25.4.2016 | 00:27
Snarpur kuldapollur - en bæði lítill og hraðfara
Útlit er fyrir kuldakast í vikunni - það er þó ekki sérlega fyrirferðarmikið miðað við t.d. það sem heimsótti okkur sömu daga í fyrra. En við skulum samt líta á tvö spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Það fyrra gildir síðdegis á þriðjudag.
Heildregnu línurnar sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mikill þykktarbratti er yfir landinu. Mjög hlýtt er vestan við land, það er 5380 metra jafnþykktarlínan sem snertir Reykjanes, en 5240 metra línan er við Austfirði - hér munar 140 metrum - eða um 7 stigum.
Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum, sem er hér í ríflega 1500 metra hæð yfir landinu. Við vesturströndina er hitinn um frostmark, en töluna -13 stig má sjá við Norðausturland, munar 13 stigum. Af þessu sjáum við að kalda loftið er fyrirferðarmeira í neðstu lögum heldur en ofar - fleygast undir það hlýja.
Meginkuldapollurinn sjálfur er svo alveg við norðurjaðar kortsins, - þar má sjá að þykktin er um 5040 metrar - loftið um 10 stigum kaldara heldur en við Austurland.
Þetta er ekki stór pollur - en hreyfist hratt til suðurs og verður yfir Íslandi austanverðu aðeins sólarhring síðar - síðdegis á miðvikudag. Þetta er heldur fyrr en spáð var fyrir nokkrum dögum - og tekur líka fyrr af.
Kortið að neðan gildir síðdegis á miðvikudag, 27. apríl.
Hér má sjá töluna -17 í 850 hPa í uppstreyminu áveðurs á Austurlandi - og þykktin er komin niður í um 5070 metra þar sem lægst er. Meðalhiti í neðri hluta veðrahvolfs hefur því fallið um 8 stig eða svo á Austurlandi frá því sem spáð er á þriðjudag, en við Reykjanes hefur þykktin fallið um 120 metra - sem samsvarar um 6 stiga kólnun.
En það er ekki mikil fyrirferð í mesta kuldanum - og daginn eftir (á fimmtudag) á þykktin yfir landinu að vera komin aftur upp í um 5300 metra - ekki sérlega hlýtt - en nærri meðallagi árstímans.
Svona til að ná einhverjum samanburði lítum við loks á samsvarandi kort frá 25. apríl í fyrra. Þá gekk skelfilegt og langvinnt kuldakast yfir landið - ekki þarf að horfa lengi til að sjá að væntanlegt kuldakast er í allt öðrum flokki - þó nógu leiðinlegt sé.
Þetta er kort frá í fyrra - athugið það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 7
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 1341
- Frá upphafi: 2455667
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1201
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Lengi má böl bæta með því að benda á annað verra!
Þó svo að það hafi verið fínt veður síðustu daga og hitinn komist vel yfir 10 stigin víða, þá er samt lofhitinn ekki mikill og talsverður hitamunur dags og nætur.
Og nú er verið að spá kuldakasti eins og kemur hér fram í þessari færslu Trausta. Hann degur þó úr því frekar en hitt því það virðist í raun ætla að ná frá miðvikudegi fram á sunnudag eða út mánuðinn.
Það er spá snjókomu fyrir norðan og austan á miðvikudag og fimmtudag og gæti m.a.s. snjóað eitthvað hér syðra seinni daginn. Hætta á frostnóttum allan tímann.
Gaman væri nú að fá tölur yfir meðalhita það sem af er mánaðarins. Síðasta vika var frekar köld þar til nú um helgina og sú á undan einnig.
Það virðist því ekkert ætla að bóla þessum hnattrænu hlýindum, þau koma minnsta kosti ekki hingað upp á skerið þessi misserin. Enn bíður maður og bíður eftir vorinu og verður alltaf fyrir vonbrigðum ...
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 07:58
Meðalhitinn það sem af er april er 0,9 stig yfir meðallagi síðustu tíu ára í Reykjavík og 1,5 á Akureyri. Marsmánuður var vel yfir meðallagi. Vorið hefur ekki látið bíða eftir sér en aðal vorið er auðvitað eftir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2016 kl. 12:03
Í janúar var hitinn í Reykjavík 0,2 stig. Það var heilu stigi kaldara en meðaltal síðustu 10 ára (2006-15). Þetta var 5. kaldasti jánúrarmánuður frá 2000 eða í 16 ár. Enn kaldara að tiltölu var fyrir norðan og austan.
Febrúar í ár reyndist svo kaldasti febrúar síðan 2002. Meðalhitinn í Reykjavík var -0,5 stig sem er -1,9 stigum kaldara en meðaltal síðustu 10 ára. Sama átti við á landsvísu, kaldast síðan 2002.
Þetta skánaði svo aðeins í mars eins og Sigurður segir. Meðalhiti í Reykjavík varð 2,7 stig, 1,2 ofan meðallags síðustu tíu ára. Hlýjasti mars síðan 2012 (ekki er nú lengra síðan en svo).
Ef þetta er rétt hjá Sigga með apríl þá er hitinn það sem af er í Rvík 4,8 stig (ef meðalhitinn síðustu 10 ára er 3,9 stig).
Ég á hins vegar bágt með að trúa því þar sem þann 19. var meðalhitinn 4,2 stig og frekar kalt verið síðan nema núna síðustu daganna.
Og svo á aftur að kólna hressilega og spáð dagmeðalhita um frostmark á fimmtudaginn ...
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 20:36
Meðalhiti fyrstu 24 daga mánaðarins er 4,3 stig í Reykjavík, +0,9 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu tíu ára og +1,7 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990. Meðalhitinn fellur væntanlega nokkuð þá 6 daga sem eftir lifa af mánuðinum.
Trausti Jónsson, 25.4.2016 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.