Enn af óvenjulegri uppskeru 2015

Hvenær kemur ár sem ekki er óvenjulegt? Svar: Líklega aldrei, því þegar loks kemur að því þá hlýtur það að teljast óvenjulegt fyrir venjulegheitin ein - nema hvað? 

En árið 2015 fellur varla nærri því að vera venjulegt. Ritstjóri hungurdiska er óðaönn að taka upp úr garðinum og grefur þá eins og venjulega upp þrýstióróavísinn sem hann hefur ræktað af mestu umhyggju síðan í upphafi aldarinnar. 

Óróavísirinn (sem auðvitað hefur nokkrum sinnum komið við sögu áður á bloggi hungurdiska) mælir meðalbreytileika loftþrýstings frá degi til dags. Mögulegt er að reikna aftur til fyrri hluta 19. aldar. Uppgjör ársins 2015 sýnir að vísirinn hefur aðeins einu sinni (á ársvísu) orðið hærri en nú - það var 1854. 

Hvað segir svo þessi ágæti vísir? Að sumu leyti mælir hann umhleypinga - órói í loftþrýstingi tengist lægðagangi - og þar með fjarlægð heimskautarastarinnar. Samband er á milli vísisins og loftþrýstings þannig að þegar þrýstingur er lágur er óróavísirinn hár - og öfugt. En ekki er sambandið þó alveg einhlítt - sem veitir túlkunarglöðum rými til að láta ljós sitt skína. 

Sömuleiðis er nokkuð samband er á milli óróavísis og meðalvindhraða. Því hærri sem óróavísirinn er því meiri er meðalvindhraði. Þetta er ánægjulegt að því leyti að mikil og erfið brot eru í vindmæliröðum - og hjálpar því við að komast yfir þau (séu menn sæmilega djarfir).  

En lítum á myndina.

Þrýstióróavísir (Suðvesturland) 1808 til 2015

Lárétti ásinn sýnir tíma. Sá lóðrétti óróavísinn (í hPa). Þótt mikið suð sé á ferð - sést þó dálítil klasamyndun - óróaár fylgjast oft að - og róleg ár líka. - En við sjáum líka það sama og á þrýstimyndinni (í pistli gærdagsins) að síðustu árin er stutt öfganna á milli. Árið 2010 var eitt hið rólegasta síðan á 19. öld - en árið í ár aftur á móti í algjöru hámarki - þannig séð afturhvarf til hámarksklasans frá 1983 til 1994 - sem eldri veðurnörd muna sem sérlega skítatíð. 

En höfum í huga að þetta eru ársmeðaltöl - bakvið þau búa árstíðir og mánuðir sem kunna að hegða sér öðruvísi. Að velta sér upp úr því er þó varla áhugamál annarra en útnörda - „veðurvita eilífðarinnar“. Við sýnum öðrum vægð og fjöllum ekki um það hér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 227
 • Sl. sólarhring: 461
 • Sl. viku: 1991
 • Frá upphafi: 2349504

Annað

 • Innlit í dag: 212
 • Innlit sl. viku: 1804
 • Gestir í dag: 210
 • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband