Hlýindin í október

Eins og fram hefur komið í fréttum var fyrri hluti októbermánaðar með þeim hlýjustu sem vitað er um hér á landi - þó ekki alveg sá hlýjasti. 

Ritstjóri hungurdiska reiknar daglega (jæja, svo til daglega) út meðalhita mánaðarins til þessa á flestum veðurstöðvum landsins - og ber saman við fyrri ár á fáeinum þeirra. Þetta má með smánostri setja upp á línurit eins og hér að neðan - það á við Reykjavík. 

w-blogg171016

Lárétti kvarðinn sýnir daga októbermánaðar, sá lóðrétti hita. Tölurnar að baki línunum eru þannig reiknaðar að við þann 1. er settur meðalhiti þess dags, næsta dag, þann 2. kemur meðalhiti fyrstu tveggja daganna og svo koll af kolli þar til allir dagar mánaðarins eru komnir - lokameðalhiti mánaðarins er þá lengst til hægri á línuritinu. 

Nokkur mánuðir eru valdir úr - bláa línan (sú neðsta) sýnir meðaltal áranna 1961 til 2010. Hinar línurnar sýna hita í nokkrum hlýjum mánuðum. Okkar október, 2016, er svartmerktur, byrjaði nærri meðaltalinu, rauk upp og er nú, þegar 16 dagar eru liðnir af mánuðinum, í þriðjahlýjasta sæti - á myndinni neðan við sama tíma 1959 (bleikt) og 2010 (grænt).

Við sjáum að 2010 hefur ekki haft úthald í meira - tók á strik niður á við frá og með þeim 18. - Það voru nokkur vonbrigði. Október 1959 lét líka heldur undan síga - en bróðir þeirra 1915 var býsnaúthaldsgóður til enda. Fleiri mánuðir eru þarna nærri - ónefndir hér, helst ástæða til að nefna 1946 - en hann endaði jafnhlýr og 1959. 

Október á enn eftir að ná 8 stiga meðalhita í Reykjavík - takist það væru það töluverð tíðindi - og sjö stiga október hefur ekki komið í bænum síðan 1965. 

Þeir sem lesið hafa hungurdiskapistil sem birtist fyrir rúmri viku (9. október) muna ef til vill að hæsti meðalhiti októbermánaðar hér á landi er 9,2 stig (ekki þó endanlega viðurkennd tala) - sú hæsta viðurkennda er 8,6 stig. 

Nú eru báðar stöðvar Vegagerðarinnar við Siglufjarðarveg ofan 10 stiga meðalhita það sem af er mánuði og stöðin við Stafá að auki. Meðalhiti á Seyðisfirði og á Flateyri er líka rétt við 10 stigin. 

En enn eru 15 dagar til mánaðamóta og tölur fljótar að breytast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 89
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1054
  • Frá upphafi: 2420938

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 931
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband