24.5.2016 | 00:57
Snarpur háloftavindstrengur
Nú hefur rignt smávegis vestanlands - og útlit fyrir meiri úrkomu næstu daga. Hlýju lofti af suðrænum uppruna hefur tekist að þrengja sér norður á Grænlandshaf - hefur reyndar verið mest áberandi hátt í lofti í flóknum blikuuppslætti sem búinn er að taka á annan sólarhring.
En spákort sem gildir um hádegi á morgun (þriðjudag 24. maí) lítur svona út:
Mikil hæð er fyrir austan land - yfir 1030 hPa, en svo háar tölur eru ekki mjög algengar á þessum slóðum svona seint í maí. - En málið er nokkuð flókið - því önnur hlý framrás er í gangi austur af Nýfundnalandi - og stefnir til okkar - en jafnframt kemur svo kalt loft úr vestri - mest reyndar á eftir lægðinni sem á kortinu er yfir norðurhluta Labrador.
Vestanloftið - það hlýja og það kalda munu síðan ganga nokkurn veginn samsíða norðaustur um Grænlandshaf á miðvikudag og fimmtudag svo úr verður snarpur háloftavindstrengur sem vel sést á 500 hPa spákorti sem gildir um hádegi á fimmtudag, 26. maí.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar - mjög þéttar milli Íslands og Grænlands - og er því spáð að vindstyrkur í um 5 km hæð verði yfir 50 m/s. Kalt loft er yfir Grænlandi - þykktin minni en 5160 metrar - en mjög hlýtt yfir Íslandi, bletturinn yfir Austurlandi sýnir meir en 5520 metra þykkt - gott tilefni til að ná 20 stigunum þar sem vel hagar til um landið austanvert - mun svalara verður í hafáttinni vestanlands.
Hversu hvasst verður niður í mannabyggðum er ekki alveg á hreinu ennþá - við látum Veðurstofuna alveg um að gera grein fyrir því.
Kalda loftið á ekki að ná undirtökunum aftur fyrr en á laugardag eða sunnudag. Reiknimiðstöðvar telja að á meðan á þessari baráttu stendur muni rigna mikið víða um vestan- og norðvestanvert landið - jafnvel tugi mm - óvissa er þó mikil í þeim spám.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 65
- Sl. sólarhring: 1073
- Sl. viku: 2736
- Frá upphafi: 2426593
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 2439
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.