Hlý vika - en hitasveiflur eru miklar í mars

Síðasta vika hefur verið hlý á landinu miðað við árstíma - en samt verður enn að teljast vetur. Það er fyrst 1. apríl að meðalhiti fer að skríða upp á við, fyrst suðvestanlands. Við skulum til gamans bera saman meðalhita daganna 11. til 17. mars ár hvert langt aftur í tímann og sjá með eigin augum hversu misjafn hitinn getur verið á þessum árstíma.

Aðgengi að daglegum upplýsingum er þó takmarkað langt aftur í tímann - og þar að auki getur verið nokkuð vafasamt að reikna meðalhita einstakra daga út frá þeim takmörkuðu mælingum sem við þó höfum. Gerum það samt fyrir Stykkishólm - þar sem við eigum nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um þessa tilteknu marsdaga allt aftur til 1846 - og Reykjavík - þar sem samanburður er öllu erfiðari (mælingar ekki eins staðlaðar framan af) auk gata í mæliröðinni fyrir 1870 - og ritstjórinn hefur enn ekki giskað á daglegan hita þar á árunum 1904 til 1906. 

Stykkishólmsmyndin fyrst.

w-blogg180316a

Af myndinni má ráða að sjaldan hefur verið jafnhlýtt á þessum tíma í mars og nú (4,7 stig) - en talsvert vantar þó upp á að hæstu hæðum hafi verið náð - hlýjast var 1929, 7,5 stig (hreint ótrúlegt). Árið eftir 1930 var meðalhitinn í sömu viku hins vegar -6,1 stig og hefur ekki verið lægri síðan. Við sjáum að engu er að treysta - það munar hátt í 14 stigum milli áranna. Þó hlýtt hafi verið nú vitum við ekkert um næsta ár. - En enn kaldari 11. til 17. mars má þó finna á 19. öld í Stykkishólmi, lægsta talan er -11,1 stig, 1876. 

Reykjavíkurmyndina látum við ná aftur til 1780 - (en eyða er frá 1786 til 1829). Eyður eru í ferilinn frá 1855 til 1857, 1860 til 1869 og 1904 til 1906. 

w-blogg180316b

Meðalhiti nú var 5,1 stig og þarf að leita aftur til 1973 til að finna þessa viku jafnhlýja. Í Reykjavík var hún hlýjust 1964, 6,9 stig, en 6,7 stig bæði 1929 og 1880 - og 6,6 stig 1850 (ekki mjög áreiðanlegt). 

Í Reykjavík var sveiflan á milli 1929 og 1930 13,2 stig - meðalhiti vikunnar síðara árið var -6,5 stig. Kaldast var 1876 - eins og í Stykkishólmi, -9,3 stig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hæst 1964? Var það ekki árið sem páskahretið varð og stór hluti aspa drápust hér sunnanlands?

Svo virðist sem spáð sé aftur páskahreti í ár. Til dæmi á að snjóa á skírdag og stefnir jafnvel í hörkufrost á páskadagsmorgun.

Sem betur er er gróður þó ekkert byrjaður að taka við sér, svo lítil hætta er á gróðurskemmdum þó af hreti verði.

Torfi Kristján Stefánsson, 18.3.2016 kl. 12:57

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Páskahretið mikla var árið áður, 1963. Þá var að vísu mjög hlýtt líka í bæði febrúar og mars. Varla var hægt að tala um páskahret 1964 - en hret kom um miðjan apríl og framan af maí - en miklu vægara en 1963.

Trausti Jónsson, 18.3.2016 kl. 16:11

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já var búinn að sá það, 9. apríl 1963. 

Páskarnir voru þá miklu seinna en nú þannig að komið var lengra fram á vorið. 

Þá á líka að kólna aftur núna og það strax á miðvikudaginn fyrir páska. Það verði talsvert frost á páskadag og annan í páskum þannig að lítil hætta er á því að gróður fari of snemma af stað þetta vorið:

http://www.yr.no/place/Iceland/Capital_Region/Reykjavik/long.html

Torfi Kristján Stefánsson, 18.3.2016 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1750
  • Frá upphafi: 2348628

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband