Óróleg vika á Atlantshafi

Eins og oftast á þessum tíma árs. Ekki tók nema einn dag (og tæplega það) að hreinsa megnið af köldu jóladagsloftinu af landinu.

Hiti hækkaði víða um meir en 20 stig á fáeinum klukkustundum - án nokkurra sérstakra átaka - kalda kápan var mjög þunn - þó þykkari en nýju fötin keisarans - og reyndar er frostið fljótt niður aftur þar sem bjart er og lygnt. Á Reykjum í Fnjóskadal - til dæmis - var frostið rétt eftir miðnætti -22,5 stig, milli klukkan 17 og 18 síðdegis komst hitinn upp í +1,1 stig - en var svo aftur kominn í -9,1 fyrir miðnætti - það er þó líka þunn kápa - ekki nema -3,7 stig í 580 metra hæð á Vaðlaheiði. 

Svo kemur alvörusunnanátt í einn dag (sunnudag) - og blæs kápunni aftur burt - en hversu hlýindin að ofan slá sér til jarðar er óvíst - kostar mikinn varma að bræða snjó og ís, en mættishita í 850 hPa (þrýstileiðréttum hita) er spáð upp í +19 stig yfir Norðausturlandi aðfaranótt mánudags. 

Kortið hér að neðan gildir kl.18 síðdegis á mánudag - þá er hlýja loftið komið alveg austur af landinu.

w-blogg271215a

Loftið sem fylgir á eftir er þó ekki sérlega kalt - en úrkoma þó frekar slydda, él eða snjór heldur en hrein rigning. Á kortinu sést vel hversu gríðarmikil sunnanáttin er og stefnir norður til Norður-Íshafs og mun gera usla á þeim slóðum næstu daga - verða að mikilli hlýrri hæð sem snúast mun þar í nokkra daga - og reiknimiðstöðvar ekki sammála um örlögin - kannski endar hún yfir Síberíu? 

Að vestan er gríðarköld stroka á leið austur á Atlantshaf - eins og oft - og leitar stefnumóts við nýja sunnanátt sem sjá má neðst á kortinu. Þar er lægð - foráttulægð auðvitað - sem ekki er vitað hvað gerir - hittir hún í kalda loftið? - eða fær hún það í hausinn - barin niður í ekkert? 

Evrópureiknimiðstöðin sendir lægðina til norðurs rétt fyrir austan land á aðfaranótt miðvikudags (30.des.) - í kringum 940 hPa í miðju. Í síðdegisspárunu bandarísku Veðurstofunnar fer hún yfir Austurland þá um nóttina - líka í kringum 940 hPa í miðju.

En spár eru sérlega óstöðugar þessa dagana - miklar hræringar. Auðvitað fínar fyrir unga snarpa veðurspámenn - en þeir útbrunnu (eins og ritstjórinn) fyllast ákveðinni mæðu og þakka bara fyrir að þurfa ekki að skrifa spárnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 23
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1796
 • Frá upphafi: 2347430

Annað

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 1553
 • Gestir í dag: 23
 • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband