Langtímabreytingar á loftþrýstingi?

Taka ber spurningarmerkið í fyrirsögninni alvarlega. Til eru sæmilegar áreiðanlegar mælingar á loftþrýstingi hér á landi frá því um 1820. Áreiðanlegar að því marki að þær sýna vel breytileikann frá ári til árs - en hann er mjög mikill - óvíða meiri í heiminum. Hvort mæliröðin er nægilega góð til þess að hægt sé að draga út úr henni áreiðanleg langtímameðaltöl er ritstjórinn ekki alveg viss um. 

En lítum á órólega mynd sem sýnir meðalþrýsting hvers árs frá 1822 ástamt 10 og 30-ára keðjumeðaltölum.

Loftþrýstingur á Suðvesturlandi 1822 til 2016

Lóðrétti ásinn sýnir tímann en sá lóðrétti ársmeðaltalið. Rauði ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltal, en sá græni 30-ára meðaltalið. Gríðarmikar sveiflur hafa verið í ársmeðaltölum allra síðustu árin - þar með metþrýstingurinn 2010 (eitt afbrigðilegasta veðurár síðustu 200 ára). Þrýstingurinn hefur verið mjög lágur síðustu tvö árin - sem voru þó mjög ólík hvort öðru hvað hita snertir. Ekkert einfalt samband er á milli ársmeðalhita og ársmeðalþrýstings. 

Ekki er heldur greinilegt samband á milli hita og 10-ára meðalþrýstings - en þó má sjá að þrýstingur á hinni köldu 19-öld var lengst af hærri en á þeirri 20., nema í kringum hafísárin svonefndu - en hálf öld er nú liðin síðan þau skullu á landinu af fullum þunga. Sumir segja að háþrýstingur þeirra ára (sem byrjaði reyndar 3 árum áður en hafísinn loksins kom) sé tengdur ískomunni. Ritstjóri hungurdiska er einn þeirra. 

En 30-ára meðaltalið vekur athygli - það hefur nefnilega aldrei verið jafnlágt og einmitt nú - er eitthvað á seyði? Sé horft lengi á græna ferilinn fer hann í huganum að minna dálítið á 30-ára hitakeðjuna (sem hefur verið fjallað um oftar en einu sinni á hungurdiskum) - en á hvolfi. Skyldi vera eitthvað til í því? Getum við treyst því að mælingarnar séu nægilega nákvæmar til að negla 30-ára meðaltölin svo vel niður að við getum verið viss um að samanburður yfir tímabilið allt sé raunhæfur?

Sé svo? Megum við þá fara á túlkunartúr? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afar fróðlegt einkum með tilliti til þess að suðvestur af Íslandi er í janúar lang lægsti meðalþrýstingur sem þekkist á jörðinni.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2016 kl. 14:57

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu kveðjur Ómar, en meðalþrýstingur í janúar er reyndar enn lægri meðfram norðurjaðri suðurskautlandsins í janúar (þótt sumar sér þar) - en er að meðaltali hvergi lægri á norðurhveli en hér (ég setti mynd sem sýnir í athugasemd á fjasbókarsíðu hungurdiska).

Trausti Jónsson, 24.1.2016 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 222
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 2143
  • Frá upphafi: 2412807

Annað

  • Innlit í dag: 208
  • Innlit sl. viku: 1882
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband