maí það ár - en vel mögulegt að frostlaust hafi verið í bæði september og október.
Nú í haust hafa fjölmargar veðurstöðvar verið alveg frostlausar til þessa - og frost hafa verið fátíðari en oftast er á þeim stöðvum þar sem frost hefur mælst.
Í haust hafa frostnætur verið langflestar á Dyngjujökli, 75 frá 1. ágúst - enda stöðin hátt á jökli. Næstoftast hefur verið frost í Sandbúðum, 23 sinnum á sama tíma - það mun nærri meti í fátækt. Mesta frost sem mælst hefur til þessa í haust í Sandbúðum er -3,3 stig og hefur aldrei verið svo lítið á sama tíma árs. - Þetta sama á við um fjölda stöðva -
Lægsta lágmark haustsins til þessa í Reykjavík er +1,2 stig (mælt 30. september), við þurfum að fara allt aftur til 1959 til að finna hærri (lágmarks-) tölu en nú +1,5 stig - sem þá mældust reyndar 6. september.
Í sérstökum pistli verður rifjað upp hversu oft októbermánuður allur hefur verið alveg frostlaus á íslenskum veðurstöðvum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 60
- Sl. sólarhring: 200
- Sl. viku: 1293
- Frá upphafi: 2464431
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1115
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.