Skammvinn hlýindi á Englandi

Á morgun (þriðjudag 19. júlí) er óvenjuhlýtt loft á leið yfir England - en fer fljótt hjá. Staðan er sýnd á kortinu hér að neðan - spá bandarísku veðurstofunnar sem gildir kl.18. 

w-blogg190716a

Örin bendir á England þar sem þykktin á að fara yfir 5700 metra. Þetta er ekki algengt, sagt er að Bretlandsmetið sé 5760 metrar. Hiti í 850 hPa á að fara yfir 20 stig yfir Suður-Englandi á morgun - mættishiti í þeim fleti er þá í kringum 35 stig. - Trúlegt að hiti fari víða í 30 til 35 stig inn til landsins á Englandi. 

En þetta stendur stutt við - rétt svona til að sýnast. Heldur svalt er á kortinu við Norður-Noreg - en þar hafa oft verið mikil hlýindi í sumar og á að hlýna verulega aftur mjög fljótlega. 

Hér á landi er líklegt að um 5550 metrar verði hámarkið í þessari umferð (á miðvikudag eða fimmtudag) - sem er svosem allgott - en það er samt eins og mjög hlýtt loft hafi heldur viljað sveigja frá landinu í sumar. Kannski það sýni sig síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband