Af hlýjum októberdögum

Nú hefur veriđ hlýtt á landinu í nokkra daga, mikill fjöldi dćgurhámarksmeta hefur falliđ á veđurstöđvunum auk ţess sem fáein dćgurmet landsmeđalhita, međalhámarks og lágmarks hafa falliđ - sé ađeins miđađ viđ sjálfvirku stöđvarnar. Sé leitađ lengra aftur í tímann finnast ţó hćrri tölur á ţessum dagsetningum - nema ţann 4. Sá dagur var ţó ekki hlýjastur í núverandi syrpu heldur hefur ţannig viljađ til ađ langtímaskortur er á sérlegum hlýindum ţann dag - svona er happdrćtti hitans.

w-blogg091016a

Hér má sjá vitnisburđ um hlýja októberdaga. Lárétti ásinn rennir í gegnum daga mánađarins, en sá lóđrétti markar hita. Blái ferillinn sýnir hćsta landsmeđalhita hverrar dagsetningar á tímabilinu 1949 til 2016. Ţar má m.a. sjá ađ 6. október 1959 er hlýjasti októberdagur ţessa tímabils alls - og einnig hversu illa áđurnefndur 4. október hefur stađiđ sig. 

Nú er mannađa mćlikerfiđ mjög ađ grisjast og sjálfvirkar mćlingar taka viđ. Nýja kerfiđ rennur ađ mestu vel saman viđ ţađ eldra - en hefur ekki veriđ starfrćkt jafnlengi. Samskonar lína úr sjálfvirka kerfinu liggur rétt neđan viđ ţá bláu mestallan mánuđinn, en mun vćntanlega í framtíđinni smám saman stinga sér upp fyrir - rétt eins og hún gerđi nú ţann 4. 

Međalhámarkshiti landsins var hćstur 2. október 1973 en hćsta hćsta međallágmarkiđ á sama dag og međalhitinn, 6. október 1959 - ţá var landsmeđallágmarkshitinn nćrri ţví 10 stig - viđ sjáum ađ ţađ telst mikiđ ef hann er hćrri en 8 stig - í fyrradag (ţann 6. náđi hann einmitt 8,0 stigum). 

Hlýindin núna eru sem sagt mikil - en varla ţó sérlega óvenjuleg. 

Engin landsdćgurmet hafa falliđ í hlýindunum nú. Myndin hér ađ neđan hefur sést áđur á hungurdiskum. Hún sýnir landsdćgurmet októbermánađar (blár ferill) - sem og dćgurmet í Reykjavík (rauđur).

w-blogg091016b

Hćsti hiti sem mćlst hefur á landinu í október er 23,5 stig. Ţađ var á Dalatanga ţann 1. 1973 - óţćgilega nćrri mánađamótum. Októbermetiđ í Reykjavík, 15,7 stig, er ţó enn óţćgilegra - ţví sá hiti er reyndar leif mánađarins á undan - fannst á skinni höfuđborgarbúa undir kvöld 30. september 1958. - En svona eru reglurnar - hámarksmćlingamánađamót mönnuđu veđurstöđvanna eru hliđruđ um 6 klukkustundir miđađ viđ ţau raunverulegu. - Viđ nennum varla ađ standa í ţví fyrir sjálfvirku stöđvarnar vegna ţess ađ ţađ er óţarfi. 

En eins og sjá má hefur hiti orđiđ nćrri ţví eins hár í Reykjavík síđar í mánuđinum, 15,6 stig sem mćldust ţann 18. áriđ 2001. Ţetta er eiginlega betri árangur heldur en 15,7 stigin ţann 1. - tökum viđ haustkólnun međ í reikninginn - hún virđist vera um -0,1 stig á dag. Segjum ţá kannski ađ 15,6 stig ţann 18. séu eins og 17,4 ţann 1. - og séu ţar međ í raun miklu betri árangur. 

En - viđ skulum bara bíđa róleg eftir 15,8 stigum í Reykjavík í október - ţau koma í framtíđinni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nokkuđ međ međaltalshita yfir október ţađ sem af er mánuđinum, í Reykjavík annars vegar og á landsvísu hins vegar - og samanburđ viđ fyrri ár? Ţá vćri fróđlegt ađ sjá samsvarandi tölur yfir úrkomu og loftţrýsting (međalvind).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 8.10.2016 kl. 17:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 81
  • Sl. sólarhring: 554
  • Sl. viku: 3573
  • Frá upphafi: 2430620

Annađ

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2930
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband