26.5.2016 | 00:03
Næstmestu hugsanlegu veðurfarsbreytingar
Í hungurdiskapistli fyrir nokkrum dögum var fjallað um mestu veðurfarsbreytingar sem hugsanlegar eru, aljöklun og óðagróðurhúsaáhrif. Þær eru til allrar hamingju nokkuð úti úr kortinu. Aðrar öfgakenndar breytingar eru nær - en teljast samt mjög ólíklegar.
Síðustu jökulskeið núverandi ísaldahrinu eru gjarnan notuð sem einskonar sviðsmyndir á kalda kantinum - þau gengu þrátt fyrir allt yfir tiltölulega nýlega, en á hlýja kantinum er gripið í einkennilega hlýskeiðahrinu á paleósen- og eósentíma snemma á nýlífsöld. Paleósenskeiðið hófst fyrir um 66 milljón árum og stóð í um 10 milljón ár, þá tók eósen við og stóð þar til fyrir um 34 milljónum ára.
Á þessum tíma var almennt mjög hlýtt á jörðinni - og veröld öll önnur en nú er. Þegar farið var í saumana á líklegu veðurlagi á þessum tíma kom í ljós að sérlega hlýtt hafði verið nærri mörkum paleósen og eósen, fyrir um 55 milljón árum. Mestu hlýindin stóðu ámóta lengi - eða heldur lengur en jökulskeið ísaldar - í 100 til 200 þúsund ár.
Þetta var nefnt paleocene-eocene thermal maximum skammstafað petm. Síðar hefur komið í ljós að svona skeið eru fleiri - alla vega á eósen - en ekki alveg jafnhlý. Tilhneiging hefur því verið til þess að kalla petm frekar eocene thermal maximum 1, etm-1, og síðan hin síðari (minni) hlýskeið í einhverri númeraröð.
Hlýindin á etm-1 voru hreint með ólíkindum og virðast hafa skollið á á aðeins nokkur þúsund árum - í mesta lagi. - Mjög hlýtt var í heiminum fyrir, miklu hlýrra en nú er, en skeiðið er 6 til 8 stigum hlýrra en tímabilin í kring. Talað er um að sumarhiti í Norðuríshafi (sem var auðvitað rangnefni) hafi verið allt að 23 stig - en var annars ekki nema um 15 stig almennt á eósen - 15 stigum hærri en nú. Munur á vetrarhita þá og nú var enn meiri norðurslóðum.
Hin almennu eósenhlýindi eru talin hafa verið tiltölulega meiri á norðurslóðum heldur en sunnar - hitamunur heimskauta- og hitabeltissvæða þar með minni en nú er. Sumir halda því fram að hamfarahlýnunin á etm-1 hafi verið miklu jafnari yfir heiminn.
Þessar tölur eru svo háar - bæði hinn almenni eósenhiti og á etm-1 að öfgatal um 6 stiga hlýnun á norðurslóðum af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa - og 2 stiga hlýnun í heiminum almennt - verður allt í einu að smámunum - og einhvern veginn miklu líklegri fyrir það eitt að svona nokkuð hefur í raun og veru átt sér stað.
Meginástæða hlýindanna? Jú, aukin gróðurhúsaáhrif. - Mjög margt er þó óljóst varðandi þessi hlýindi. Ekki hefur gengið vel að herma þau í líkönum - en betur þó nú en fyrir 20 árum.
Mikið þarf að ganga á til þess að hin almennu hlýindi eósenskeiðsins skelli á okkur - slíkt er sennilega útilokað - og mun ólíklegra heldur en skyndilegt, nýtt jökulskeið - þótt ólíklegt sé. En það eru hins vegar aukahlýindi etm-1 og snerpa þeirra sem valda mönnum hugarangri, 5 til 8 stig á heimsvísu. Losun gróðurhúsalofttegunda er nú enn hraðari heldur en sú losun sem virðist hafa orðið (af náttúrulegum ástæðmu) í upphafi þessa ógurlega hlýskeiðs.
Við munum í síðari pistli halda áfram að velta vöngum yfir mögulegum hlýindum (á sérviskulegan hátt).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 165
- Sl. sólarhring: 389
- Sl. viku: 2544
- Frá upphafi: 2434986
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 2255
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 136
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
ágæt grein. eilíf vandamál. hvernig eru þessar mælíngar gerðar. jarðfræðin er önnur. er samála trausta ef jörðin gerir ekki uppreisn myndi ég halda að veðrið yrði svipað og í kringum 17.öldin, ef ég les rétt er hnattstaðan svipuð nú og var þá(trausti leiðrettir mig ef þettað er rangt). sú öld var kanski ekki svo góð vegna eldgosa vonandi koma ekki þanig hörmungar á þessari öld eflaust hefur maðurinn raskað enhverju. en það hafa orðið margar kollsteipur án mansins. vandin við þessar gróðurhúsakeníngarað mælíngar eru ekki til nema fyrir mjög stuttan tíma. þettað gétur þessvegna komið á aldarfresti. en öll skráníg er af hinu góða fyrir komandi kynslóðir lígt og dagbækur flota hennar hatignar englandsdrottníngar.
ps.ef maður gæti komist í kallara páfagarðs yrði maður marks vís um veðurfar heimsins forðum tíð
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 11:22
"Meginástæða hlýindanna? Jú, aukin gróðurhúsaáhrif."(!)
Er meðalhitinn að elta magn koltvísýrings í þínum bókum Trausti?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 20:27
Hilmar. Ekki er eingilt samband á milli koltvísýringsmagns og „meðalhita jarðar“. Með því á ég við að sé koltvísýringsstyrkur t.d. 300 ppm þvingast hitinn ekki endilega í nákvæmlega (t.d) 14 stig í hvert sinn sem magnið fer framhjá þeirri tölu. Á sama hátt verður meðalhitinn ekki endilega 16 stig í hvert sinn sem styrkurinn fer í t.d. 500 ppm. Við vitum ekki hversu vítt hitabil getur (eða hefur) svarað til hvers ppm-gildis - og reyndar ekki heldur hvert hitalíkindaróf þess er (staðalvik og þess háttar). Kerfið er ekki einvítt - það vita vonandi flestir. En - og það er mikilvægt en - ef hægt væri að halda öllu í kerfinu óbreyttu nema koltvísýringsstyrknum (sem auðvitað er aldrei hægt - sterkt aldrei) myndi hitinn fylgja magninu á snyrtilegan hátt. - Í raunvísindum þykir langoftat við hæfi að velja einfaldar skýringar umfram flóknar - mismunandi magn koltvísýrings (og annarra gróðurhúsalofttegunda) skýrir meginþorra hitamunar á eósen og nú á mjög einfaldan átt - einfaldari heldur en allt annað - og menn hafa svo sannarlega reynt að leita flóknari skýringa. Ljóst þykir að koltvísýringsmagn hafi þá verið mun meira í lofthjúpnum en nú - nákvæmlega hversu mikið meira vitum við hins vegar ekki. Einnig er vitað að aukamagn bættist við á etm-1 skeiðinu sem pistillinn fjallaði um - einfaldasta skýringin á aukahlýindunum þá er einmitt aukastyrkur koltvísýrings (og metans). Ég trúi þessu þar til enn einfaldari - eða betur rökstuddar kenningar koma til sögunnar.
Trausti Jónsson, 27.5.2016 kl. 02:39
Bestu þakkir fyrir einlægt og upphafið svar Trausti. Maður deilir auðvitað ekki við trúmenn. Hins vegar hafa nóbelsverðlaunahafar í eðlisfræði bent á að koltvísýringur fylgir hitastigi en ekki öfugt - en þeir hafa náttúrulega ekki eðlisgreind Al Gore.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.