12.12.2015 | 01:32
Samkeppnisstaða
Eftir helgina er gert ráð fyrir því að hlýtt loft sæki í átt til landsins - en á sama tíma kólnar norðurundan. Það skerpir á hitabratta á svæðinu.
Kortið hér að neðan sýnir stöðuna á sunnudag (13. desember) að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Þykktin er sýnd í lit, en hún mælir (meðal)hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin á milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra og skipt er um liti á 60 metra bilum. Það er því 5220 metra jafnhæðarlínan sem liggur yfir landið suðvestanvert en þykktin yfir landinu er almennt lítillega lægri en það.
Meðalþykkt í desember er um 5250 metrar hér á landi - þykkt á sunnudaginn er því í rétt tæpu meðallagi. Í hægviðri getur mun kaldara loft legið niðri við yfirborð, á vetrum er það algengt yfir landi - en yfir sjó að sumarlagi. Þegar þannig hagar til hlýnar oft mikið um leið og hreyfir vind og kalda loftið annað hvort hrekst burt eða blandast því hlýrra ofan við.
Á kortinu má sjá hvernig hlýrra loft sækir að og þegar þetta er skrifað (á föstudagskvöldi) reiknar evrópureiknimiðstöðin með því að að við verðum undir græna litnum allt fram á fimmtudag/föstudag - en bandaríska veðurstofan heldur þeim græna fram á sunnudag þar á eftir. Báðar reiknimiðstöðvar eru þó ekkert sérlega vissar í sinni sök og töluverður hringlandi hefur verið frá degi til dags með hérveru hlýja loftsins. Við tökum því bara eins og það verður.
Eins og sjá má á kortinu er mjög kalt fyrir norðan okkur, það sýnir hinn helkaldi fjólublái litur heimskautaloftsins - þetta er þó enginn metkuldi.
En veðurnörd með augun úti sjá mjög spennandi átakadaga framundan (sé að marka evrópureiknimiðstöðina) - vonandi þó án teljandi illviðra. Slík átök eru best. Útgáfa dagsins frá bandarísku veðurstofunni er klisjukenndari og ekki eins mikil nördaskemmtun - en kannski verður allt viðsnúið á morgun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 71
- Sl. sólarhring: 384
- Sl. viku: 1603
- Frá upphafi: 2457158
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 1470
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Eitthvað virðast nú spár um hlýnunina eftir helgi vera farnar að gefa sig hvað hita varðar (mest 4 stig) - og að hlýnunin vari skemur og áður var spáð eða aðeins fram á miðvikudag. Það á þó ekki að kólna að neinu ráði fyrr en um næstu helgi.
Norðmenn eru farnir að spá jólaveðrinu hjá sér og gera ráð fyrir hlýindum á næstum öllu landinu. Hægt er að sjá í þeirri spá, að hér á landi muni hiti um jólin vera í meðallagi:
http://www.yr.no/artikkel/dette-seier-langtidsvarselet-om-juleveret-1.12699246
Torfi Kristján Stefánsson, 12.12.2015 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.