7.6.2016 | 23:26
Halda hlýindi áfram?
Reiknimiðstöðvar eru ekki alveg sammála um svarið. Í augnablikinu (á þriðjudegi) sleppir bandaríska veðurstofan nokkrum kulda suður um landið í kringum helgina - en hjá evrópureiknimiðstöðinni halda hlýindin betur. Útgáfu hennar má sjá hér að neðan.
Jafnhæðarlinur eru heildregnar og sýna að að hæðarhryggur á að vera viðloðandi landið. Honum fylgir hlýtt loft - reyndar mjög hlýtt. Þykktarvik eru sýnd í lit en þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Sá hiti skilar sér reyndar sjaldnast til jarðar nema í stríðum vindi - en vikin eru þó góð vísbending.
Við landið er þykktarvikið um 60 metrar - það þýðir að þess er vænst að hiti í neðri hluta veðrahvolfs sé um 3 stig ofan meðallags - það er býsna mikið á þessum tíma árs í þriðjung úr mánuði. - Slíkt heldur vart til mikillar lengdar.
Annað er uppi á teningnum þessa dagana í norðan- og austanverðri Skandinavíu þar sem mikið kuldakast er um það bil að hefjast. Þar mun næstu daga snjóa á fjallvegum - og jafnvel niður í sveitir. En heimamenn þar um slóðir eru reyndar öllu vanir.
Það hefur aðeins þrisvar gerst að landsmeðalhiti júnímánaðar hefur verið meir en 2 stig ofan meðallags áranna 1931-2010. Það var 2014, 1933 og 1871. Meðaltalið frá 1871 er þó í talsverðri óvissu - en hlýtt var þó í veðri. Blaðið Norðanfari á Akureyri segir t.d. 22. júní 1871: Síðan eptir miðjann f. m. hefir veðuráttan verið hjer hverjum deginum betri og hagstæðari, með hitum og nokkrum sinnum úrkomu, svo horfur á grasvexti eru þegar orðnar hinar beztu . 8 þ. m. [júní] var hitinn 37 stig á R móti sól, 20 forsælunni og 14 um háttatíma. - Við tökum mælingar móti sól ekki alvarlega - en kannski 20 stigin í forsælunni [25°C} og 14 stigin [17,5°C} líka.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"Það hefur aðeins þrisvar gerst að landsmeðalhiti júnímánaðar hefur verið meir en 2 stig ofan meðallags áranna 1931-2010. Það var 2014, 1933 og 1871."
Er 60 ára sveiflan, þekkt og skjalfest, ekki náttúruleg sveifla?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 09:02
þó þettað sé hálf bölvað veður er einn ljós puntur íslenska formulutréð í garðinum sem laufgast ekki fyr enn 10.maí er viku á undan áætlun. eflaust má túlka það á ymsan hátt en boðar vonandi uppá gott veður í sumar. ekki veit ég hvort það er el nino að kenna en það er stuð í trjánum þó vætan sé ekki mikið kal víða í túnum sem ég vil kenna um hári vatnstöðu í jarðveigi seinasta sumar því veturinn var nú varla nema rétt í meðalagi. nú vonast maður til að ekki komi sama stuðkompaníð og var í fyrra þar sem varla stitti upp fyr en um veturnætur
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 11:49
Náttúrulegar sveiflur eru raunverulegar (auðvitað) - svo margar að þær vilja drukkna hver í annarri - útkoman verður því lengst af harla tilviljanakennd. Einstakir metmánuðir segja lítið sem ekkert - og ekki kannast ég við reglubundna 60-ára sveiflu - og held að fleiri hafi nefnt 80 ár frekar (þó ég trúi ekki á tilveru slíkrar reglu heldur). En þeir sem vilja geta auðvitað gert það - hlýtt (miðað við undan og eftir) var t.d. um 1850, 1930 og 2010 - en um framhald núverandi hlýskeiðs hér á landi vitum við ekki - það gæti enn átt eftir að toppa - .
Trausti Jónsson, 8.6.2016 kl. 22:11
"... og ekki kannast ég við reglubundna 60-ára sveiflu." (sic)
Þú kemur mér sífellt á óvart Trausti Jónsson. Ég hélt, satt að segja, að einn reyndasti starfandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands þekkti 60 ára sveifluna í náttúrunni. Þú hefur þá bara óvart verið að lýsa henni í blogginu þínu.
Læt fljóta með krækju á upplýsandi upplýsingar um 60 ára náttúrulega sveiflu:
"The cycle length is approximately 62 years with maxima around 1878, 1943 and 2004, and minima around 1912 and 1974."
http://appinsys.com/globalwarming/SixtyYearCycle.htm
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 13:54
Hilmar. Það er annað að kannast við kenningu um 60-ára sveiflu og að kannast við raunverulega 60-ára sveiflu - kenninguna þekki ég en sé skki að hún virki. Ég hef fylgst með veðursveiflutali í nærri 50 ár og á þeim tíma búinn að heyra margar „velgrundaðar“ kenningar og jafnframt sjá þær allar falla. Þessi 60-ára kenning er bara ein þeirra - og ekkert trúlegri en hinar - og ekkert á henni að byggja varðandi framtíðarspár - frekar en hinar -. Stórar náttúrulegar sveiflur eiga sér hins vegar stað - stundum virðast þær vera 10 ára langar - stundum 60 ár - stundum 120 og allt þar á milli og út í hið óendanlega. - Það er hins vegar rétt hjá „greinarhöfundi“ að veðurlíkön ná þessum stóra náttúrulega breytileika á áratugakvarða illa - svo illa að það spillir trúverðugleika þeirra - það vita líkansmiðir best sjálfir - og viðurkenna fúslega - það geri ég líka - en sumir aðrir kannski ekki eins vel. - Full ástæða er til að rannsaka þennan breytileika betur og komast að ástæðum hans - og það er stöðugt verið að vinna í málinu.
Trausti Jónsson, 9.6.2016 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.