Snjóafkoma frá 1. september

Í september voru gerðar ýmsar betrumbætur og uppfærslur á harmonie-spálíkani Veðurstofunnar - vonandi skila þær sér í enn betri spám í vetur. Í eldri gerð líkansins hættu jöklar landsins að bráðna þegar (sýndar-)snjór vetrarins var uppurinn. Eftir uppfærsluna fá jöklarnir nú að bráðna gefi líkanið tilefni til. Hungurdiskar óska líkanteyminu til hamingju með uppfærsluna. 

Bolli Pálmason kortagerðarmeistari hefur nú útbúið kort sem sýnir snjóafkomu í líkaninu frá 1. september. Þar má sjá allmikla jöklabráðnun frá þeim tíma - sem við höfum líka frétt af í raunheimum - sem bættri vatnsstöðu virkjanalóna.

w-blogg091015a

Kortið nær til fimmtudags 8. október kl. 18. Á gráu hefur snjór safnast fyrir - (aðallega síðustu daga), á Esjunni er t.d. talan 27 kg á fermetra og 10 í Bláfjöllum (kortið batnar sé það stækkað í vafranum).  

Gulir og brúnir litir sýna svæði þar sem snjór hefur bráðnað frá 1.september. Mikið hefur bráðnað á skriðjöklum Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls - en efra á jöklunum safnast snjór saman. 

Þetta er allt í sýndarheimum - en engu að síður verður gaman að fylgjast með í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það má þá finna út úr jöklabráðnuninni ánægju vott,sem sagt bættri vatnsstöðu virkjanalóna. En ég sakna lilta jökulsins Glámu úr minni sveit,en hef ekki hugmynd um hvort leifar hans nýttust landanum sem bráðið gull.-   

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2015 kl. 06:58

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Nú er sagt að jökull (í tæknilegri merkingu) hafi ekki verið á Glámu heldur aðeins hjarnfannir. - En ... 

Trausti Jónsson, 9.10.2015 kl. 23:41

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já þetta bráðnaði nú á endanum, ég verð að játa fyrir sjálfum mér og öðrum að ekki tók ég niður dagsetninguna hvenær síðasti skaflinn fór úr sýn minni úr eldhúsglugganum en ég held að það hafi verið í fyrstu viku af september og sá snéri á mót suðri og er í ca. 550 metra hæð.

Ég get ekki ímyndað mér annað en að ákoma jökla eins og N-verðs Vatnajökuls hafi verið meiri en nemur bráðnunini, þetta árið. Ég hef þó lítið fyrir mér í því annað en að eini "sumar mánuðurinn" hér austantil var september og töluvert snjóaði á annars snjóléttu svæði N-Vatnajökuls.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.10.2015 kl. 00:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já kom m.a. fram í Útsvari í kvöld en ég er stolt af djásninu,þótt misst hafi tignina.

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2015 kl. 01:35

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Helga - ekki sá ég Útsvar - en þetta er hættulegt umfjöllunarefni í spurningakeppni. Sindri: Ekki hafa jöklafræðingar enn gefið út tilkynningar um ársafkomu jöklanna - en fyrr í sumar var talið líklegt að hún yrði jákvæð í ár.

Trausti Jónsson, 10.10.2015 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 111
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 2355
  • Frá upphafi: 2411775

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 2004
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband