Nćstmestu hugsanlegu veđurfarsbreytingar

Í hungurdiskapistli fyrir nokkrum dögum var fjallađ um mestu veđurfarsbreytingar sem hugsanlegar eru, aljöklun og óđagróđurhúsaáhrif. Ţćr eru til allrar hamingju nokkuđ úti úr kortinu. Ađrar öfgakenndar breytingar eru nćr - en teljast samt mjög ólíklegar.  

Síđustu jökulskeiđ núverandi ísaldahrinu eru gjarnan notuđ sem einskonar sviđsmyndir á kalda kantinum - ţau gengu ţrátt fyrir allt yfir tiltölulega nýlega, en á hlýja kantinum er gripiđ í einkennilega hlýskeiđahrinu á paleósen- og eósentíma snemma á nýlífsöld. Paleósenskeiđiđ hófst fyrir um 66 milljón árum og stóđ í um 10 milljón ár, ţá tók eósen viđ og stóđ ţar til fyrir um 34 milljónum ára. 

Á ţessum tíma var almennt mjög hlýtt á jörđinni - og veröld öll önnur en nú er. Ţegar fariđ var í saumana á líklegu veđurlagi á ţessum tíma kom í ljós ađ sérlega hlýtt hafđi veriđ nćrri mörkum paleósen og eósen, fyrir um 55 milljón árum. Mestu hlýindin stóđu ámóta lengi - eđa heldur lengur en jökulskeiđ ísaldar - í 100 til 200 ţúsund ár. 

Ţetta var nefnt „paleocene-eocene thermal maximum“ skammstafađ petm. Síđar hefur komiđ í ljós ađ svona skeiđ eru fleiri - alla vega á eósen - en ekki alveg jafnhlý. Tilhneiging hefur ţví veriđ til ţess ađ kalla petm frekar „eocene thermal maximum 1“, etm-1, og síđan hin síđari (minni) hlýskeiđ í einhverri númeraröđ.  

Hlýindin á etm-1 voru hreint međ ólíkindum og virđast hafa skolliđ á á ađeins nokkur ţúsund árum - í mesta lagi. - Mjög hlýtt var í heiminum fyrir, miklu hlýrra en nú er, en skeiđiđ er 6 til 8 stigum hlýrra en tímabilin í kring. Talađ er um ađ sumarhiti í Norđuríshafi (sem var auđvitađ rangnefni) hafi veriđ allt ađ 23 stig - en var annars ekki „nema“ um 15 stig almennt á eósen - 15 stigum hćrri en nú. Munur á vetrarhita ţá og nú var enn meiri norđurslóđum. 

Hin „almennu“ eósenhlýindi eru talin hafa veriđ tiltölulega meiri á norđurslóđum heldur en sunnar - hitamunur heimskauta- og hitabeltissvćđa ţar međ minni en nú er. Sumir halda ţví fram ađ hamfarahlýnunin á etm-1 hafi veriđ miklu jafnari yfir heiminn. 

Ţessar tölur eru svo háar - bćđi hinn almenni eósenhiti og á etm-1 ađ „öfgatal“ um 6 stiga hlýnun á norđurslóđum af völdum aukinna gróđurhúsaáhrifa - og 2 stiga hlýnun í heiminum almennt - verđur allt í einu ađ smámunum - og einhvern veginn miklu líklegri fyrir ţađ eitt ađ svona nokkuđ hefur í raun og veru átt sér stađ. 

Meginástćđa hlýindanna? Jú, aukin gróđurhúsaáhrif. - Mjög margt er ţó óljóst varđandi ţessi hlýindi. Ekki hefur gengiđ vel ađ herma ţau í líkönum - en betur ţó nú en fyrir 20 árum. 

Mikiđ ţarf ađ ganga á til ţess ađ hin almennu hlýindi eósenskeiđsins skelli á okkur - slíkt er sennilega útilokađ - og mun ólíklegra heldur en skyndilegt, nýtt jökulskeiđ - ţótt ólíklegt sé. En ţađ eru hins vegar „aukahlýindi“ etm-1 og snerpa ţeirra sem valda mönnum hugarangri, 5 til 8 stig á heimsvísu. Losun gróđurhúsalofttegunda er nú enn hrađari heldur en sú losun sem virđist hafa orđiđ (af náttúrulegum ástćđmu) í upphafi ţessa ógurlega hlýskeiđs. 

Viđ munum í síđari pistli halda áfram ađ velta vöngum yfir mögulegum hlýindum (á sérviskulegan hátt). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

ágćt grein. eilíf vandamál. hvernig eru ţessar mćlíngar gerđar. jarđfrćđin er önnur. er samála trausta ef jörđin gerir ekki uppreisn myndi ég halda ađ veđriđ yrđi svipađ og í kringum 17.öldin, ef ég les rétt er hnattstađan svipuđ nú og var ţá(trausti leiđrettir mig ef ţettađ er rangt). sú öld var kanski ekki svo góđ vegna eldgosa vonandi koma ekki ţanig hörmungar á ţessari öld  eflaust hefur mađurinn raskađ enhverju. en ţađ hafa orđiđ margar kollsteipur án mansins. vandin viđ ţessar gróđurhúsakeníngarađ mćlíngar eru ekki til nema fyrir mjög stuttan tíma. ţettađ gétur ţessvegna komiđ á aldarfresti. en öll skráníg er af hinu góđa fyrir komandi kynslóđir lígt og dagbćkur flota hennar hatignar englandsdrottníngar. 

ps.ef mađur gćti komist í kallara páfagarđs yrđi mađur marks vís um veđurfar heimsins forđum tíđ

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 26.5.2016 kl. 11:22

2 identicon

"Meginástćđa hlýindanna? Jú, aukin gróđurhúsaáhrif."(!)

Er međalhitinn ađ elta magn koltvísýrings í ţínum bókum Trausti?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 26.5.2016 kl. 20:27

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar. Ekki er eingilt samband á milli koltvísýringsmagns og „međalhita jarđar“. Međ ţví á ég viđ ađ sé koltvísýringsstyrkur t.d. 300 ppm ţvingast hitinn ekki endilega í nákvćmlega (t.d) 14 stig í hvert sinn sem magniđ fer framhjá ţeirri tölu. Á sama hátt verđur međalhitinn ekki endilega 16 stig í hvert sinn sem styrkurinn fer í t.d. 500 ppm. Viđ vitum ekki hversu vítt hitabil getur (eđa hefur) svarađ til hvers ppm-gildis - og reyndar ekki heldur hvert hitalíkindaróf ţess er (stađalvik og ţess háttar). Kerfiđ er ekki einvítt - ţađ vita vonandi flestir. En - og ţađ er mikilvćgt en - ef hćgt vćri ađ halda öllu í kerfinu óbreyttu nema koltvísýringsstyrknum (sem auđvitađ er aldrei hćgt - sterkt aldrei) myndi hitinn fylgja magninu á snyrtilegan hátt. - Í raunvísindum ţykir langoftat viđ hćfi ađ velja einfaldar skýringar umfram flóknar - mismunandi magn koltvísýrings (og annarra gróđurhúsalofttegunda) skýrir meginţorra hitamunar á eósen og nú á mjög einfaldan átt - einfaldari heldur en allt annađ - og menn hafa svo sannarlega reynt ađ leita flóknari skýringa. Ljóst ţykir ađ koltvísýringsmagn hafi ţá veriđ mun meira í lofthjúpnum en nú - nákvćmlega hversu mikiđ meira vitum viđ hins vegar ekki. Einnig er vitađ ađ aukamagn bćttist viđ á etm-1 skeiđinu sem pistillinn fjallađi um - einfaldasta skýringin á aukahlýindunum ţá er einmitt aukastyrkur koltvísýrings (og metans). Ég trúi ţessu ţar til enn einfaldari - eđa betur rökstuddar kenningar koma til sögunnar.

Trausti Jónsson, 27.5.2016 kl. 02:39

4 identicon

Bestu ţakkir fyrir einlćgt og upphafiđ svar Trausti. Mađur deilir auđvitađ ekki viđ trúmenn. Hins vegar hafa nóbelsverđlaunahafar í eđlisfrćđi bent á ađ koltvísýringur fylgir hitastigi en ekki öfugt - en ţeir hafa náttúrulega ekki eđlisgreind Al Gore.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 27.5.2016 kl. 09:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 7
 • Sl. sólarhring: 163
 • Sl. viku: 1521
 • Frá upphafi: 1842545

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 1349
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband