Nokkuđ landshlutaskipt

Íbúar á Suđur- og Vesturlandi virđast ánćgđir međ júlímánuđ, enda sólin skiniđ löngum stundum og hiti veriđ í besta lagi. Ekki er alveg sömu sögu ađ segja um landiđ norđanvert. Ekki hefur ţó veriđ illviđrasamt ţar um slóđir - en oft skýjađ og heldur svalt - alla vega sé miđađ viđ hitafar á ţessari öld. 

Ţetta sést vel á myndinni - en hún sýnir međalhitavik fyrstu 29 daga mánađarins á fjölmörgum veđurstöđvum miđađ viđ sömu daga síđustu tíu ár (2006 til 2015).

w-blogg300716a

Rauđar tölur tákna ađ hiti hafi veriđ ofan tíu ára međallagsins - en bláar ađ hann hafi veriđ undir ţví. Í ljós kemur ađ strandsvćđi á Austurlandi hafa líka veriđ í međallagi og svćđiđ ţar sem hiti hefur veriđ ofan međallags nćr norđur fyrir Breiđafjörđ. Fremur kalt hefur veriđ inn til landsins fyrir norđan og austan - og sömuleiđis á Ströndum - en mest er neikvćđa vikiđ í byggđ á Gjögurflugvelli (og enn meira reyndar á Brúarjökli). Mest eru jákvćđu vikin á Kambanesi og í Papey.  

En ţetta eru svosem ekki mjög háar tölur - lesendur geta rifjađ upp samskonar kort sem birtist á hungurdiskum í fyrra og sýndi hita í köldum júlí sem ţá var.

En - ţrátt fyrir ađ svalasvipur sé á allstórum hluta landsins hyrfi hann ađ miklu leyti ef vikareikningarnir miđuđu viđ 1961 til 1990. Viđ skulum ţví líta á kort ţar sem sjá má samanburđ júlíhita ţessara tveggja tímabila.

w-blogg300716b

Júlímánuđir síđustu 10 ára hafa veriđ hlýrri en venjan var á fyrra skeiđinu. Mestu munar vestanlands, en minna fyrir austan. Sú stöđ sem virđist hafa hlýnađ mest eru Ţingvellir - en höfum í huga ađ ţar hafa veriđ verulegar tilfćrslur á mćlingum - og ekki alveg víst ađ međalaliđ 1961 til 1990 sé alveg samanburđarhćft viđ síđari mćlingarnar - en ţađ munar ţó litlu ef einhverju. 

Minnstur er munurinn á Hérađi, Egilsstöđum og Hallormsstađ og einnig á Fagurhólsmýri. Ástćđan er líklega sú ađ sumarkuldarnir á 9. áratugnum sem mjög svo plöguđu íbúa Suđur- og Vesturlands voru mun vćgari eystra og sömuleiđis fengu íbúar Norđur- og Austurlands fáein mjög góđ sumur á 8. áratugnum - sumur sem voru í daufara lagi um landiđ suđvestanvert. 

Ţađ er nefnilega nokkur áratugamunur á veđri landshlutanna. 

Júlílandsmeđaltal áranna 2006 til 2015 er 1,0 stigi hćrra en 1961-1990.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Ţetta er frekar hughreystandi pistill Trausti fyrir okkur á Norđurlandi.  Međaltöl eru ágćt en koma lítt í stađinn

fyrir gott veđur međ hlýju veđri.

ágúst marinósson

á Sauđárkróki

Ágúst Marinósson, 30.7.2016 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Papey og Kambanes blómstra og ţađ er allnokkuđ!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 30.7.2016 kl. 21:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband