1.1.2016 | 02:13
Áramót - af hita ársins 2015
Nú er hægt að segja frá meðalhita ársins 2015 með sæmilegu öryggi (alltaf verður þó að gefa hugsanlegum villum sitt lífsrými). Höfum í huga að tveggjaaukastafafylleríið hér að neðan er aðeins til lystauka og skemmtunar.
Lengsta samfellda mæliröðin sem við eigum er úr Stykkishólmi, þar hafa mælingar staðið nánast samfellt frá hausti 1845 til okkar daga. Með hjálp mælinga annars staðar á landinu hefur verið giskað á ársmeðalhitann þar allt aftur til 1798 -. Þótt sú framlenging hafi hlotið blessun í ritrýndu tímariti er hún samt ekki eins áreiðanleg og mælingarnar á staðnum sjálfum - höfum það rækilega í huga.
Lárétti kvarðinn sýnir árin, en sá lóðrétti ársmeðalhitann. Súlurnar sýna hita einstakra ára, rauða línan sýnir 10-ára meðaltöl og sú græna 30-ára meðaltöl. Hlýskeið 21. aldar stendur enn og er greinilega hlýrra heldur en hlýskeiðið fyrir miðja 20. öld. Það er 1941 sem var hlýjast ára á því hlýskeiði í Stykkishólmi. Nú eru síðustu 30 ár líka orðin hlýrri en hlýjasta jafnlanga tímabilið á gamla hlýskeiðinu.
En árið sem nú er nýliðið (2015) er samt það kaldasta frá árinu 2000, en þá var meðalhitinn nákvæmlega sá sami og nú, 4,09 stig. Ritstjóri hungurdiska er í flokki þeirra sem telja öldina hefjast árið 2001 og hjá honum er árið 2015 því það kaldasta á öldinni hingað til, en þeir sem telja árið 2000 til nýju aldarinnar geta varla notað nákvæmlega það orðalag.
En 4,09 eru -0,66 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára, -0,71 stig undir meðallagi hlýjustu 10 áranna í Hólminum, -0,17 undir meðalhita síðustu 30 ára, en +0,76 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og -0,09 stigum undir meðallagi áranna 1931 til 1960. Dæmigert gamlahlýskeiðsár - þrátt fyrir að hafa verið kaldara en þau ofurhlýju að undanförnu.
Í pistli sem birtist á hungurdiskum 2. janúar í fyrra (2015) sagði orðrétt: Þegar litið er yfir tímabilið allt má greinilega sjá umtalsverða hlýnun, hún reiknast nærri 0,8 stig á öld. - Það fríar okkur þó ekki frá þeim næsta örugga möguleika að köld ár bíði okkar í framtíðinni - við getum ekki byggt spár á leitninni einni saman. Svo vill þó til að svo virðist sem skýra megi að minnsta kosti hluta hennar - með auknum gróðurhúsaáhrifum - hnattrænni hlýnun.
Þessi orð standa enn - en árið 2015 er ekki eitt þeirra köldu ára sem næsta örugglega bíða okkar í framtíðinni - því það varð harla hlýtt í langtímasamanburðinum. Við megum enn bíða - hvað með 2016?
En - nokkur munur er auðvitað á hitalistaröðun ársins 2015 eftir landshlutum - það verður upplýst síðar.
Ritstjóri hungurdiska óskar öllum lesendum og velunnurum gleðilegs árs með þökk fyrir vinsamleg samskipti á liðnum árum. Fidel og Fido biðja líka fyrir kveðjur af fjasbókarsíðum hungurdiska, svækjusumri og fimbulvetri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 866
- Sl. sólarhring: 913
- Sl. viku: 2661
- Frá upphafi: 2413681
Annað
- Innlit í dag: 810
- Innlit sl. viku: 2410
- Gestir í dag: 787
- IP-tölur í dag: 768
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
skilst að hnattstaða íslands hafi breist svolítið á öldini heimskautsbaugurinn sé komi norður fyrir grímsey þaraf ætti landið að vera sunar á hnettinum heldur en oft áður það gæti skipt máli. nú er ég ekki fróður um veðurfar í gegnum aldirnar en skildi trausti gétað fundið þá öld sem hnatstaðan var svipuð og fundið meðalhitan á þeiri öld þó hugsanlega það fari inná tvær aldir. þó ekki séu kílometrarnir margir gétur það munað nokru í meðalhita þar sem við búum ekki við meiginlagsloftslag
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 06:57
Ertu nokkuð með nákvæman ársmeðalhita hér í Reykjavík (tveggja aukastafa tölu?) svona til samanburðar við 2000 (og 1999)? Mér skilst að hitinn 2015 hafi verið harla nærri 4,6 gráðum (en staðnæmdist við 4,5 stigin).
Já, ég er einnig kominn á þetta tveggjaukastafafyllerí!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 12:05
Hnattstaða Íslands breytist ekki neitt (nema menn vilji vera yfirmátasmámumansamir) - en rétt er að heimskautsbaugurinn er nú á leið norður vegna þess möndulhalli jarðar minnkar. Heimskautasvæðin (sé það skilgreint sem það svæði sem fyrir norðan nyrðri heimskautsbaug og fyrir sunnan þann syðri) minnka - en það gerir hitabeltið líka. Reyndar rýrnar hitabeltið sem nemur 1133 ferkílómetrum á ári - síðustu 100 árin hefur það minnkað sem nemur stærð Íslands. Þessar breytingar eru svo hægfara að breytingar á veðurfari af þeirra völdum eru hverfandi á einum mannsaldri. - En Reykjavík er enn á 64. breiddarstigi og verður það áfram þrátt fyrir þessar breytingar.
Þegar þetta er skrifað hafa tvær athugsemdir við þennan pistil verið samþykktar - en önnur þeirra virðist hafa gufað upp - nánast ólesin af ritstjóranum. En sýndist í sviphending að spurt hefði verið um hita í Reykjavík á nýliðnu ári. Svör koma fljótlega - hvort þau verða við spurningum athugasemdarinnar er óvíst - því hún hvarf í greipar netsins (kannski rekur hana á fjörur aftur)?
Trausti Jónsson, 1.1.2016 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.