Oftast ofan međallags - en ekki langt í kalt loft

Nú gerir evrópureiknimiđstöđin ráđ fyrir ţví ađ til jóla verđi hiti ofan međallags hér viđ land. Ţrátt fyrir međalyfirlýsingar af ţessu tagi má samt gera ráđ fyrir einhverjum köldum dögum - mjög stutt er í mjög kalt loft fyrir norđan land.

w-blogg151215a

Kortiđ gildir nćstu tíu daga - fram til ađfangadags jóla. Sjávarmálsţrýstingur er heildreginn - lćgđ fyrir sunnan land, strikalínur sýna hita í 850 hPa-fletinum. Litirnir sýna hins vegar vik 850-hPa hitans frá međallaginu 1981 til 2010 - um landiđ sunnanvert um 1 til 2 stig ofan međallags. 

Miklum hlýindum er spáđ í Vestur-Evrópu, meir en 6 stigum ofan međallags ţar sem mest er (kannski falla einhver hitamet) - en sérlega kalt er aftur á móti viđ Grćnland. Kaldasta loftiđ er vestan ţess - ţar er hita spáđ meir en -10 stigum undir međallagi. Ţađ er mikiđ í 10 daga međaltali. Fyrir norđan okkur er neikvćđa vikiđ meir en -6 stig ţar sem mest er. 

Ţar sem óvissa er mikil í spánum - sérstaklega ţegar á líđur - er nćrvera kalda loftsins óţćgileg. Klasaspár evrópureiknimiđstöđvarinnar sýna kalda loftiđ ná undirtökum hér á landi í um 40 prósent tilvika - og gefa ekki til kynna ađ mjög hlýtt loft berist til landsins ţessa tíu daga. 

En fyrir flesta skiptir sjálfsagt ađalmáli á ţessum tíma árs ađ veđur sé friđsamt - hvort ţađ verđur ţađ til jóla er fullsnemmt ađ segja til um. 

[Einhver spurđi fyrir nokkrum dögum hvađ hPa stćđi fyrir. Ţađ er ţrýstieiningin hektópascal. - Um hana má lesa í viđhenginu - en ţví stal ritstjóri hungurdiska úr hinu merka (en ţvćlna) riti „Veđurbók Trausta“ - međ semingssamţykki höfundar - fariđ ekki međ ţađ lengra]. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallt er á Summit Camp, Grćnlandi (í 10.500 feta hćđ)

http://www.summitcamp.org/status/webcam/

Ello (IP-tala skráđ) 15.12.2015 kl. 15:18

2 identicon

Mér sýnist nú spáin vera frekar kuldaleg og mánuđurinn hingađ til hefur veriđ vel fyrir neđan međallag en ekki ofan. Frostiđ ţađ sem af er mánuđinum er -1,6 stig í Reykjavík sem er 2,3 stigum fyrir neđan međallag kuldaáranna 1961-1990! Hlýindin í gćr og í dag breyta ţessu ekki sem neinu nemur ţví ţađ frystir aftur strax á föstudag og verđur kuldatíđ fram yfir jól. Hvít jól sem sé ţví ţađ mun snjóa núna um helgina eđa á mánudaginn og líklega aftur á ađfangadagskvöld.

Hvađ allt áriđ varđar ţá stefnir međalhitinn í 4,5 stig hér í Reykjavík, jafnvel 4,4 stig, sem er langt undir ársmeđaltalinu á ţessari öld eđa sem munar heilu stigi. Ţetta verđur annađ áriđ á öldinni í borginni sem međalhitinn er undir 5 stigum, og annađ áriđ af síđustu ţremur. 2013 var reyndar mun hlýrra eđa 4,9 stig en ţótti ţó kalt.

Ţessi skrif um "oftast ofan međaltals" sýnir ţví frekar óskhyggju höfundar en raunverulega stöđu. Kannski hefur trú hans á hnattrýna hlýnun, ţrátt fyrir allt, áhrif á hann hér?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 15.12.2015 kl. 18:28

3 identicon

Mér sýnist nú spáin vera frekar kuldaleg og mánuđurinn hingađ til hefur veriđ vel fyrir neđan međallag en ekki ofan. Frostiđ ţađ sem af er mánuđinum er -1,6 stig í Reykjavík sem er 2,3 stigum fyrir neđan međallag kuldaáranna 1961-1990! Hlýindin í gćr og í dag breyta ţessu ekki sem neinu nemur ţví ţađ frystir aftur strax á föstudag og verđur kuldatíđ fram yfir jól. Hvít jól sem sé ţví ţađ mun snjóa núna um helgina eđa á mánudaginn og líklega aftur á ađfangadagskvöld.

Hvađ allt áriđ varđar ţá stefnir međalhitinn í 4,5 stig hér í Reykjavík, jafnvel 4,4 stig, sem er langt undir ársmeđaltalinu á ţessari öld eđa sem munar heilu stigi. Ţetta verđur annađ áriđ á öldinni í borginni sem međalhitinn er undir 5 stigum, og annađ áriđ af síđustu ţremur. 2013 var reyndar mun hlýrra eđa 4,9 stig en ţótti ţó kalt.

Ţessi skrif um "oftast ofan međaltals" sýnir ţví frekar óskhyggju höfundar en raunverulega stöđu. Kannski hefur trú hans á hnattrýna hlýnun, ţrátt fyrir allt, áhrif á hann hér?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 15.12.2015 kl. 19:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband