Á köldu hliðinni - en samt kólnar lítið (að sögn)

Förulægðir þær sem fylgja heimskautaröstinni æða nú til austurs og norðausturs um Bretlandseyjar norðanverðar og Skandinavíu - dýpka ekki nóg til að færa okkur norðanátt að ráði. Til okkar berast veiklaðir úrkomubakkar og smærri lægðir úr suðvestri. Nokkurra daga spár gera þó ráð fyrir að meginvindáttin verði norðlæg um síðir.

Fyrra kort dagsins sýnir heimskautaröstina eins og hún á að liggja síðdegis á miðvikudag (11. nóvember).

w-blogg101115a

Vindörvar sýna vindstefnu og vindhraða, en litirnir leggjast yfir þar sem vindhraði er meiri en 40 m/s í 300 hPa hæð (í kringum 9 kílómetra). Jafnhæðarlínur eru heildregnar. Illviðri fylgja röstinni. Yfir Íslandi er vindur aftur á móti hægur og aðallega af suðri. 

Niðri í mannheimum er myndin ekki svo ólík þessu - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg101115b

Lægðirnar ganga hratt með háloftavindi í norðurjaðri rastarinnar - og mjög kalt loft ryðst til suðausturs um Davíðssund vestan Grænlands út á Atlantshaf. Þarna er mjög kalt - við sjáum þarna -15 og -20 stiga jafnhitalínur 850 hPa-flatarins. Ekki er nærri því eins kalt austan Grænlands, uppsprettusvæði norðanáttarinnar sem spáð er síðar í vikunni. Þetta verður að teljast haustloft fremur en alvöruvetur. Það er rétt að -10 stiga jafnhitalínan sjáist. 

Þegar þetta er skrifað (seint á mánudagskvöldi) er laugardeginum spáð köldustum í þessari syrpu - en í raun ekki svo köldum - nema það lægi og létti til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú spáð allt að 10 stiga frosti hér á höfuðborgarsvæðinu um helgina og fram á mánudag, sem ég myndi kalla óvenjulega kalt á þessu svæði.

Danir fá hins vegar blessaðar lægðirnar sem við höfum notið undanfarið með hlýindum en strekkingsvindi og rigningu!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 06:06

2 identicon

Er þetta ekki "klassísk" óveðursstaða til handa Bretum og Skandinövum a.m.k. ef þessi uppstilling háloftarastarinnar og lægðagangsins væri í janúar febrúar?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 09:10

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Þetta er sígild illviðrastaða á norðanverðum Bretlandseyjum og sunnanverðri Skandianavíu - þar verður mjög órólegt veður næstu vikuna. Það hlýtur að kólna hér á landi um síðir - en einhvern veginn hefur það alltaf viljað frestast. Loftið sem á að vera yfir okkur næstu vikuna er nærri meðallagi (eða rétt undir því) að hita til - og þess vegna þarf að létta vel til og vindur að verða mjög hægur eigi frost að verða hart - ekki veit ég hvort það gerist - en blási lítillega er strax orðið frostlítið eða jafnvel frostlaust.

Trausti Jónsson, 10.11.2015 kl. 11:34

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þú hefur greinilega þín áhrif Trausti því nú spáir Veðurstofan ekki eins miklu frosti og hún gerði í síðustu spá, -5 stiga frost í stað -9 stig. Samt spáir hún litlum vindi, svo varla er meiri vindaspá skýringin.

Norska veðurstofan (yr.no) hefur einnig látið segjast og spáir nú aðeins -4 stigum í stað -10.

Veturinn hefur samt náð yfirhöndinni hjá þeim því spáð er nær samfelldum frostakafla í heila viku eða frá og með föstudeginum kemur. 

Torfi Kristján Stefánsson, 10.11.2015 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband