Hiti íslenska sumarsins 2015

Nú mun óhætt að líta á meðalhita sumarsins 2015, frá fyrsta sumardegi að telja og bera hann saman við fyrri hita fyrri sumra.

Skemmst er frá því að segja að í heild var sumarið heldur kalt miðað við það sem verið hefur að undanförnu - og meðaltalið er lítillega lægra heldur en meðaltal alls tímabilsins sem sýnt er á myndunum hér að neðan. 

Fyrri myndin sýnir meðalhita í Reykjavík 1949 til 2015.

Meðalhiti íslenska sumarsins í Reykjavík 1949 til 2015

Talan er 8,2 stig í Reykjavík, 0,2 stigum undir meðallagi allra sumranna sem myndin sýnir. Þetta hefði þó þótt góður hiti á árunum fyrir aldamót. Sumarið 2013 var lítillega kaldara en nú - en annars þarf að fara aftur til 1995 til að finna ámóta. Ástæðu svalans í ár er að leita í hinni stöðugu norðanátt sem ríkti langt fram eftir, en síðan hefur hiti verið þokkalega hár - með þó vaxandi bleytu. 

Meðalhiti íslenska sumarsins á Akureyri 1949 til 2015

Á Akureyri er hitinn líka undir meðallagi tímabilsins alls - þrátt fyrir hlýindi síðari hlutann. En samt er nærri því eins kalt og var í kringum 1980 - og flest hafísárin. Sveiflurnar eru áberandi grófgerðari á Akureyri heldur en í Reykjavík - en lóðrétti kvarðinn á myndunum er sá sami. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svalt eða ekki svalt, gott eða miður gott? Hiti segir ekki allt um hvernig sumur (og veðurfar) eru.

Fyrir nokkru gafst sumrinu (júní-september) einkunn, Trausti, og hún var ágæt hér á höfuðborgarsvæðinu (31 af 48 mögulegum).

Emil H. Valgeirsson gerði það sama. Höfuðborgin fékk 4,9 í einkunn hjá honum, mun hærri en "hlýja" rigningarsumarið í fyrra, og á svipuðum nótum og meðaltalseinkunn sumranna á öldinni. 

Talandi um útkomu - eða skort á úrkomutali og -samanburði hjá þér. Fyrstu 20 daga þessa mánaðar hefur úrkoman í Reykjavík verið 131 mm sem er langt yfir meðalúrkomu alls mánaðarins (1961-90 var hún 85 mm). Síðan hafa amk 10 mm bæst við - og enn er rúm vika eftir af mánuðinum. 
Má einhvern tímann á næstunni vænta yfirlits og samanburðar um úrkomu októbermánaðar miðað við aðra slíka?

Ég efa ekki að fleiri en ég hafi áhuga á því.

 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 09:18

2 identicon

Það taka fleiri eftir rigningunni undanfarið en ég! 14. okt. setti Hallmundur Kristinsson þetta inn á bloggsíðuna hjá sér (sjá má fleiri rigningarvísur þar: http://hallkri.blog.is/blog/hallkri/#entry-2103313). Skrítið að þessi rigningartíð hafi alveg farið framhjá þér Trausti!:

Rökin styðja um regnið grun,
rok mun og til baga.
Veðrið þannig virðist mun
verða næstu daga.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 17:50

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Reyndar hefur oft verið minnst á óvenjulega úrkomu í núlíðandi október á fjasbókarsíðu hungurdiska -

Trausti Jónsson, 23.10.2015 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg241224b
  • w-blogg241224a
  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 47
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 1598
  • Frá upphafi: 2421977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1451
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband