Ekki alveg nógu gott

Meðalhiti dagsins í dag (föstudags 29. apríl) var undir meðallagi síðustu tíu ára á öllu landinu. Landsmeðalvikið var þó ekki nema -1,3 stig og telst vart til tíðinda. Langkaldast að tiltölu var austanlands, vikið í Neskaupstað var -3,3 stig.

Fortíðin á fjölmarga miklu kaldari daga á þessum tíma árs, kaldastur almanaksbræðra þess 29. (sem við þekkjum) er sá sem heimsótti landið 1975, en þá var landsmeðalhitinn -10,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. - En þetta er svonefnt pollíönnubragð - í raun vildum við auðvitað samt hafa hitann hærri en hann er.

En leiðindin felast samt aðallega í því að svalviðri á að ríkja áfram - og það e.t.v. með einhvers konar skaki. 

Lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar um 500 hPa hæð og þykkt síðdegis á sunnudag (1. maí).

w-blogg300416a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, þykktin sýnd í lit - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra - ofan frostmarks að vísu á láglendi - en ekki mikið meir en það (nema þar sem sólin skín). En ritstjórinn er ekkert sérlega órólegur út af þessum þykktargildum - en finnst staðan samt ekki mjög hagstæð í lengdina. 

Rauða örin bendir á vestankulda sem eltir (og dýpkar) lægð suður af landinu. Lægðinni er síðan spáð norður með Austurlandi og í slaufu úti fyrir norðausturhorninu um það bil á þriðjudag. - Og það er einfaldlega ekki nógu gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta virðist nú ætla að sleppa hér syðra. Í höfuðborginni er spáð 5 stiga meðalhita fyrstu 9 daga maímánaðar (yr.no). Það er auðvitað ekki gott miðað við meðalhita maímánaðar í hitteðfyrra (8,2 stig) en mikið verður þá eftir af mánuðinum í ár. 

Í maí í fyrra var slegið kuldamet (4,5 stig) svo kuldatíðin nú er mun skárri en þá, a.mk. ef hún stendur ekki allan mánuðinn.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband