16.1.2016 | 02:14
Frost eða frostlaust?
Þegar ritstjóri hungurdiska fór yfir hitamælingar dagsins (föstudags 15. janúar) á landinu tók hann eftir því að hæsti hitinn hafði að sögn mælst á Skagatá, 5,9 stig. Þetta er ekki sérlega sannfærandi - við fyrstu sýn. En við nánari athugun kom í ljós að víðar var nokkuð hlýtt við norðurströndina í dag - og inn til landsins höfðu orðið mjög stórar hitasveiflur, spönn dagsins - munur á lægsta lágmarki og hæsta hámarki - var mjög víða meiri en 10 stig, mest 21,9 stig, við Mývatn.
Vindur var þó ekki mikill - að slepptu Snæfellsnesi - þar sem belgingur var sums staðar nokkur norðan fjallgarðs. Stutt er greinilega upp úr kalda loftinu. - Aðsókn hlýja loftsins gengur þó ekki mjög vel - og annað kvöld (laugardag 16. janúar) verður enn kalt víða - ef trúa má harmonie-líkaninu.
Þá er eins og venjulega spurt - hversu raunverulegt er líkanið? Kortin hér að neðan gilda á sama tíma, kl. 22 á laugardagskvöld. Það fyrra sýnir hitann í 100 metra hæð yfir landslagi líkansins - en það síðara hitann eins og hann ætti að mælast á veðurstöðvum (í 2 metra hæð).
Gulu litirnir sýna frostleysu - en þeir bláu frost. Mesta frostið er -10,8 stig, í 100 metra hæð yfir Bárðarbungu (líkansins). Alveg frostlaust er yfir nær öllum Borgarfirði og Suðurlandsundirlendinu. Takið eftir því að landslagið er býsna nákvæmt - t.d. má sjá Eiríksjökul aðskilinn frá Langjökli - kollur hans varla þó í alveg réttri hæð yfir sjávarmáli.
Síðara kortið er talsvert öðru vísi - gildir þó á sama tíma - 100 metrum nær yfirborði.
Hér er allt fullt af fjólubláum klessum, -11 stiga frosti eða meira, og lægsta talan sem (illa sjáandi) ritstjórinn kemur auga á er -18,6 stig, við Mývatn. Talsvert frost er víða í lágsveitum Suðurlands og mjög einkennilegur veggur í Borgarfirði. Þar virðist vera jaðar niðurstreymis frá fjallgarðinum frá Langjökli suðvestur til Hafnarfjalls - sem ekki tekst þó að hreinsa allan Borgarfjörðinn - en lyftist yfir kalda loftið við vegginn.
Trúlegt? Ritstjórinn hefur reyndar alloft ekið um Hafnarmela í frostlausu - en mætt hörkufrosti um leið og komið er fyrir hornið á Hafnarfjalli - hann getur því auðveldlega tekið trúanlegan hitamun á þeim slóðum - en hversu oft er alveg frostlaust í Húsafelli en hörkufrost í Reykholti?
En veðurlag sem þetta er dálítið varasamt á vegum. Auðvitað upplagt að fylgjast grannt með bílhitamælum - þótt misáreiðanlegir séu.
Svo er sjálfsagt að benda á að almennt er hlýrra yfir sjó á neðra kortinu en því efra. Þar sem kalt loft kemur yfir hlýrri sjó blandast það auðveldlega og hiti fellur þá eðlilega í neðstu lögum (1 stig á 100 metra) - og jafnvel rétt rúmlega það sé kyndingin mjög áköf.
Líklegt er talið að þessi sullstaða geti haldist í nokkra daga. Útgeislun (neikvæður geislunarjöfnuður) yfirborðs landsins framleiðir kalt loft í stórum stíl um leið og léttir til - sem ákveðinn vind þarf til að blanda eða hreinsa burt. - Jæja.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1044
- Sl. sólarhring: 1115
- Sl. viku: 3434
- Frá upphafi: 2426466
Annað
- Innlit í dag: 931
- Innlit sl. viku: 3087
- Gestir í dag: 903
- IP-tölur í dag: 836
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.