17.9.2016 | 23:53
Meira um PP?-veðrið (aðallega þó fyrir nördin)
Við lítum hér á það hvernig endurgreiningu bandarísku veðurstofunnar [20thC V2] tókst til við veðrið sem kennt er við Pourqoui Pas? Hún fer nærri lagi með sumt - en annað alls ekki. Minnir satt best að segja á það hvernig dæmigerðar 24 stunda tölvuspár voru fyrir um 30 til 35 árum. Þeir sem nenna að lesa það sem hér fer á eftir (varla margir) eru hvattir til að lesa líka fyrri pistil um sama veður (hafi þeir ekki þegar gert það).
Ritstjóri hungurdiska man reyndar eftir veðri sem var mjög svipað að mörgu leyti. Það gekk yfir 25. febrúar 1980. Tölvuspár þess tíma náðu því ekki - og endurgreiningar illa - þar til nýlega - að bætt hefur verið um betur.
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting um miðnætti að kvöldi 15. september 1936. Þá var veðrið hvað verst í Reykjavík. Þrýstilínurnar eru merktar í einingunni Pa - ekki hPa eins og vant er, en 99000 Pa eru 990 hPa. Rammar með tölum hafa verið settir inn á kortið og bera saman raunveruleika og greiningu (sjást betur sé kortið stækkað). Rauðar tölur sýna greininguna - en þær svörtu þær réttu.
Við sjáum að greiningin segir þrýsting í Reykjavík vera 992 hPa - en hann var 990 hPa. Ekki sem verst. Svipað er vestur í Bolungarvík - rétt tala er 988, en greiningin segir 994. Í Hólum í Hornafirði er munurinn í hina áttina, réttur þrýstingur er 1013 hPa, en greiningin segir hann vera 1010. Þrýstimunur yfir landið er því í raun 25 hPa, en greiningin segir hann vera 18 hPa - mikill munur.
Myndin sýnir kort Veðurstofunnar frá því á miðnætti að kvöldi 15. september 1936. Þrýstingurinn er ritaður á hægri hlið stöðvar - einingin er mmHg-700. Við Reykjavík má sjá 42,4 (= 742,4mm = 989,8 hPa). Rauðar tölur sýna hita, 15 stig í Reykjavík og 18 á Akureyri. Lægðin var talsvert dýpri en þrýstilínurnar gefa til kynna - það má auðveldlega draga einn hring enn - 980 hPa - og jafnvel fleiri.
Aðalmunur raunveruleika og endurgreiningar er þó á lægðarmiðjunni. Nú verður auðvitað að játa að við vitum í raun og veru ekki hver þrýstingur þar var á þessum tíma - en við vitum þó að lægðin var í mjög örum vexti og við vitum líka um það bil hversu djúp hún varð síðar um nóttina. Greiningin segir miðjuþrýstinginn hafa verið um 988 hPa - en giskað hefur verið á að 973 hPa sé rétta talan, munar 15 hPa. Þrýstimunur Hóla í Hornafirði og lægðarmiðju hafi verið 41 hPa, en ekki 22 hPa eins og greiningin heldur fram.
Ísland er mun flatara í líkaninu heldur en í raunveruleikanum - og skýrir að einhverju leyti mun raunþrýstings og greiningar í Hólum - en ekki vangreiningu lægðarmiðjuþrýstingsins.
Hér má sjá stöðu greiningarinnar kl.18 - jafnhæðarlínur 1000 hPa-flatarins sýndar með 40 metra bili. Þeim má breyta í sjávarmálsþrýsting með því að deila með 8 og leggja útkomuna við 1000. Innsta jafnhæðarlínan er merkt -40 m, við deilum 8 í það, fáum út -5, leggjum það við 1000 og fáum út 995 hPa. Hæðin við Noreg er merkt með 280 metrum, deilum 8 í á tölu, fáum út 35, leggjum við 1000 og fáum út 1035 hPa. Það er þýstingur í hærra lagi í september.
Þetta er sama kortið og það fyrsta (það sem sýndi minna svæði) - sömu línur, en aðrar einingar, gildir á miðnætti. Kortið nær yfir stærra svæði og við sjáum aðstæður betur. Eins og þegar er komið fram er lægðin allt of grunn - en er sennilega á nokkuð réttum stað.
Hér er klukkan orðin 6 um morguninn. Lægðin er hér líka á um það bil réttum stað, en nú um 989 hPa í miðju, - rétt gildi er hins vegar um 975 hPa.
Og við verðum líka að líta á háloftin.
Þetta er staðan í 500 hPa um miðnætti. Hér sést hinn suðræni uppruni loftsins mjög vel og að mikill kuldapollur er yfir S-Grænlandi og frá honum lægðardrag langt suður í haf. Spurning hvort kuldapollurinn hefur verið vanmetinn í greiningunni? Veðurathuganir frá Suður-Grænlandi á kortum Veðurstofunnar benda ekki til þess - þumalfingurreiknireglur ritstjóra hungurdiska gefa sömu hæð á 500 hPa-fletinum og kortið sýnir.
Hér má (í framhjáhlaupi) benda á snarpa háloftalægð yfir Frakklandi - það er ekki óalgengt að lægð sé á þeim slóðum þegar sunnanfárviðri gerir hér á landi. Hlutverk slíkra lægða í illviðrum á Íslandi er að halda hlýja loftinu - og hæðarhrygg þess í skefjum þannig að það hörfi ekki til austurs átakalaust. Þessi kuldapollur kom reyndar óbeint fram í blaðafregnum hér á landi því hann olli rigningum og jafnvel snjó á háfjöllum á Spáni - en styrjaldarfréttir þaðan voru áberandi um þessar mundir.
Þetta kort sýnir vigurvind (stefnu og hraða) í 500 hPa á sama tíma. Háloftaröstin sést vel - eftir litum að dæma eru 35 til 40 m/s í 5 km hæð yfir Íslandi. Mjög kunnuglegt í sunnanveðrum - auðvitað.
Þetta kort gildir kl.6 um morguninn. Aðalröstin er auðvitað ofar - en hér er vindur í hesi hennar yfir 50 m/s í 500 hPa hæð.
Í 850 hPa (um 1400 metra hæð) er vindur í greiningunni um miðnætti mestur við Suðausturland, vindhraði þar um 40 m/s. - En eins og á sjávarmálskortunum skortir mjög á vind yfir Vesturlandi. - Þetta sést reyndar enn betur á 950 hPa-kortinu - í um 3-400 metra hæð.
Ekki nema 10 m/s á Faxaflóa - ekki nógu gott.
Þetta kort sýnir úrkomuákefð á miðnætti (ekki uppsafnað magn) - einingin er mm/sólarhring. Tölurnar eru býsna háar - dekksti liturinn sýnir 90 mm/sólarhring - eða um 4 mm/klst. Ætli við teljum þetta ekki bara viðunandi.
Síðasta kortið sýnir úrkomumætti (hversu mikil vatnsgufa er þéttanleg í loftsúlu yfir hverjum reit spárinnar). Einingin er kg á fermetra (= mm). Gulu litirnir sýna 40 mm. Það er mjög há tala hér á landi. Rakur lindi liggur langt sunnan úr hafi til landsins.
Í heild verður að segja að endurgreiningin sé bærileg. Lægðin er á réttum stað og helstu áhrifaþættir koma fram. - En mjög vantar samt upp á að fárviðrið skili sér. Hvað veldur er ekki gott að segja. Kannski hefur loftið verið enn rakara en hér er sýnt, kannski er kalda loftið vanmetið - en trúlega er upplausn líkansins einfaldlega ekki nægileg. Lægðin var ekki sérlega stór um sig - og var fljót að því.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 908
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 3298
- Frá upphafi: 2426330
Annað
- Innlit í dag: 808
- Innlit sl. viku: 2964
- Gestir í dag: 790
- IP-tölur í dag: 727
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir þessar fróðlegu greinar um PP veðrið. Þótt ófaglærðir skilji ekki nema sumt í þessu, þá eru greinarnar það skýrar og vel orðaðar, að maður fær miklu ljósari mynd af því hvað gerðist í andrúmsloftinu hér kring um landið þessi afdrifaríku dægur. Takk enn og aftur.
kv. gþg
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 09:14
Þakka vinsemd og jákvæðar undirtektir Þorkell.
Trausti Jónsson, 18.9.2016 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.